sunnudagur, september 07, 2003

vá frekar langt síðan ég bloggaði síðast...svo sem ekki mikið gerst síðan ég kom heim frá bretlandi, var bara að vinna eins og vitleysingur....eiga fyrir ferðinni og háskólanum sem merkilegt nokk mér virðist hafa tekist....námslán eftir áramót......
en alla vena háskólinn er byrjaður á "fullu", eða gerir það fyrir alvöru eftir frstu tvær vikurnar, studentadagurinn og fl. í næstu viku og þá verður gaman....svona nokkurs konar busun en ekkert sull og það má segja að allir ætli á fyllerí því allir eru orðnir tvítugir!!!! ekkert smá næs...
jæja nóg í bili ég ætla að drífa mig í sund og kannski fara að læra eitthvað....nú verður maður víst að byrja á því.....
;0þ