laugardagur, nóvember 15, 2008

15.nóvember 2008

Þá er ég orðin 26 ára gömul...
Ég man þegar ég var yngri þá hafði ég reiknað út á hvaða vikudegi ég yrði 25 ára, var ekkert voðalega sátt við að verða 25 á fimtudegi en svo sá ég að ég yrði 26 á laugardegi og hafði hugsa til þess að það yrðis sko haldið partý!!!!
en nei...partýið var í fyrra og í staðinn fyrir að fara á eitthvað massa fyllerí í ár, þar sem afmælisdagurinn lendir á laugardegi, verð ég heima að læra og gera verkefni og spara útaf kreppunni...ekki beint 26 ára afmælisdagurinn sem ég var búin að sjá fyrir mér hérna 8 ára gömul.
Segi nú samt ekki að það verði ekkert gert í kvöld. Ég, Binni, Ásta og Gunni ætlum út að borða (Lauga ás) og í leikhús (Vestrið eina) og svo ætlum við kannski að hitta Júlla bróðir og Sollu á eftir. Ég ætla nú samt bara að vera róleg og hafa hausinn í lagi á morgun því bækurnar og verkerfnin fara ekkert, og gera þau sig eða lesa sig sjálf.

Mánudaginn er svo 3. og síðasta prófið í Greingingu hjúkrunarviðfangsefna og er ég að reyna að lesa samhliða því og gera gera verkefnin. Ég er líka byrjuð í verknámi þannig það er alveg nóg að gera hjá mér næstu vikurnar. Ætla samt að gefa mér tíma í að fara á Bond með mömmu og pabba og Binna....það er náttúrulega bara möst :o)

jæja
Binni þurfti "að skreppa aðeins út", mig grunar að hann komi til baka með bakkelsi úr bakaríinu ;o)

Þetta verður góður dagur þrátt fyrir snjóinn og vindinn (ætlaði að fara í pilsi og háhæluðum skóm í kvöld...sjáum hvað nokkrir kokteilar gera fyrir mann)

heyrumst...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með laugardaginn gamla - vona að þið hafið skemmt ykkur vel öllsömul :D

Nafnlaus sagði...

Og kom hann með bakkelsi?

April sagði...

játs...hann kom sko með bakkelsi þessi elska, með rós og litlum pakka. Alvöru pakkinn kemur svo með honum frá Tælandi :o)