föstudagur, apríl 25, 2003

jæja
ég fór til Gróu og viti menn...ég fékk vinnu...aðsjálfsögðu ;0)
er bara að byrja hægt og rólega og taka nokkrar vaktir til að byrja með og svo ´byrja ég af fullum krafti eftir helgina (í maí sem sagt) en ég er búin að taka ákvörðun.....ég ætla í háskólann næsta vetur og vitiði hvað verður líklega fyrir valinu....hjúkrunarfræði!!! Þið sáuð þetta ekki fyrir :0) en ég er samt ekki búin að ákveða alveg....það er úrtökupróf í desember í hjúrkun en líffræðin er miklu erfiðari en þarf bara að ná þar til að komast áfram....þetta er erfitt val en núna í þessari vikur er ég hliðholl hjúkkunni (eins og mamma) en þarf að athuga þetta betur hringja í háskólann sðurjast fyriri o s. fr. en núna held ég að nýji ísskápurinn er að koma þannig ég verð að fara
heyrumst seinna

mánudagur, apríl 21, 2003

Páskahelgin
Þá er páskahelgin liðin og hið daglega líf tekur við. Ég er en að vinna í því að taka upp úr töskunum og svoleiðis og svo á morguna ætla ég að hitta Gróu og tékka með vinnu, get ekki ímyndað mér annað en hún taki mér vel ;0) alla vena vona það...það var mjög gaman hjá mér núna um helgina að fara að djamma með bryn og öllu liðinu. Fór með Bryn á laugardaginn bara við 2 enginn kall og ekekrt svoleiðis....þega við vorum komnar á staðin liggur einstefnu skilti á jörðinni og við sáum okkur leik á borði og földum skiltið og ætluðum að taka það með okkur heim eftir ball.....við földum það vel á bakvið runna en þegar við komum út aftur var búið að taka skiltið okkar....við fundum ekki sökudólginn....:0(svo var ég bara edrú og keyrandi í gær sem er líka gaman því þá er maður að hlægja af öllu fulla fólkinu...fulla og vitlausa fólkinu....það komu nokkru sinnum næstum því slagsmál en ekkert af viti, ég var barin í öxlina (af strák sem var að vinna með mér á pizza þannig það var allt í góðu) en ég barði hann síðan muna fasta, eiginlega fastar en ég ætlaði...úpps!! en allt í lagi með það....svo í kvöld ætla ég að fara á Söngvarseið (Sound of Music) og kannski hitti ég Esteri vinkonu mína er hún er búin að vera á kafi í þessu síðan ég kom og er bara búin að hitta hana einu sinni....maður hefði haldi að hún yrði ánægð!!!! en neinei við ætlum að elda mat hjá henni á morgun og spjalla um Skotland....jæja nóg í bili.....látið heyra í ykkur...;0)

laugardagur, apríl 19, 2003

Jæja þá er ég loksins heimheimheim...alla leiðina á ísó og hitta allt liðið eða svona flest allt......það er ENGINN snjór og þetta er ekki bara hérna á ísafirði heldur líka á Akureyri þar sem þeir frestuð Andrésar Andar leikunum og þá er nú fokið í flest skjól.....hérna heim var reynt að færa skíðavikuna upp á fjöll en það er bara ekki alveg það sama....svo voru þeir nokkuð sniðugir og fóru á fjall náðu í ég veit ekki hvað mikið af snjó og skópluðu því öllu á aðalgötu bæarins....á íslensku kallast þetta að redda sér!!!! það var haldið eitthvað gönguskíðamót eða eitthvað......var enn þá í rvk þegar þetta gerðist þannig ég sá það ekki með eigin augum......en jæja núna er maður vinna í því að snúa klukkunni við en gengur ekkert rosalega auðveldlega því ég er enn að fara að sofa um 10-11 leitið að ykkar tíma og vakna um 7-8......þetta reddast ;0)
verð að þjóta núna....heyrumst seinna

miðvikudagur, apríl 16, 2003

HEEEEEEEEEEEEEEEEIM
Jæja þá er ég komin heim á klakann, samt ekki alveg heimheim...kemst þanngað á morgun....jibbí!!!
Flugið gekk vel, fór fyrst til Chicago (3,5 klt beið þar í 1 klt), þaðan til Boltimor (beið þar svo í 2,5 klt) og svo frá Boltimor til Ísland í 5,5 klt þannig þetta var svolítið langt og þreytandi ferðalag....best var samt í vélinni heim þá voru svo fáir að þeir sem ferðurust einir fengu heila röð fyrir sig (3 sæti) og þannig ekkert mál bara að fá sér teppi og leggjast niður og fara að lúlla (ekki að maður svaf neitt rosalega mikið en betur en upp réttur)....

