miðvikudagur, mars 26, 2003

jæja þá er ég komin með köfunarleyfi.....og get farið að kafa inn um þorskana og ýsurnar heima á klaka...brrrrrr
en það var rosalega gaman að fara að kafa í Monterey......fórum samt ekkert rosalega langt vorum frekar grunnt (ca.10-12m) að gera hinar og þessar æfingar (taka munnstykkið úr og setja aftur uppí og taka gleraugun af og setja aftur á og tæma og fl.) en síðasta daginn fórum við í smá ferð og vorum bara að skoða sjávar lífið og sáum frekar stóra lúðu (held alveg örugglega að þetta var lúða!!!) og 1 stk djöfla skötu (nammmm....matur ;0) )en skygnið var ekkert alltof gott og hún var frekar langt í burtu (miða við skyggni) en ég segi samt að þetta hafi verið djöflaskata. Svo syntu nokkrir selir framhjá okkur eð afrekar yfiri okkur og allir sáu þá nema ég.....ég var að skoða eitthvað á botninum!!!! sjórinn var ekkert rosalega kaldur (ca. 15 á celsíus) en smat nóg til þess að manni hlýnaði þegar maður kom upp úr þó það væri rigning......það verður aðsjálfsöguð miklu skemmtilegra að kafa á Hawaii þar sem vatnið er hlýtt (stefni að því að kafa í sunbol) og fullt að marglitum fiskum.....það verður meiri háttar......liggaliggalái ;0) svo bara fimm dögum eftir að ég kem frá Hawaii fer ég beint heim til Íslands......3 vikur á þriðjudaginn, 3 vikur í dag þar til ég kem heim!!!!
Svo er það næsta helgi. Þá ætla ég og Heiðdís að fara í smá Road Trip...við ætlum sem sagt að keyra niður til Santa Barbara á föstudaginn (tekur um 4-5 klt) gista þar í eina nótt og skoða þar yfir daginn og keyra síðan einhverja aðra leið heim og gista einhver stðar annar staðar sunnudags nóttina......markmiðið er samt bara að vera komnar heim kl.07:00 á mánudaginn!!!! en það verður bara gaman að fara í svona ferð og hafið engar áhyggjur ég er komin með appelsínugulabeltið í Taekwondo þannig við erum í góðum málum....
en hérna eru myndir frá köfuninni, Dan á sniðugan vatnsheldan kassa utan um myndavléina og tóka hana með í kafa......flottar myndir og ekki gleyma að skrifa í gestabókina ;0)
KÖFUN

Engin ummæli: