miðvikudagur, mars 31, 2004

1. apríl (með litlu a-i)

jæja eftir klukkutæima u.þ.b. hefst mánuðurinn minn.....apríl.....4.mánður ársins....veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að ganga?? Vil ekki vera að gera mikið úr nafninu (hef eiginlega aldrei viljað það, hvort sem þið trúið því eða ekki) en ég fír sem sagt á djamm síðastliðin föstudag og fékk að heyra allavega 3svar sinnum sem ég man eftir (viðurkenni að ég man ekki alveg eftir öllu kvöldinu ;) ) þar sem ég var kynnt að sjálfsögðu sem Apríl og fólk sagði mér að þetta væri rosalega fallegt nafn (mótmæli því svo sem ekki ) og þetta væri næsti mánuður...skemmtilega tilviljun!!!! Það sem ég er að reyna að æla útúr mér (á eitthvað erfitt með að tjá mig....taka tjáningu aftur?? held ekki...) mig virkilega langar ekki til að segja fólki á djamminu að ég heiti Apríl (þetta er bara almennt) og hvað þá í mánuði sem heitir líka apríl...en hvað er ég að kvarta...það er fólk þarna úti sem á meira bágt en ég....og við öll líklega t.d. fólk sem hefur ekki aðgang að neti til að tjá sig (eða reyna það) um eitthvað sem skiptir engu máli eins og til dæmis nafnið mitt!!! en ekki láta mig byrja á ef ég slysast til að segja að ég heiti Apríl Eik!!!! Þá fýkur nú í flest skjól!!!! jæja ég ætla að hætta þessu....apríl mánuður verður ekki svona asnalegur eins og ég geri ráð fyrir, það á eftir að komi fyrir að einhvejrum finnst rosalega gaman að hitta stelpu í apríl sem heitir Apríl, en ég er stolt af nafninu mínu og mundi ekki vilja skipta því fyrir neitt annað nafn!!!!!
Takk mamma og pabbi fyrir ótrúlegt ímyndunarafl og frumleg heit í nafngiftum á litlu stelpunni ykkar, Apríl Eik..... ;)

ps.
Vissu þið að Eikinn laufgast í Apríl?!?!?!

Engin ummæli: