fimmtudagur, desember 29, 2005

Jolablogg

Jæja þetta var svo gott að vera hjá mömmu og pabba á jólunum með binna....við höfðum það ekkert smá gott og stjanað alveg við okkur allan sólahringinn...og hvað fékk maður svo í jólagjöf.....svona fljótt upp talið fékk ég Issy Myaki (held það sé skrifað svona) frá Júlla og familiu, frá þeim fengum við líka bolla sem var búið að mála á Apríl Eik og á hinn Binni, þannig við eigum merkta bolla frá Sonju Mist og Eydísi Völu. Frá Róberti bróði fékk ég (og Binni) La Coste (held líka það sé skrifað svona) og myndina Voksne Menneske, takk fyrir það, frá Ingu systir hans Binna og fjölsk fengum við Tivoli Audio Model one (mæli með því að þið flettið því upp á netinu...gegt flott útvarp) fengum kisu glös frá Emmu og mjög flottan leir kertastjaka. Ester gaf mér Kronks new groove, glos og sápu frá body shop. Svo fengum við Binni sitthvora lopapeysuna frá mömmu og pabba sem við erum ótrúlega sæt saman í...fékk líka frá m&p bókina Myndin af pabba – saga Thelmu, þetta er virkilega hryllileg bók sem maður verður að lesa, þetta er ekki spurning um þola óhugnað eða ekki, maður verður bara að gera það þó væri ekki nema af því hún fór í gegnum það að skrifa hana....nóg um það í bili. Ég var svo búin að lofa Binna að ég mundi opna gjöfina hans síðast sem ég gerði...næstum því.....hann gaf mér Canon IXUSi!!!! Sem er bara rugl flott myndavél!!!! Til að gera þetta allt saman mikið skemmtilegra og mig meira kjaftstopp (já ég veit, en ég kom ekki upp orði!!!) Þá gáfu m&p mér 3 daga ljósmyndunarnámskeið fyrir stafrænarmyndavélar!!!!! Og þeir tvei (pabbi og Binni) voru ekkert búnnir að plana eitt né neitt.....þannig ég er að fara á ljósmyndunarnámskeið, láta gamlan draum rætast ;o)
Eftir allt pakkaflóðið var tekið í smá spil og það er svona nokkurn vegin það sem var gert heima...það var étið – sofið – spilað einmitt eins og jólin eiga að vera :oD
Svo var áætlað að fara heima 27.12 en það var ófært nema fyrir 1 vél þannig við áttum forgang 28.12 en þá var öllu flugi aflýst sem var frekar svart fyrir okkur þar sem ég er að fara að vinna á morgun og Binni á fös og við eigum eftir að kaupa áramóta matinn og dótið og ég veit ekki hvað og hvað....
M&p, þetta yndislega fólk, lánuðu okkur subaruinn til að keyra suður....sem vær ágætis hugmynd til að byrja með en þegar við vorum að koma frá Súðavík (næsti bær við Ísafjörð) var okkur ekki farið að lítast á blikuna þar sem var MJÖG erfitt að sjá milli stikanna að sé ekki minnst á vindinn sem lét aðeins heyra í sér....en til að hafa hugsanlega langa sögu stutta þá komumst við á leiðarenda heil á húfi og núna með 2 bíla til umráða þar til mamma kemur í feb ;o)
Ætla að fara að leika mér aðeins við að setja nýja canon forritið í tölvuna....
Ef ég skrifa ekkert fyrir áramót (sem ég skil ekki alveg af hverju ég er að standa í þessu því það virðist bara vera ein manneskja sem les þetta, hún Una!!)
Þá bara Gleðilegt ár...

þriðjudagur, desember 20, 2005

Eiginnafnið Apríl

hérna er komin úrskurður mannanafnanefndar (hata þetta orð) fyrir eiginnafnið Apríl sem var kveðinn upp 25.nóv, sem sagt þetta er ekki mín umsókn sem er verið að hafna en verður líklega eitthvað á þessa leið

mál nr. 110/2005


Eiginnafn: Apríl (kvk.)



Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:




Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.



Eiginnafnið Apríl tekur ekki íslenska eignarfallsendingu (Apríl) og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Það telst því ekki uppfylla ákvæði áðurgreindrar lagagreinar. Enn fremur hefur samnafnið apríl, sem er erlent tökuorð, unnið sér hefð sem karlkynsorð en ekki kvenkynsorð í íslensku máli.



Þess skal að lokum getið að mannanafnanefnd hefur a.m.k. fimm sinnum hafnað eigin-nafninu Apríl á liðnum árum með úrskurðum nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og hefur ekkert nýtt komið fram sem réttlætir samþykki nafnsins.



er það bara ég eða er svolítill pirringur í röddinni, eins og þau séu að segja "hættiði að sækja um þetta nafn, við erum ekkert að fara að samþykkja það!!!"

Fann líka smá grein á mbl.is um þennan sama úrskurð

Nicolas heimilað en Apríl hafnað
Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að nöfnin Bergrán, Nicolas og Aðaldís skyldu færð í mannanafnaskrá, en hafnaði nöfnunum Apríl, Engifer og Liam. Yfir 100 beiðnir hafa borist til nefndarinnar á árinu.
Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nafnið Nicolas þyki hafa áunnið sér hefð í samræmi við lög um mannanöfn, auk þess sem það taki íslenska eignarfallsendingu, og var það því samþykkt. Nöfnin Aðaldís og Bergrán þóttu einnig uppfylla öll skilyrði, og voru samþykkt. Auk þess var nafnið Gabriel samþykkt sem ritmynd nafnsins Gabríel.
Nafninu Apríl var hafnað á þeim grundvelli að það tæki ekki íslenska eignarfallsendingu, og hefði ekki unnið sér hefð í íslensku máli, og nafnið Liam þótti ekki ritað í samræmi við íslenskar ritreglur.
Engifer eða Engilfer?Sótt var um nafnið Engifer á þeim grundvelli að það væri svipað og nafnið Kristófer, nema hvað í stað Krists kæmi orðið engill. Telur mannanafnanefnd í úrskurði sínum að hér gæti annað hvort misskilnings af hálfu úrskurðarbeiðanda, eða umsóknin sé ekki sett fram í alvöru, enda ætti nafnið að vera Engilfer til að þessi rök ættu við. Orðið engifer sé hins vegar nafn á grænmetis- og kryddtegund og gæti orðið nafnbera til ama. Því var beiðni um að það yrði samþykkt sem mannsnafn hafnað.

takk kærlega fyrir mig....

laugardagur, desember 17, 2005

Mannanafnanefnd here i come

jæja þá er ég búin að fylla út eyðublað fyrir samþykki á nafni. Tók smá tíma en heppnaðist, bíst ekki við því að þeir samþykkji neitt af því sem ég sótti um en þetta er byrjunin ;o)
vildi bara koma þessu á framfæri
bið ykkur vel að lifa

fimmtudagur, desember 15, 2005

Jólakápan í ár

jæja ég er búin að sjá til þess að ég fari ekki í jólaköttinn í ár...keypti mér geðveikt flott 1950 svarta kasmír ulla kápu í Next í gær. Varð hreinlega sjúk þegar ég sá hana, ester sagði einmitt að hún hafði verið sniðin á mig :o) þannig ég skellti mér bara á hana endan hef ég efni á því ;o)
við erum búin að kaupa jólagjafirnar en eigum eftir að pakka inn (og pakka niður) geri annað hvort í kvöld....og tek smá til og set í vél en annars ekkert jólastress enda verðum við heima á ísó þannig við þurfum ekki að kaupa jólatré, þurfum ekki að baka (gerðum heiðarlega tilraun til þess um daginn en það var hálfglatað) þannig það sem við þurfum að gera er að koma gjöfunum á rétta staði.
Fór á King Kong í gær með Ester og hún er bara nokkuð góð, var reyndar með hvað mestan ógeðshroll sem ég hef fengið þegar öll stóru skordýrin komu og fóru vesenast. Er að fara að losna úr vinnunni núna og ætla heima að pakka inn gjöfinni hans Binna þar sem við vorum svo sniðug að fela gjafirnar í sama skápnum, hann hægra meginn og ég vinstra megin (og búin að lofa að kíkja ekki ;s) )

mánudagur, desember 12, 2005

Jólhlaðborð og jólafrí

Þetta er allt að koma, jólahlaðborðið var á helginni og skemmtu sér allir konunglega þó mismikið alkóhól í blóðinu ;o) fórum að borða í Skálanum í Hveradölum (held að það heiti það) og borðuðum mikið!!! Þá meina ég mikið...svoo var eiginlega bara drukkið og dansað og farið heim með rútunni kl.1. Fólkið hélt áfram niður á classic rock bar en ég fór að hitta kallinn minn hann Binna á players og félaga. Það var voða gaman nema ég var orðin frekar þreytt í fótunum eftir allt danseríið með símanum ;o) gærdeginum var svo eydd upp í sófa að horfa á video og borða burger king. Maginn í mér er í fýlu útí mig eftir helgina þannig ég ætla að borða grænmeti og fisk næstu daga....
en hérna eru myndir sem hann Gutti setti á netið....vona að ég hafi gert þetta rétt ;)

föstudagur, desember 09, 2005

Vá svona mikið....

Það er nú meira hvað það eru margir sem fara á síðuna mína :oS en ég ætla að hafa þetta hérna fyrir neða til öryggis....það er nú bara 2 daga liðnir frá þetta kom inn á...kannski eru fleiri en Una sem skoða síðuna mín!!! Svolítið sorglet að það sé bara ein manneskja sem komentar á bloggið mitt :o(
en nóg af því...
leynivinaleikurinn í fullum gangi og ég er búin að gera mitt í dag, málaði málverk (döööö...) handa vini mínum sem henni finnst bara nokkuð flott....held samt að vinur minn 8sem er að gefa mér) sé betri, hún (held ég viti hver þetta er) sendi mér sms og vefkort á mið, jólabolla með nammi í prinsessupoka í gær og svo í dag sendi hún mér sms "þú átt eitthvað sætt í kassanum og kalt í ísskápnum" og þetta var klt áður en ég kom í vinnuna þannig ég var að deyja úr forvitni, en jæja eins og þetta sé ekki nóg...þá gaf hún mér líka jólapoka mér jólastyttu, jólaskrauti og kinder-jólasveini!!! Ég er nokkuð sátt og búin að senda til hópstjórans míns hvað þetta er góður leynivinur. Á morgun komumst við svo að því hverjir voru vinir okkar á jólahlaðborðinu, svolítið leiðinlegt að mökum er ekki boðið :o( en Gylfi vinur hans Binna ætlar að halda party og svo fara þau á Players þannig ég hitti þau líklega þar, stefni alla vega á það :oD
bið að heilsa í bili....

miðvikudagur, desember 07, 2005

reynum þetta...

Comentaðu með nafninu þínu og...
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

svo verðu spennó að vita hvað margir eru að kíkja á síðuna mína ;o)

laugardagur, desember 03, 2005

Allt að gerast...

jæja
ég var voða sniðug og tók tölvuna með mér í vinnuna til að leika mér með iPODinn minn og viti menn....það er hot spot í vinnunni og ég er að leika mér á netinu í tölvunni minn....núna þarf ég hins vegar bara komast á netið á henni heima hjá mér og fara að taka niður dót.....
annars var kvöldið í gær voð næs eitthvað, Gylfi og Jói kíktu við. Ég að sjálfsögðu hertók tölvuna hans gylfa og sett fullt af tónlist á skrá sem ég ætlaði að setja á iPODinn minn sem gekk svona og svona en ég þarf eiginlega að fá tölvuna hans aftur til að leika mér aðeins meira :oD
Við ætlum svo bara að vera róleg í kvöld og taka video og nammi :)
bið að heilsa í bili


ps.
við settum jólaseríurnar 1.des

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

iPOD

Var að tala við Ásthildi frænku og hún vill endilega að hitta mig í kvöld og láta mig fá iPOD-inn minn....ég er að fá iPOD í kvöld!!!!
skiluru....

mánudagur, nóvember 28, 2005

Harry Potter og mörgæsirnar

það hafðist...ég og Ester drösluðum okkur í bíó á föstudaginn á Harry Potter....ég ætla aftur!!! þrátt fyrir að hafa verið með krónískan kjánahroll fyrir hlé, það er erfitt að vera unglingur ;o)
svo á laugardeginum fór ég með mömmu og pabba að skoða/versla í IKEA, ég var reyndar búin að taka smá forskot á kláraði mitt á föstudeginum, sem var gott því það var pakkað og troðið á laugardeginum og enga kerru að fá...fór svo með pabba í bíó á laugardaginn á Mörgæsirnar, þær eru ekkert smá krúttlegar, mig langar í eina :OD
það var smá skrall á okkur á laugardeginum. Fengu 2 gesti, Gylfa og bróður hans Steina, og vorum að spila 70 mín spilið sem Binni vann. Fórum eftir það á Players og þaðan beint út....bara gamalt fullt fólk.....svipurinn á Gylfa var allt sem segja þyrfti...þannig við drifum okkur út og fórum í bæinn, ætluðum að fara á gaukinn á Jet Black Joe en vegna slæmrar reynslu á gauknum fórum við á nasa á ný dönsk og skemmtum okkur bara mjög vel....fékk að dansa við kallinn minn og allt :o)
maður var hins vegar ekki sá hressasti í gær...tókum war of the worlds sem var ekkert rosalega góð en þá vitum við það allavega ;)
Ásthildur lendir í dag og ég get ekki beiðið með að hitta hana (og fá iPOD-inn) ætla að kaupa jólgjafir handa krökkunum úti og fá hana til að taka með sér til baka....
bið að heilsa ykkur í bili.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ég hata mannanafnanefnd

veit ekki af hverju þetta er að pirra mig núna allt í einu en þetta fann ég á netinu:

Mál nr. 69/2004



Eiginnafn: Nóvember (kk.)



Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Nóvember tekur eignarfallsendingu (Nóvembers) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.



Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nóvember er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Svo fletti ég upp Apríl og fékk þetta:
Drengir
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn drengja.

Stúlkur
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn stúlkna.

Millinöfn
Apríl er ekki á skrá yfir millinöfn.


mér blöskraði nú smá....kannski ég skipta bara yfir í Nóvermber (get þá alla vega svarað játandi þegar ég er spurð hvort ég sé fædd í nóvermber)

Nýtt

jæja þá er komið nýtt dót á heimilið....vorum að fá okkur nýtt rúm, rafmagnsrúm sem hægt er að breyta hingað og þanngað og fram og til baka :o) ég keypti í gær málningarkassa í honum var: strönur, 3x strigar, 5 penslar, 12 litir og 1 blýantur
Við vorum að mála voða fínt í gærkvöldi og ég ætla að kaupa fl striga á morgun og fara að leika mér ;o) svo verður rekki amalegt að fara að sofa í nýju rúmi í nótt sem er hægt að lyfta upp haus og fætur :oD
var líka að fá dótið utan af iPOD-inum mínum sent að utan, Ásthildur frænka kemur til landsins 27/11 minnir mig að amma hafi sagt....og nýju skenkurinn tekur sig líklega vel út í herberginu með nýju náttborðunum.....gott að við eigum eftir að kaupa jólagjafirnar því allir fá bara undur falleg listeverk frá okkur í ár
bið að heilsa þar til næst

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Afmæli og kvef

frábært átti afmæli í gær sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað ég er ferlaega slöpp í dag...og eiginlega líka í gær. Binni sagði mér að Emma systir hans ætlaði að kíkja í heimsókn en það var einhver misskilningur og hún kemur líklega í kvöld eða eitthvað. Binni þurfti endilega að gefa mér aðeins meira en iPOD í ammælisgjöf og gaf mér 10.000 gjafabréf í Kringluna :oD ég var sko ekki lengi að ákv í hvaða búð þetta skildi að miklu leiti fara í.... La Senza takk fyrir!!!! Eyddi góðum 30mín+ í að máta og var mjööööög sátt þegar ég gekk út, á reynda smá eftir að peningnum og ætla eyða því í buxur á morgun ef ég kemst frammúr. Við fórum svo út að borða á Ask sem ég hélt að væri tiltölulega fínni staður en þetta var svo sem ágæt. Svo vorum við bara heima að horfa á svjónvarpið, x-box og lesa (ekki allt í einu). Svo vaknaði ég í morgun með stíflað nef og hósta, og er komin núna með hálfgerða beinverki og eitthvað asnaleg...sam ekki nógu veik til að fara heim :o(
Ætlum svo að fara að skoða rúm í Svefn&Heilsa á morgun....förum að fara að sofa betur

mánudagur, nóvember 14, 2005

ái....

Var að vinna í Selaveislunni miklu á laugardaginn, 17:30 - 03:30 voða gaman....ætlaði að fara í bæinn með Binna og Gylfa en hafði mig ekki í það, fór og fékk mér pylsu og fór svo heim og fékk mér bjór sem var vooooða gott... ;o) Binni kom stuttu seinna þar sem það var ekkert gaman niðrí bæ....ég er svo á leiðinni á jólahlaðborð með símanum 10.des, binni kemur ekki með þar sem þetta er bara fyrir starfsmenn (ömó) hefði getað fengið frítt á jólahlaðborðið á argentínu steikhús en þar sem binna langar frekar á villibráðahlaðborð :o/ tvö ágæt saman....mörgum finnst ansalegt að ég skuli frakar fara ein á þetta hlaðborð en eins og síðustu vikur eru búnnar að vera er ekkert víst að við komumst á argentínu steikhús yfir höfuð þannig þetta var ákv í fullu samráði ;oD
og svo erum við að fara heim 22.des þar til næst

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

iPOD

var að fá póst frá Ásthildi frænku í dag....það er búið að kaupa iPOD-inn handa mér, það skemmtilega er að Þórir (maðurinn hennar Ásthildar) fór að versla handa mér nema hvað gaurinn sem seldi honum græjuna hélt að hann ynni hjá Appel og gaf honum 15% afslátt.....heppinn.....þannig eftir 3 vikur fæ ég græjuna í hendurnar....á örugglega ekki eftir að geta sofið næstu 3 vikur!!!!
Vildi bara svona láta ykkur vita ;o)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jólin koma 22 des

jæja búin að bóka farið vestur fyrir okkur hjónin....en því miðru gat ég ekki fengið 21.des eins og ég vildi þannig ég fer með seinni vél 22.des, brottför kl.15:15 :0) og kem heim aftur 27.des. er alveg að tapa mér í þessu...fór og keypti eina gjöf í gær. Hún er handa Esteri og hún er ljót (gjöfin en ekki Ester)!!! Ester heldur að hún geti toppað mig en gleymið ekki að ég er 2-0 yfir :oD
er farin að eyða frídeginum mínum í eitthvað annað en að vera við tölvuna...því ég er það nánast alla aðra daga.....
bjæó

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Keppni til jóla

Ég, Lára, og María vinkona hennar erum komnar í keppni. Svona Biggest Looser keppni ;0) og mun hún standa til 15.des og aftur eftir jól. Ég stend verst af vígi í augnablikinu en það er aldrei að vita nema ég skjóti þeim bara ref fyrir rass eftir mánuð eða svo....er ekki búnnar að ákv verðlaunin en hugmyndin var að fara í dekur og sú sem vinnur þarf ekki að borga :oD gegt kúl.....hvernig sem fer verður maður orðin flott(ari) og spengileg(ri) á jólunum. Talandi um jólin, þá ætlar Binni að koma og vera með mér um jólin fyrir vestan, þetta var hálf ömó í fyrir ;o) en svo verðum við hérna á áramótunum....audda......svo á ég afmæli þriðjudaginn eftir viku er að spá í að gera eitthvað eða kannski ekki.....veit ekki hvernig nennarinn verður hjá mér ;o)
og svo datt mér svolítið sniðugt í hug....fara að versla jólagjafirnar núna svo við þurfum ekki að vera að gera það í brjálæðinu í desember....aahhhh.....sko ég er klárari en þið haldi að ég sé.....
jæja ætla að fara að gera eitthvað hérna.....búið að vera brjálað að gera í þjónustuverinu í dag....enski boltinn og eitthvað rugl ;o)

föstudagur, nóvember 04, 2005

How to Make a Woman and a Man Happy

Svona ganga samböndin upp ;o)

It's not difficult to make a woman happy. A man only needs to be:
1. a friend
2. a companion
3. a lover
4. a brother
5. a father
6. a master
7. a chef
8. an electrician
9. a carpenter
10. a plumber
11. a mechanic
12. a decorator
13. a stylist
14. a psychologist
15. a pest exterminator
16. a psychiatrist
17. a healer
18. a good listener
19. an organizer
20. a good father
21. very clean
22. sympathetic
23. athletic
24. warm
25. attentive
26. gallant
27. intelligent
28. funny
29. creative
30. tender
31. strong
32. understanding
33. tolerant
34. prudent
35. ambitious
36. capable
37. courageous
38. determined
39. true
40. dependable
41. passionate
42. compassionate
WITHOUT FORGETTING TO:
43. give her compliments regularly
44 love shopping
45. be honest
46. be very rich
47. not stress her out
48. not look at other girls
AND AT THE SAME TIME, YOU MUST ALSO:
49. give her lots of attention, but expect little for himself
50. give her lots of time, especially time for herself
51. give her lots of space, never worrying about where she goes
52. give the authority, but never expect her to be responsible
53. give her the last word, no matter what the cost to your life and limb
AND IT IS VERY IMPORTANT:
54. Never to forget: birthdays, anniversaries and arrangements she makes

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Leiðinlegasti dagur ever.....

já gott fólk þetta er búið að vera sá leiðinlegast dagur hjá mér í vinnunni....einhverni vegin bara mál og vesen og fólk að nöldra eins og það fái borgað fyrir það...mig langar að gráta....eða í það minnsta að fara heim og fá mér ís.....en ég er víst komin í eitthvað andskotans átak....ég ætla að vera í fýlu í kvöld....

mánudagur, október 31, 2005

Ammæli búið...

Jæja við komumst klakklaust í gegnum helgina ef við teökum seinni part sunnudags frá þegar náttdýrin dkriðu frammúr...íbúðin var í rúst þó ég hafði tekið til allar dósir og tæmt öskupakkana, þannig núna hefst 3 daga ferlið fyrir tiltekt í íbúðinni. Ég er búin að taka leirtauið sem á að fara í upp vask og henda því sem henda á, á morgun er svo áætlað að skúra gólfið með Ajax hvoki meira né minna ;o) með þessu verða farnar nokkrar ferðir í þvottahúsið og ruslakompuna....
en annars erum við bara góð...Binni fékk nokkrar góðar gjafir, svona body sett frá Júlla og Sólveigu (sturtusápa, ilmvatn, og fl.), nokkrar vínflöskur (sumar drukknar strax) ostar og lkex, blóm og ilmkert (kertið var svona meira fyrir mig held ég ;o) ) og svo síma frá starfsfólkinu á Lauga-ás sem ég á að sjáum að útvega....vorum ekki með símann þannig þau ákv að pakka gjafabréfi inn fyrir hann, ekkert merkilegt, bara eitthvað gjafabréf sem við gerðum handa honum....Gylfi var yfir pakkarinn og sá til þess að Binni var 25 mín að taka utan af honum og endaði með bitlausan hníf. Voða gaman og mikið hlegið að mér þar sem ég er búin að vera nudda honum upp úr því að ég viti hvð hann fái ;O)
svoa var drukkið meira og farið á Gaukinn þar sem sumir tóku nokkur "góð" spor á gólfinu með ýmsum dansfélögum....
gærdagurinn fór svo í ekki neitt nema bíó með pabba kl.22:40

