Afmælið um daginn gekk vonum framar. Allir skemmtu sér frábærlega og síðasta fólkið fór út um 4 hálf 5 um morguninn. Ég og Binni vorum svo sniðug og fórum að taka til svo við þyrftum nú ekki að gera það hálf þunn daginn eftir.
Ég fékk fullt af flottu dóti, hring (ekki trúlofunarhring) og eyrnalokka frá Binna. Rosalega flott pennslasett frá Unu og Ómari, Maríu G. Láru og Eika og Allý (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta pennslasett fyrir förðunardót), svo fékk 2 x gjafabréf, annars vegar frá Gumma og Björg og hins vegar frá liðinu hjá Símanum (Halla, Ásta & Gunni, Stebbi &Heiða, Inga, Kristrún og Rakel) auk 2 vínflaskna. Frá mömmu og pabba fékk ég leðurhandtösku og lítið handveski (svona þegar maður fer á jólahlaðborð). Ég fékk svo mikið meira frá fullt af fólki sem lét sjá sig og þakka ég bara kærlega fyrir mig.
Núna er allt partýstand sett á pásu fram yfir 17.des þegar ég er búin í prófunum, það fyrsta er núna á mánudaginn 3.des.
Ég og Binni fórum um daginn og kláruðum 90% jólagjafakaupunum og hitt kemur bara hægt og rólega í desember.
Ég set svo inn myndirnar af afmælinu á síðuna mína fljótlega.....kannski á eftir bara....
bið að heilsa í bili....
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
25 ára í dag
Stóri dagurinn....orðin 25 ára :oD
magnaður árangur!!!
get samt ekki sagt að ég hafi breyst eitthvað mikið, en það verður mikið stuð og djamm á laugardaginn þannig ég er bara búin að vera að slappa af í dag, fór í hádegismat til mömmu og pabba og fékk í gjöf frá þeim rosalega flott leðurtösku, handveski (svona til að fara með á árshátíðir og jólahlaðborð) og svo Harry Potter nýjustu myndina.
Ég fæ gjöfina frá Binna á laugardagin, hann sagði að það væri skemmtilegra að fá hana þá heldur en í dag, þannig ég býð bara róleg.
Ætla að halda áfram að slappa af því á morgun ætla ég að hafa allt til fyrir laugardaginn svo ég þurfi að gera sem minnst á laugardaginn.
Þannig núna ætla ég að ná í Americas Next Top Model og skipuleggja daginn á morgun og eitthvað á laugardaginn.
takk fyrir mig í dag
Apríl Eik
magnaður árangur!!!
get samt ekki sagt að ég hafi breyst eitthvað mikið, en það verður mikið stuð og djamm á laugardaginn þannig ég er bara búin að vera að slappa af í dag, fór í hádegismat til mömmu og pabba og fékk í gjöf frá þeim rosalega flott leðurtösku, handveski (svona til að fara með á árshátíðir og jólahlaðborð) og svo Harry Potter nýjustu myndina.
Ég fæ gjöfina frá Binna á laugardagin, hann sagði að það væri skemmtilegra að fá hana þá heldur en í dag, þannig ég býð bara róleg.
Ætla að halda áfram að slappa af því á morgun ætla ég að hafa allt til fyrir laugardaginn svo ég þurfi að gera sem minnst á laugardaginn.
Þannig núna ætla ég að ná í Americas Next Top Model og skipuleggja daginn á morgun og eitthvað á laugardaginn.
takk fyrir mig í dag
Apríl Eik
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
The final countdown
fann loksins niðurteljara til að telja niður dagana að prófunum...fann reyndar bara sem telur líka klt, mín og sek en ég er ekki það örvæntingarfull að ég sé að telja svo naumt niður, og svo held ég hann sé á öðru tímabelti þvi núna um kl.18:30 þá segir hann að það sé 39 dagar og ca. 3 klt.....prófið er kl.9 um morguninn en ekki um kvöldið....dunda mér við þetta í rólegheitunum....
en talandi um niðurtalningu....ég á afmæli eftir 9 daga og verð þá 25 ára ung
var að spá í því um daginn hvernig ég hélt að ég væri 25 ára og....látum okkur nú sjá, ég skrifaði þetta ekki niður en ég sá mig fyrir mér:
í háskólanum (reyndar lengra komin en 1. ár)
komin með kærasta (check) og barn/börn (semi-check, kötturinn getur alveg talist sem hálft-barn)
íbúð og bíl (nokkurn veginn, þó ég hafi ekki alveg lagt blóð, svita og tár í að kaupa þetta)
og svo mesti bömmerinn....ég sá alveg fyrir mér að ég færi svona (amk) 10 kg léttari en ég er núna
hverni verð ég eftir 10....neeee...5 ár....30 ára (vá, fékk alveg í magann núna)
Ég og Binni verðum komin með nýja íbúð við Rauðavað eða þarna í nýju hverfunum.
hugsanlega 1-2 börn
kötturinn verður enn þá að stjórna heimilinu milli þess sem hann leyfir krökkunum að toga í skottið (og bítur mig og Binna í hefniskyni)
ég verð búin að fara út til Afríku í sjálfboðaliðastarf,
ég verð í meistara eða doktorsnámi (eða ljósmóður) eftir hjúkrun.
þá er þetta skjalfest. verður gaman að kíkja á síðuna eftir 5 ár og ath hvernig staðan verður á þessu þá. hafði engar áhyggjur, ég er búin að vera með þessa síðu síðan í interrailinu með bryn 2002 (sést bara ekki af því ég þurfti að eyða því út í asnaskap!!!!) og held því alveg áfram næstu 5-10-15 + árin
Er að fara í mat
bið að heilsa í bili
Apríl Eik
en talandi um niðurtalningu....ég á afmæli eftir 9 daga og verð þá 25 ára ung
var að spá í því um daginn hvernig ég hélt að ég væri 25 ára og....látum okkur nú sjá, ég skrifaði þetta ekki niður en ég sá mig fyrir mér:
í háskólanum (reyndar lengra komin en 1. ár)
komin með kærasta (check) og barn/börn (semi-check, kötturinn getur alveg talist sem hálft-barn)
íbúð og bíl (nokkurn veginn, þó ég hafi ekki alveg lagt blóð, svita og tár í að kaupa þetta)
og svo mesti bömmerinn....ég sá alveg fyrir mér að ég færi svona (amk) 10 kg léttari en ég er núna
hverni verð ég eftir 10....neeee...5 ár....30 ára (vá, fékk alveg í magann núna)
Ég og Binni verðum komin með nýja íbúð við Rauðavað eða þarna í nýju hverfunum.
hugsanlega 1-2 börn
kötturinn verður enn þá að stjórna heimilinu milli þess sem hann leyfir krökkunum að toga í skottið (og bítur mig og Binna í hefniskyni)
ég verð búin að fara út til Afríku í sjálfboðaliðastarf,
ég verð í meistara eða doktorsnámi (eða ljósmóður) eftir hjúkrun.
þá er þetta skjalfest. verður gaman að kíkja á síðuna eftir 5 ár og ath hvernig staðan verður á þessu þá. hafði engar áhyggjur, ég er búin að vera með þessa síðu síðan í interrailinu með bryn 2002 (sést bara ekki af því ég þurfti að eyða því út í asnaskap!!!!) og held því alveg áfram næstu 5-10-15 + árin
Er að fara í mat
bið að heilsa í bili
Apríl Eik
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)