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Klukkan er núna 5 að morgni þriðjudags og ég er að leggja af stað út á flugvöll....ég verð komin heim ca. kl.22:30 eða (23:30) á Californískum tíma......
hlakka til að hitta ykkur öll....
Ég er að koma heim...

sunnudagur, apríl 13, 2003

Hey gleymdi einu.....ég fór og náði í köfunarskírteinið mitt á föstudaginn.....ógeðslega kúl, með mynd og öllu....ætla að hafa það í veskinu EF ég skildi þurfa að fara að kafa allt í einu ;0) Skáti er ávallt viðbúinn...
Verslunarferð
Þetta var sko engin smá verslunarferð....ég kaypti mér 2x gallabuxur í GAP, eitt gallapils (ekki í GAP), 2x boli, einn síðerma, brjóstahaldara í Victoria's Secret og fimm nærbuxur þaðan og svo annað G-SHOCK úr eiginlega alveg eins og það gamla bara nýrri gerð.......og á samt slatta af pening.......;0)
En eftir leiðangurinn fór ég og Heiðdís í bíó á Phone Booth með Colin Farrle og hún er ótrúlega góð...gerist bara í símaklefa í N.Y. og Colin Farrel er meiriháttar, ógeðslega flottur :0) svo eftir þessa mynd langaði okkur líka til að sjá Bringing Down the House......nema hvað hún var sýnd 1 1/2 klt eftir hinni þannig okkur datt í hug að hún væri líka sýnd í bíóinu sem ég fer alltaf í í San Jose. Við keyrðum þanngað en vorum á 101 og þurftum að fara yfir á 280, tvisvar misstum við af afleggjaranum á 280 en hafðist í 3. tilraun, svo komum við í bíóið í S.J. og viti menn......hún er ekki sýnd og háltími þanngað til hún er sýnd í Mountain Veiw.....við lögðum s.s. aftur af stað á 280 til að fara í Mountain Veiw en fórum af 280 of snemma þannig við þurftum að fara aftur inná og halda aðeins áfram.....best af öllu var að við höfðum drukkið svo mikið kók á Phone Booth að við vorum báðar komnar á síðasta séns......en við náðum bæði að komast á klósettið og á myndina, samt 1 1/2 klt og við misstum næstum því af henni!!!!
En núna er ég að vinna í því að pakka niður, það reynist aðeins erfiðara en ég hélt því ég keypti svo mikið af fötum í gær að ég þarf líklega að steyp í töskurnar.......svo lengi sem þær fara ekki yfir 50 pund (ca. 25 kg) þá ætti ég að vera í lagi.....ótrúlegt dót sem safnast fyriri hjá manni!!!! En nóg í biliég ætla að halda áfram að múra ofan í töskuna......þetta var ekki svona erfitt þegar ég var að koma út!!!!! Skil þetta bara ekki......:0?

föstudagur, apríl 11, 2003

Hawaii frh
Jæja þá er ég komin heim Cupertino.....hálfnuð leið þá hafin er ;ö)
en Hawaii var frábær . Síðustu nóttinu fengu Addý og Dan hótelherbergi til að geyma farangurinn því fæugið var kl.23:00 á fim. en við þurftum að yfirgefa staðin kl:10:00 og ég og Addý og Mekkin ætluðum að fara á kajak og snorkla ("snorkling" veit ekkert gott ísl. orð yfir þetta) sem byrjaði kl.06:00 á fimtudegi...nema hvað um kvöldið fara þau tvö á hótelherbergið og fá sér kvöldmat þar og á meðan var ég að passa krakkana svo komu þau heim rétt yfir tíu og ég svaf á hótelinu ALEIN síðustu nóttina, sem var alveg himneskt, kingsize og allt!!!! Svo fimtudaginn eftir kajaktúrinn vorum við bara að hanga á sundlaugarbakkanum hjá hótelinu og ströndinni, það var alveg rosalegur öldugangur og ekki fyrir hvern mann að leika sér í (samt var heill hellingur af krökkum þarn og ég ;0) ) Svo var öllu komið í töskur og út á flugvöll kl.20:00 og vorum að lenda núna fyrir svoan klt. ég er búin að tína öllu tímaskyni því ég eyðilagði 4ára G-SHOCK klukkuna mína í snorklinu (kominn tími til að fá sér nýja) Það var líka alveg ótrúlega gaman að snorkla, sérstaklega ef maður fer alminnilega í kaf því það er lúmskt hvað maður getur verið lengi að svamla um í kafi, þarf samt að "ofanda" 3-4 til að losa líkamann vip sem mestan koltvísýring, fylla lungun af lofti og niður, svo meðan maður er í kafi er bara að passa sig á því að gefa frá sér alltaf smá streymi af loftbólum sérstaklega á leiðinni upp (mikilvægasta reglan í köfun, ALDREI að halda í sér andanum!!!!) og aldrei fara hraðar en loftbólurnar á leiðinni upp (sko....það síaðist eitthvað inn!!!! ) En núna er illa sofin, og fara að huga að því að pakka niður í stóru ferðatöskuna.....gvöðminnalmattugur, ég er að koma heim.......

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Hawaii
vá hvað Hawaii er búin að vera frábær......ég er búin að fara að kafa, brimbretti, hjólreiðatúr niður 10.000 feta hátt fjall (Haleakala) og það var ótrúlega eins og heima á Íslandi...alla vena efst á topnum.....en þetta er búið að vera frábær ferð og svo á morgun erum við stelpurnar að fara í kajakferð og skoða hvali ef það verður hægt. Við fórum öll svo í sólsetursferð í gærkvöldi og sáum heila helling af hvölum, ég náðu fullt af myndum á stóru myndavélina mín (ekki hægt að kalla hana Sony myndavéina því núna á ég tvær) vona bara að þær komi nokkuð vel út....svo annað kvöld fljúgum við héðan til Kaliforníu, ég bíst við því að ég verði að vinna hjá Addý á föstudagin og svo verð ég að pakka niður á lau og sun, ætla að reyna að frara í smá verslunarleiðangur á lau og kaupa eitthvað handa fólkinu heima.......en nóg íð bili, Hawaii er paradís í suðri en jafnast ekkert á við paradísina í norðri (ég er komin með fáránlega heimþrá......bara af því að vera hérna á Hawaii!!!!)
Alla vena sjáumst í næstu viku :0)