föstudagur, október 28, 2005

Snjór og tæpir 2 mánuðir í jól

Það er ekkert voðalega slæmt...nema það lá við að ég snéri við í Kringlunni um daginn og gengi út...það er komið jólaskraut um alla kringlu. Ég veit þetta er árstíminn sem jólsaskrautið fer að dangla en fyrr má nú fyrr vera....leyfum nóvember að skríða inn áður en skrautinu er hent upp og allir fá leið á því fyrir 1.des. Ég held að það verði sett lög á þetta eins og með að spila jólalögin í útvarpinu, ekki fyrr en 1.des. Svo er hinsvegar ef jólaskrautið væri ekki komið upp fyrr en 1.des má alveg búast við því að fólk taki kast hérna þessar 3 vikur fyrir jóla og jólastressið rjúki upp úr öllu valdi. Mömmur og pabbar höndla ekki stressið og springa svo yfir jólasteikinni, börnunum til mikillar jólagleði og verða svo skilin fyrir þrettándan. Þá er kannski hægt að segja að það að setja jólaskrautið svona snemma upp sé til að minnka jólastressið og minna fólk fyrr á jólin. Þá má auðvita fara milliveginn, t.d. jólaskraut 15.nóv (þó það sé afmælisdagurinn minn) og jólalögin 1.des.
En hvað veit ég annars....?!

miðvikudagur, október 26, 2005

Beckus, litla systir Bakkusar

Nú á sko að fara að taka á því ræktinni því að fara 2svar á frídögum er greinilega ekki nógu gott.....ætla að fara í smá keppni við hana Láru Hrönn og ég skal vinna.....er hins vegar að tapa í keppninni við sjálfa mig sem er frekar leim ef þið spurjið mig......en við örkum ótrauðar áfram ;o)

ps. hvað er fólk að skipta um blogg hægri/vinstri

laugardagur, október 22, 2005

Time flies when u're having fun....doesn't when u don't

Ég er búin að vera drepast úr leiðindum...reyndi að leysa einhverja japanska talnagátu sem endaði illa á síðustu níunni og þá hætti ég...ætla bíða með þetta þar til á morgun.
Lítið að gerast í kvöld hjá okkur hjónunum, vídeó og ís og kannski smá captein handa kettinum ef hann hagar sér vel.
Við erum að plana að fara vestur á jólunum og vera í nokkra daga, 21-27....jólin koma, en afmælið mitt á undan (15 nóv ef einhver var búinn að gleyma því, sem á ekki að gerast ;o) )
vá hvað mikið rosalega hef ég ekkert að segja!!!! hef ég virkilega ekkert verið að gera á undanförum dögum!!!!! kannski er ég bara svona dogin því ég er búin að vera hérna síðan 11 og verð hérna til 23....þetta getur verið heilaskemmandi
reyna að skrifa eitthvað meira spennó á næstu dögum....skiluru

mánudagur, október 17, 2005

Helgin....

já þið lásuð rétt...kötturinn minn (og Binna) er byttifylla....hann drekkur captein í appelsínu safa og það léttilega. Binni lá sem sagt í baði og drakk sinn drykk og eins og oft áður kemur kisa til að fá að drekka úr baðinu (drekkur vatn ekki öðru vísi, nema ef hann er mjög þyrstur þá er það úr vasknum) nema hann stoppar á bastkörfunni þar sem glasið er og fær sér vænan sopa. Ég og Binni horfðum í dágóða stund til að sjá hvað hann drekkur mikið, nema hann var ekkert að fara að hætta að drekka!!!! Endaði með því að Binni tók glasið af honum, með miklum mótmælum frá ljóninu á heimilinu......byttifylla
annars vorum við hjónin bara þæg og góð, þannig við vöktum Grýlu ekki upp.....svo er bara spurning um að fara að taka saman jólafríið, panta farið og s.fr.v...get ekki beðið að vera heima á jólunum með Binna :o) svo er það nottla ammælið mitt 15. nóv ef einvher skildi vera búinn að gleyma sem á ekki að gerast ;o)
ætla að fara að gera eitthvað að vita hérna í vinnunni, mjög næs að vera svona á kvöldin því það er svo rólegt......

laugardagur, október 15, 2005

Djammið á helginni

...komums að því að kötturinn drekkur Captein í appelsínusafa....spurning um að taka hann með á barinn

þriðjudagur, október 11, 2005

eitt og annað

er svona að spá í að virkja þessa síðu aftur þar sem blog.cnetral.is er ekki að gera sig eins og ég vil....er eitthvað frekar sló....ætlaði að stofna nýja á folk.is en hey til hvers að vera að fjölga um of ;)
bið að heilsa í bili