laugardagur, apríl 17, 2004

Central.is

síðan er hérna
hún er helvíti kúl....

föstudagur, apríl 16, 2004

Nýtt blog

Ég er komin með nýtt blog.... www.blog.central.is/beckus þetta er íslensk síða og töluvert auðveldari og meira hægt að gera en á þessari en ég er samt ekki alveg tilbúin að segja þessari upp því það er svo mikið inn á henni...alveg síðan....?!?!?! hmmmm annað hvort á interrailinu með bryn eða síðan í USA...tékka á því...
annars er bara allt gott af mér að frétta...fékk reyndar kröftuga blöðrubólgu um daginn og er komin á sýklalyf en held að þetta hafi verið svina 1s dags blöðrubólg því þetta er eiginlega allt búið núna, held samt áfram á syklalyfinu til öryggis
en núna er Lóa að koma að sækja mig og við ætlum í hreyfingu....ætluðum reyndar um 9 leitið en hvað er það milli vina ;)
kíkið á hina síðuna mína og segið mér hvorri ég ætti að blogga á...

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskahelgin

jæja þá eru páskarnir næstum því liðnir bara chill og rólegheit í dag. Var í hveró hjá völu og ömmu og fékk þar þennan fína kjúkling sem vala eldaði, hún bauð okkur rauðvín með matnum en bragðlaukarnir voru ekki upp á sitt best eftir árshátíðina hjá Lauga-ás um kvöldið þannig ég bara þambaði vatn og kók á milli.....hins vegar var rosalega gaman hjá okkur á laugardaginn.
Byrjuðum á því að hittast í morgunamat á laugaás, mín svaf aðeins yfir sig og var ræst út...allir mættir nema ég en ég segi að ég hafi bara verið "fasionably late" s.s. ca. 30 mín of seinn en það var í lagi því við höfðum um 1,5 klt til að háma í okkur....svo um 11 leitið kom rútan og skutlaði okkur upp í öskjuhlíð í keilu þar sem ég var jafnvíg á báðar, þ.e. hitti jafnlítið með vinstri og hægri tapaði glæsilega með 37 stig ;) en hverjum er ekki saman?!?! Svo var farið aftur um borð í rútuna og fengum við afhenta bjóra á línuna...kronenburg (minnir mig á bath hér um árið) og svo var keyrt út á land (eins og reykvíkingarnir segja það) eða alla leiðina til stokkseyrar eða eitthvert svipað....ekki þurfti að efast um stuðið í rútunni því þetta var karíókírúta en það var í rauninni ekki það sem hélt uppi stuðinu því Una og Lára og ég vorum mjög hæperar allar (ég þreföld í mínu mesta ofvirkniskasti). F'orum (veit ekki alvega hvert) en að skoða hellana sem paparnir (ekki hljómsveitin) heldur munkarnir gerðu hér í fyrndinni....fékk smá edinborgar fíling all over again og hringdi í ester til að segja henni það....ester heyrði ekki mikið í mér þannig ég hringdi aftur í hana áður en við fórum í sundið á stokkseyri....voða gaman í sundi, ljóð á ensku um April þ.e.a.s. mánuðinn april ekki stelpu sem heitir April (frekar en fyrri daginn) allir voða chillaðir og kúl í lauginni og ég tók mynd af tattúinu hans völla sem vill svo skemmtilega til að það er næstum því eins og mitt (sporðdrekinn) nema hans snýr niður og er í þrívídd ekki mitt en þau eru bæði gerð af fjölni.....ísland er lítið!!!! Svo vorum við rekin uppúr til að koma okkur í mat...enn og aftur var ég neðst, síðust, aftust, eða hvað sem þið viljið kalla það en ég var síðust út sem var svo sem í lagi.....við fórum og fengum okkur að borða í rauða húsinu maturinn var rosalega góður....jammí....tók fullt af myndum þar og kláraði andlitið nema varirnar (ekki mikið vit í því að setja á sig varlit og fara svo að borða) svo var farið á gaukinn þar sem buff var að spila.....plaisinu var lokað kl.3 en ég persónulega var orðin svo þreytt (og kannski eitthvað annað og meira eftir daginn og drykkjuna) þannig ég fór bara snemma heim 2-3 leitið....lá svo uppí rúmi (með nokkrum klósettferðum) til kl.16:00 þegar mamma koma að austan til að ná í mig í páskamat í hveró þar sem var étið og chilla og horft á sjónvarpið.....og svo í dag er ég bara að hanga ein heima og velta því fyrir mér hvað ég eigið að gera....kannski kíkja í efnafræðina eða líffærafræðina.....veitiggi
þar til næstum.....

