miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Hann Sæli er látinn

Hann fékk loksins hvíldina langþráðu.
Hann var ein vingjarnlegasti og þekktasti róni Ísafjarðar og setti sinn svip á bæinn. Hann hét Sigurður, kallaður Siggi sæli eða bara Sæli því hann heilsaði öllum með "sæll/sæl" hvort sem hann þekkti viðkomandi eða ekki. Alltaf var hann með sígarettu í hendinni og alltaf var það bara stubbur, og svo labbaði hann bæinn fram og til baka á snigilshraða og alltaf hélt maður að hann mundi nú fara að hrökkva upp af....þetta var fyrir svona 10 -15 árum.
Loks fór hann á elliheimilið Hlíf og hvarf af götum bæjarins. Gekk sú saga lengi að hann væri látinn og hefur sú saga skotið upp kollinum með reglulegu millibili síðan.
Ég og Bryngerður ákváðum einhvern tíman þegar sagan gekk um bæinn að Sæli væri látinn að við mundum mæta í jarðaförina þó við þekktum hann ekki neitt. Við komumst nú líkalega hvorugar en alveg er ég vissum að kirkjan verði frekar full heldur en tóm, því þótt Sæli átti engin börn, né systkyn hans, sem eru að ég held líka látinn, þá þekktu hann allir (alla vega mín kynslóð og upp úr) og vilja flestir mæta og votta þessum manni virðingu sína.
Hann verður jarðsunginn á morgun kl.13

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Éttann sjálfur

ég hef aldrei verið sammála Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra en það sem hann segir í lokinn er ég sammála, tillaga að kosningum er sett til að koma illu af stað en ekki til að sætta þjóðina....

föstudagur, nóvember 21, 2008

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Það er erfitt að vera kona...

Fékk þessa "sögu" senda í tpósti og gott ef maður hefur ekki heyrt allar þessar ráðleggingar...get ekki sagt að ég hafi farið eftir þessu öllu saman...

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og
einn banana til að fá kalíum

Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er
náttúrulega allra meina bót.

Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem
tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem
enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag
mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.

Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og
drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red
Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá
búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar
heilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,
fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað
sinnum.
Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á
dag að borða.

Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.

Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta
; á eftir banananum, tannbursta ...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma
tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,
því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,
tennurnar...

Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem
fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár
stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann
daginn.

Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki
gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að
fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15
mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).

Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að
vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í
frí.

Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.


Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera
frumlegt og skapandi . Þetta tekur sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki um
tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir
hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í
sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!


Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á
þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til
dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig
lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með
tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með
makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú
burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?

Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!

Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að
halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með
jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á
vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt
hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,
bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég
ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á
klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.

Ef ég er senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt
fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Raunveruleiki lífsin

Eftir helgi kemur mánudagur með allri sinni...gleði?!?...held ekki...
Alla vega....laugardagurinn var meiriháttar í alla staðinn. Binni fór út í bakarí og keypti handa mér morgunmat og rós í rúmið, sem er bara næs. Með rósinni var lítill pakki því lyklakippan mín er orðin eitthvað druslulega þannig hann keypti nýja, það er lítill plastkuppur sem er búið að skera sporðdrekamerkið í (þið vitið hvernig þetta er, fæst í öllum blómabúðum). Þetta á að vera litla gjöfin, honum fannst ekki nóg að bjóða mér út að borða og í leikhús, og stóra gjöfin kemur með honum frá Tælandi (hann er að fara innan við mánuð!!!!)
Ásta og Gunni fóru svo með okkur, maturinn á Laugaás var bara meiriháttar og leikritið sko ekki síður, Vestrið eina. Ef þið eru að fara í leikhús á næstunni og langar á einhverja kolbikasvarta kómedíu þá mæli ég með þessari. Þröstur Leó og gaurinn sem lékk kærasta Silvíu Nóttar (greyið mun aldrei vera þekktur sem neitt annað) sýndu meiriháttar takta!!!
Eftir leikhúsið fóru Ásta og Gunni heim en skutluðu okkur á Fjörukránna til Júlla bróðir og Sollu, þau voru í óvissuferð með vinnunni hans Júlla. Vorum á Fjörukránni í stutta stund og tókum svo rútu í bæinn sem er ekki frásögu færandi nema við vorum 4!!!!!!!!!!! í rútinni.
Fórum svo á frekar óhefðbundinn stað...alla vega bjóst ég ekki við að fara þanngað inn nokkurn tímann en við fórum inn á Óðal!!! og viti menn...það var bara alls ekki svo slæmt...jújú það voru einhverjir stripparar þarna en ég gat ekki séð að þær væru mikið minna klæddar en sumar stelpur á djamminu (og fá ekki borgað fyrir það). Óðal fékk samt prik í kladdann hjá mér fyrir tvennt....eiginlega þrennt....ég fékk skot í tilefni afmælisins :o) og barþjónarnir sungu fyrir mig afmælissönginn, samt bara eftir að Solla var búin að biðja þá nokkru sinnum og svo í þriðja lagi þá gat ég farið úr skónum og labbað berfætt á teppinu...það er ekki hægt á mörgum stöðum í bænum!!!! en já þetta var svolítið spes....