miðvikudagur, apríl 07, 2004

FRÍÍÍÍÍÍÍ

þá er stelpan loksins komin í frí....vel verðskuldað frí.....ætla að hugsa um að þrífa íbúðina í dag og kannski að fara með jakkann minn í viðgerð...er að verða ár síðan ég kveikti í honum á tequilla fylleríi með ester og þórey öspum ;) það var einmitt á páskunum í fyrra sem ég svo kæruleysislega henti jakkanum á borðið við hliðina til að taka skot á barnum og svo viti menn jakkinn í ljósum logum og ég og þórey að hammast við að temja eldinn......skaðinn var bara á annari erminni en nógu mikill til að ég hef ekki notað hann núna í ár, vona að konurnar geti lagað hann
annars ætla ég bara að sitja heim og bora í nefið á mér og kannski að kaupa páskaegg nr. 5!!!!!

heyrumst púkar og skemmtið ykkur vel um páskana í ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖLLLUUM snjónum

mánudagur, apríl 05, 2004

hmmmm

svo sem ekkert merkilegt hefur drifið á fjörur mínar síðast liðnu daga. Ég tók laugarsaginn fyrir hana unu og hún ætlar þá að taka laugadaginn í næstu viku fyrir mig og mánudaginn líka, hún skuldaði mér sem sagt eina vakt fyrir, planið var sem sagt þá fæ ég frí fös (föstudagurinn langi) lau og sunnudag (páskadagur) og svi verður una að vinna mán og þri...en neinei vitiði hvað....ég raggi og binni á laugaás vorum að ræða árshátíðin og þá fannast ragga vooooða sniðugt að loka bara líka á laugardinn og fara í ferðina þá (ætlum aða gera eitthvað og fara síðan eitthvert úr bænum að borða o.s.f.v.) þannig basicly þá þurfti ég ekki að taka laugardaginn sem ég hafði mjög mikla þörf fyrir að fá frí...Júlli bróðir hringdi um kvöldið og varð frekar argur yfir því hvað ég væri búin að vinna margar helgar sem ég hef gert (dugleg stelpa!!!) annars er bara sól og blíða í bænum (vil helst ekki kalla þetta borg því hún er það ekki sama hvað heimamenn segja!!!) ætla að fara út og fá mér ís eða eitthvað og spóka mig í sólinni ef það er ekki of kalt og svo í hreyfingu.....hvað planið er fyrir kvöldið.....i never make plans that far ahead.....
hafið það gott í "skíða"vikunni fyrir vestan já eða bara einhverstaða annars staðar...
túrúlls

fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. apríl (í alvöru)

jæja þá er 1.apríl næstum liðinn og viti menn....ég var ekki göbbuð en ég gerði smá aprílgabb.....reyndar framkvæmdi ég hugmynd eins kokks á kærustunni sinni....ég sem sagt hringdi á hana og sagði henni að þetta væri frá nemendaskrifstofu háskóla íslands og einhverra hluta vegna gátum við ekki séð að hún hafi borgað námsgjöldin sem væri svolítið skrítið því hún komst í gegnum clausus prófin (hún er í hjúkrun, eins og ég var), gallinn væri líklega hjá okkur en ef hán gæti komið með kvittunina fyrir 16:00 (klukkan var 15:00) niðrí skóla til að staðfesta það að hún væri búin að borga þá væri hlgt að klára að gera prófskránna og hún gæti tekið prófin....stelpugreyið var núvöknuð, uppí breiðholti, bíllaus og þurfti að fara að vinna klukkan 17:00...hún var EKKI hress, hehehehe ég þakkaði kærlega fyrir mig og lagði á, innan við 5 sek seinna hringir síminn hjá kærastanum því hann var með bílinn. Samtalið gekk einhvern veginn svona frá hans hlið: "mmmhh....jaá.....mmmmhhh....er niðrá Laugás.....verð svona 2 til 2 og hálfan tíma, nú??....jaaá, heyrðu veistu hvaða dagur er?? 1.apríl" og svo var skellt á.....hinu megin....hún hringdi svo aftur nokkru seinna í betra skapi yfir því að þurfa ekki að fara að leita að helvítis kvittuninni...... :)
en þetta er ekkert miða við það sem binni kokkur gerði nemanum okkar honum hrafni.....hrafn gegnur inn á laugás og binni segir honum að það hafi verið hringt frá matvás á ragga (yfirmaðurinn) og það væri eitthvað vesen útaf samningnum hans hrafns og hranf verði að fara niður eftir til tala við fólkið hjá matvís og raggi væri ekki við (sem hann var ekki) hrafn fær 1000kr til að kaupa bensín og hendist út. 5 mín seinna hringir binni og segir honum að raggi hafi komið og þurft að fara með honum en fyrst að hitta hann uppí mjódd til að millifæra í bankanum og redda þessu með honum...hrafn segir ok og hendist upp í mjódd....15-20 mín seinna hringir binni aftur, þá er hranf greyið búinn að bíða í svona 10 mín og leita að ragga en finnur hann ekki...og binni spyr....þú veist það er 1.apríl í dag?? hrafn öskraði eitthvað og skellti á...hehehehehe við vorum með horn og hala í dag í vinnunni
heyrumst seinna

miðvikudagur, mars 31, 2004

1. apríl (með litlu a-i)

jæja eftir klukkutæima u.þ.b. hefst mánuðurinn minn.....apríl.....4.mánður ársins....veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að ganga?? Vil ekki vera að gera mikið úr nafninu (hef eiginlega aldrei viljað það, hvort sem þið trúið því eða ekki) en ég fír sem sagt á djamm síðastliðin föstudag og fékk að heyra allavega 3svar sinnum sem ég man eftir (viðurkenni að ég man ekki alveg eftir öllu kvöldinu ;) ) þar sem ég var kynnt að sjálfsögðu sem Apríl og fólk sagði mér að þetta væri rosalega fallegt nafn (mótmæli því svo sem ekki ) og þetta væri næsti mánuður...skemmtilega tilviljun!!!! Það sem ég er að reyna að æla útúr mér (á eitthvað erfitt með að tjá mig....taka tjáningu aftur?? held ekki...) mig virkilega langar ekki til að segja fólki á djamminu að ég heiti Apríl (þetta er bara almennt) og hvað þá í mánuði sem heitir líka apríl...en hvað er ég að kvarta...það er fólk þarna úti sem á meira bágt en ég....og við öll líklega t.d. fólk sem hefur ekki aðgang að neti til að tjá sig (eða reyna það) um eitthvað sem skiptir engu máli eins og til dæmis nafnið mitt!!! en ekki láta mig byrja á ef ég slysast til að segja að ég heiti Apríl Eik!!!! Þá fýkur nú í flest skjól!!!! jæja ég ætla að hætta þessu....apríl mánuður verður ekki svona asnalegur eins og ég geri ráð fyrir, það á eftir að komi fyrir að einhvejrum finnst rosalega gaman að hitta stelpu í apríl sem heitir Apríl, en ég er stolt af nafninu mínu og mundi ekki vilja skipta því fyrir neitt annað nafn!!!!!
Takk mamma og pabbi fyrir ótrúlegt ímyndunarafl og frumleg heit í nafngiftum á litlu stelpunni ykkar, Apríl Eik..... ;)

ps.
Vissu þið að Eikinn laufgast í Apríl?!?!?!