Við fórum svo á bæjarins bestur þar sem Binni fékk sér pulsu við hin fengum okkur Hlölla og haldið heim á leið, vorum komin um 4 leitið.

Gærdagurinn fór svo í lítið annað en hausverk og lærdóm fyrir prófið sem ég er að fara í núna á netinu. Var líka í verknámi í morgun og er að fara að drekkja mér í verkefnum áður en ég fer að drekkja mér í próflestri...15.des ætla ég að drekkja mér í áfengi (1 hvítvínsglas mun líklega duga)

Bið að heilsa þar til einhvern tíman seinna....

kv.
Apríl Eik

laugardagur, nóvember 15, 2008

15.nóvember 2008

Þá er ég orðin 26 ára gömul...
Ég man þegar ég var yngri þá hafði ég reiknað út á hvaða vikudegi ég yrði 25 ára, var ekkert voðalega sátt við að verða 25 á fimtudegi en svo sá ég að ég yrði 26 á laugardegi og hafði hugsa til þess að það yrðis sko haldið partý!!!!
en nei...partýið var í fyrra og í staðinn fyrir að fara á eitthvað massa fyllerí í ár, þar sem afmælisdagurinn lendir á laugardegi, verð ég heima að læra og gera verkefni og spara útaf kreppunni...ekki beint 26 ára afmælisdagurinn sem ég var búin að sjá fyrir mér hérna 8 ára gömul.
Segi nú samt ekki að það verði ekkert gert í kvöld. Ég, Binni, Ásta og Gunni ætlum út að borða (Lauga ás) og í leikhús (Vestrið eina) og svo ætlum við kannski að hitta Júlla bróðir og Sollu á eftir. Ég ætla nú samt bara að vera róleg og hafa hausinn í lagi á morgun því bækurnar og verkerfnin fara ekkert, og gera þau sig eða lesa sig sjálf.

Mánudaginn er svo 3. og síðasta prófið í Greingingu hjúkrunarviðfangsefna og er ég að reyna að lesa samhliða því og gera gera verkefnin. Ég er líka byrjuð í verknámi þannig það er alveg nóg að gera hjá mér næstu vikurnar. Ætla samt að gefa mér tíma í að fara á Bond með mömmu og pabba og Binna....það er náttúrulega bara möst :o)

jæja
Binni þurfti "að skreppa aðeins út", mig grunar að hann komi til baka með bakkelsi úr bakaríinu ;o)

Þetta verður góður dagur þrátt fyrir snjóinn og vindinn (ætlaði að fara í pilsi og háhæluðum skóm í kvöld...sjáum hvað nokkrir kokteilar gera fyrir mann)

heyrumst...

föstudagur, nóvember 07, 2008

Verknám

Þá er komið að því...ég byrja í verknámi á þriðjudaginn á hjarta og lungnaskurðdeil 12-E.
Ég er bara nokkuð spennt, vorum að æfa okkur í að setja upp æðaleggi og tókst mér bara nokkuð vel. Stelpan sem átti að setja upp hjá mér tókst ekki alveg eins vel mér og þurfti að fá annað tilraunardýr og tókst þá í 1. tilraun.
Ég er að fara á næturvakt núna og ætla að taka lífeðlisfræðina með mér....sjáum til með hversu mikið kemst fyrir í hausnum á manni á föstudagsnótt. Verð samt að viðurkenna að mig langaði lúmskt í bjór í kvöld eeeeeen það verður bara að bíða þar til annað kvöld.
Jæja...
Ég verð að fara og hafa mig til fyrir nóttina og koma mér niðureftir....aftur....
gaman að segja frá því þá skráði ég mig á aukavakt í kvöld og ætlaði að taka 2falda vakt en þá hafði því verið breytt einhvern vegin og ég ekki þurft að mæta....en var samt ekki látin vita....var ekkert smá pirruð þegar ég kom heim aftur

en það þýðir ekki að syrgja það og verð bara að mæta aftur eins og ekkert sé ;o)
bið að heilsa ykkur í bili

kv.
Apríl Eik