sunnudagur, mars 28, 2004

The Passion of Christ

For i bio i gaer med Lou, Binna og Sigga fraenda hans Binna a The Passion of Christ....tetta er ein su magnadasta og hrottalegasta mynda sem eg hef sed....madur vissi ad Jesus hafi verid pyntadur en aldrei sed tad myndraent fyrir ser.....aetla ad fara varlega i ad maela henni, er ekki fyrir alla....eg vidurkenni alveg ad eg verd ad fara aftur tvi tad voru sum atridin sem eg gat einfaldega ekki hroft a......ef tid farid a hana, reynid ad fara med truarjatninguna eftir a og sjaid hvort vidhorfid hafi breyst eitthvad......
En a lettari notunum ta er bara allt gott ad fretta af mer, er i frii a morgun, kaupi mer kannski eitthvad i matinn ;)
en tar til naest
verid god vid hvort annad :)

fimmtudagur, mars 25, 2004

var að reyna að steja einhverja mynd inn á en er greinilega ekki nógu klár til þess....ef einvhern kann það please let me know
takk ;)

Köfun kallar

Já hafði bláa hafði kallar á mig....fór með Matta í köfun á opið hús hjá SKFÍ (Sportkafarafélag Íslands) og kynnast liðinu þar...ég var sem sagt eina stelpan með 10-15 karlrembum (allt í allt) að segja hetjusögur af sjálfum sér....kannnski ekki alveg en næstum því. Þetta eru hinir fínustu gaura og ég finna að köfunarvírusinn er kominn í mig og er að dreifa sér.....bráðsmitandi og ólæknandi ;0) Matti ætlar að vera góður kall við mig og reyna að gera mér tilboð sem ég get ekki hafnað.....gott tilboð samt, hann er ekki í mafíunni...held ég :0/
En ég er annars bara búin að vera í fríi í 2 heila daga og ekkert komið nálægt lauga-ás, það næsta sem ég komst var þegar ég fór í sund á mið....og svo að vinna á morgun, lau og sun...laugardagurinn verður í lagi því ég mæt kl.14:00 og fer kl.18:00 (á inni kvöldvakt hjá maríu) og mér boðið í afmliskvöldmat hjá unu með því skilyrði að ég komi með eina af rauðvíninu sem ég vann um daginn.....vann 7 flöskur í rauðvínspottinum á lauga-ás og á 6 eftir....heppin....
bið ykkur vel að lifa í bili
heyrumst

laugardagur, mars 20, 2004

Róleg helgi framundan....

Tiltöluleg róleg helgi framundan hjá mér....verð að vinna kl.18 lau og sun og svo líklega bara heima að chilla og go easy...annars ekkert merkilegt að frétta úr vikunni. Er mikið að pæla að byrja að læra eitthvað í líffærafræðinni eða efnafræðinni núna þegar ég hef ekkert að gera (á ekkert sjónvarp) og aknnski hekla mér sjal í leiðinni, i'm a multitasking woman ;)
verið góð við hvort annað
kv
Apríl Eik
You are DORY!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

þriðjudagur, mars 16, 2004

Helgin mikla frh

Jæja helgin leið mun hraðar en vikan......
Byrjaði á því á föstudaginn að fara í hreyfingu um morguninn með henni Lóu, duglegar stelpur. Svo á leiðinni út mætti ég ester og voru mikil fagnaðarlæti við endurfuninn. Strikið tekið á subway í kringlunni og svo verslað....Ester snaðist inní einvherjar búðir með míní fötum en svo tók ég völdin og henti henni í Next, fundum við þar nokkrar flíkur á mann....2 boli og gallabuxur fyrir hana og 1 peysu fyrir mig....gengum MJÖG sáttar út....tókum rúntinn fram og til baka í kringlunni og keyptum okkur hatta í aseccories (held ég skrifi þetta rétt) Ester keypti skærbleikan "einhverskonar" hatt og ég meira í jarðarlitum "hinskonar" hatt....geðveikar gellur ;)
Fórum svo á hverfisgötun ester fór í nördabúð en ég fór í töffarabúð (tattústofu), fékk mér samt ekki tattú í þetta skiptið ;) en ég gekk út með nyjann pinna í nefinu og er með grænann sem dettur úr ef maður er að fikta í honum...líður í því að hætta að fikta í nefinu.....
svo var strikið (allt meir og minn bein strik) tekið á köfunarbúðin því ég lofaði matta í köfun að ég skildi kom og hitta hann á fös með vinkonu minni.....gekk svolítið erfiðlega að finna pleisið en matti var svo sætur í sér að standa úti og vísa okkur vegin (by the way, flott U-beygja á miðri götunni hjá þér Ester) og við fórum inn að spjalla aðeins við hann. Ester fannst hann vera svolítið karlrembulegur fyrir að setja eitt og annað út á kvennfólk en ég sveif á bleiku skýi í þurrbúning þannig öllu niðrandi ummæli á kvennfólk skoppaði af mér (eða gallanum) svo var stefnan sett á mat....Lauga-ás!!!
Við gengum inn á Lauga-ás um hálf 5 leitið og fengum mér bjór, maturinn var að sjálfsögði gegt góður og eftirrétturinn megnaður (Tiramisu ísterta...mmmmm) og svo heim til mín....planið var að hafa sig til í róleg heitunum og kannski opna eina rauðvín á meðan (vann rauðvínspottin í vikunni og fékk 7stk...heppin) en nei!!! Það er farlægur draumur að ég og Ester getum haft okkur til í rólegheitunum.....hár, föt og makeup haft til á innan við 15 mín og svo keyrt (því Ester gleymdi gleraugunum í bílnum) í borgarleikhúsið....hefðum verið álíka fljótar að labba og fljótari heim á eftir.
Grease var mögnuð og Jónsi og Birgitta uxu SVOOOOOOOOOOOOOOOOOONA mikið í áliti hjá mér eftir þetta....góð frammistaða hjá þeim báðum...við héldum svo aftur heim þar sem ég hringdi í Lóu og hún skellti sér til okkar að hjálpa mér með rauðvínsflöskuna, seinna meir svo hvítvínsflöskuna því ég helti óvart smá rauðvíni á bolinn minn og varð því að opna hvítvínið....ææææi ohhhhh djö
Una hringdi svo í mig til að tékka á því hvað planið væri og ætlaði að hitta okkkur niðrí bæ...ekekrt mál minnir að við höfum hitta hana á Nell's þar sem við djömmuðum lengi vel. Hittum Bryn örstutt en týndum henni jafnóðum ;) Mér tókst svo að fá frítt skot á barnum fá barþjóninum (reyni þetta trix aftur einvhern tíman til að sjá hvernig gengur þá) en stelpurnar drógu mig út áður en ég gat þakkað fyrir mig....ætluðum svo á Glaumbar þar sem ég rakst á strák frá Ísó, hann gaf mér rós og ætlaði að bjóða mér bjór en (veit ekki af hverju) en Ester og Lóa fannst þeim endilega þurfa að passa mig eitthvað roslega þarna um kvöldið og drógu mig út aftur :( en ég fékk rósina
Ester og Lóa fór fljótlega heim og ég og una vorum eftir...við fórum á Glaumbar og djömmuðum þar og hittum Maríu (vinnur líka á Lauga-ás) þar sem María vissi að ég ætti nokkrar rauðvínsflöskur heima fannast henni voða sniðugt að fara heim til mín í partý og fá sér rauðvín kl.6:30!!!! Ég var ekkert sátt við það en gat ekki sagt nei við að hleypa henni og Unu heim og einvherjum gaur sem María var voða mikið að spjalla við....t+okst svo á endanum að henda liðinu út um 7:30 og fór þá að sofa....hepppin
Var ekki hressasta manneskjan á svæðinu daginn eftir en lifði af....fór með Ester á skautaeftir að hafa bundið fyrir augun á henni og keyrt yfir nokkra krakka komst ég á leiðarenda með hana ;) vorum ekkert smá lukkulegar með það að vera eins og hauslausir jólasveinar á svelli . Fórum svo heim til mín, lögðum okkur í 1.5 klt og fórum svo í smáralindina á subway (3.skiptið hjá mér á 2 dögum) og í bíó á Cheaper by the dozen...nokkuð góð mynd, gátum alveg hlegið af henni.....vorum orðnar svolítið lúnnar en forum aftur heim til mín að horfa á johnny depp og orlando bloom.....grrrrr....Ester fór reyndar áður en myndin var hálfnuð því við vorum báðar að leka niður....Ester flaug svo vestur fyrir fjalla um hádegið og ég fór að vinna kl.14 og þar með lauk helginni....og mjög vel heppnuð helgi það var fyrir utan afskiptasemina í nokkrum vinkonum.....

mánudagur, mars 08, 2004

Helgin mikla

Jæja þá fer að líða að því.....Ester kemur í bæinn....kemur með 10 fluginu á fös og þá verður sko glatt á hjalla í koti mínu ;)
Hér er palnið, það er ekki beisið,
við dettum í'ða og tökum pleisið
En án gríns þá ætlum við að fara út að borða á Lauga-ás, flottasta staðnum í bænum, og svo förum við á Grease sem er sýnt í Borgaleikhúsinu sem er bara hinumegin við götuna frá mér ;) Heppnar...
Svo verður bara trallað fram á nótt og dag og svo eitthvað sniðugt gert á laug (það er leyndó (er reyndar ekki alveg búin að setja saman dagskrá) ) og svo aftur trallað um kvöldið (systur munu drekka!!!) í stuttu máli sagt: Það verður fjör hjá stöllum :D
annars er ég bara búin að vera vinna og þarf líklega að taka mér smá frí á næstu dögum því stelpurnar skulda mér nokkrum vöktum....heppin... mamma og pabbi eru að koma heim á morgun og ég ætla aðeins að taka til í bílnum og fylla hann af bensíni (bara að grínast pabbi set á hann dísel ;) )og sæki þau svo á kefl á morgun.....
nema hvað ætla að fara að gera eitthvað að viti....nei hvern er ég að plata...ég geri aldrei neitt af viti ;p
heyrumst

föstudagur, mars 05, 2004

Orlandi vs. Colin

ok ég á sem sagt ekkert líf!!! Tók prófið aftur just for fun og viti menn fékk þá orlando bloom. Hafði reyndar prófað einu sinni áður en ég fékk Colin og fékk þá Orlando líka og svo var ég að profa á annari síðu (maður verður húkt á þessum prófum!!!) og þá var sem sagt "my celeb soul mate a cutie like orlando bloom" síðan er hér þannig staðan er 2-0 fyrir orlando en colin er bara svo geðveikt flottur!!! Ég veit giftist orlando en held við colin!! Nei öfugt giftist colin en held við orlando...eða hvað finnst ykkur...perósnuleg finnst mér ég verð að eignast eitthvað líf annað en bjór ;0)
ætla að hafa myndirnar upp í smá tíma þanngað til ég læri að setja einhverjar myndir af mér eða einhverjum sem ég virkilega þekki ;) en þanngað til njótið vel...i know i will ;)

You are going to Marry Colin Farell. He is crazy
and often drunk, but he is capable of being
sweet. He is very mysterious and cute.
Congrats!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Will Turner is the caring young man from pirates of the caribbean. he will adore you till the day that he dies
You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, mars 02, 2004

Karlmenn ömurlegir farþegar

Fór á kaffihús með 2 gaurum í gær sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema ég keyrði......það er ekkert meira pirrandi og kemur manni í versta skap af öllu er þegar maður situr í bíl með 2 gaurum og þeir eru að segja manni til alla helvítis leiðina...."farður hérna....ekki skipta um akgrein.......hefðir ekki átt að gera þetta.....þetta er miklu lengri leið....." VERÐUR MAÐUR ARGUR!!??!! Svo voru þeir eitthvað að bauna á mig fyrir að hafa ekki tekið bílastæðið sem var næst þeim heldur á bílaplaninu sem var í mesta lagi 500m metrum í burtu....ÓÓÓÓÓÓÓNEI ÞVÍ LÍK HÖRMUNG AÐ ÞURFA LABBA ALLA ÞESS ANDSKOTANS LEIÐ!!!!! að eina sem kom í veg fyrir að ég geldi þá báða (hefði gert það samviskulaust....þær eru frændur og ég hefði gert heiminum greiða!!!) var það að ester hringdi í mig á þessu "leggja bílnum" tímabili og kom mér í gott skap :) ta luv, really needed that :0)
annars er það af henni að frétta er að húna ætlar að koma hingað í stórborgina reykjavík og við ætlum að skvísast...fara í leikhús og hingað og þanngað og margt fleira....girlsnight out!!!!

jæaj varð bara að koma þessum pirringi með þessi helvítist karlrembusvín og hálvitum (eru by the way frændur) frá mér....vil ekki heyra á gestabókinni að karlmenn séu betri ökumenn því þeir eru svo ömurlegir farþegar að þeir ættu ekki að fá að setjast upp í bíla....hey góð hugmynd þarna!!! Karlmenn fara í strætó og konur keyra einkabílum...ímyndið ykkur hvað árekstra-, hraðaksturs-, og ölvunaraksturtíðnin mundi snarlækka!!!! segjum það karlar í strætó og konur keyra rest......love it!!!
heyumst

mánudagur, mars 01, 2004

tæpum mánuði seinna er ég loksins komin með íbúðin í nokkurt stand komin með síma og netið og get farið að leika mér útí eitt...Lóa ko til mín á laugardaginn og hjálpaði mér að setja dótið á rétta staði....Takk fyrir það ´Lóa :) hún fékk líka bjór og mat fyrir og tiramisu ostatertu sem Binni á Laugaás gaf mér....Takk fyrir það Binni hann fékk líka knús á sunnudeginum :)
en annars er lífið bara að ganga sinn vana gang hér í "stórborginni" reykjavík. Það er líka komið nýtt kortatímabil í dag og þá fer ég að versla....ætla að kaupa mér matarsidka....ekki hægt að borða af skurðabrettinu lengur ;)
sem sagt....íbúðin er sæt...ég er sæt....vinnan er sæt.....og útborgunardagur á morgun sem er sweeeeeet.....
Thats all folks.....

mánudagur, febrúar 02, 2004

Ekki slæmt þetta að giftast Colin Farell ;)
en hér á jörðinni er ég að flytja í litla og sæta íbúð í dag um leið og ég er búin að pakka niður og kaupa þennann frábæra sófa.....whish me luck!!!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Vinna og íbúð....

ok svo skólinn gekk ekki alveg upp en það er ekki heimsendir :)
ég er komin með vinnu á rosalega flottum veitngarstað sem borgar vel :) og svo í kvöld fékk ég íbúð fyrir mig aaaaaaaaaaaaaaaaaleina.....lítil og sæt stúdíó íbúð með eldhúskrók og baði. Mun að öllum líkindum flytja inn á mánudagi(mundi gera það fyrr, en er að vinna svolítið mikið á helginni) þanngi litla stelpan er orðin stór og sterk og sjálfstæð....svo hringdi matti í köfun í mig í kvöl (vá mikið á í-um) og var að útlista svona hinu og þessu í sambandi við köfunina fyrir mér....nú er ekkert annað að gera en að koma sér fyrir og kynnast þessu fólki og fara að kafa...get ekki beðið :)
bið að heisla í bili....
heyrumst á nýjum stað í nýjum mánuði
kv
Apríl Eik