mánudagur, október 17, 2005

Helgin....

já þið lásuð rétt...kötturinn minn (og Binna) er byttifylla....hann drekkur captein í appelsínu safa og það léttilega. Binni lá sem sagt í baði og drakk sinn drykk og eins og oft áður kemur kisa til að fá að drekka úr baðinu (drekkur vatn ekki öðru vísi, nema ef hann er mjög þyrstur þá er það úr vasknum) nema hann stoppar á bastkörfunni þar sem glasið er og fær sér vænan sopa. Ég og Binni horfðum í dágóða stund til að sjá hvað hann drekkur mikið, nema hann var ekkert að fara að hætta að drekka!!!! Endaði með því að Binni tók glasið af honum, með miklum mótmælum frá ljóninu á heimilinu......byttifylla
annars vorum við hjónin bara þæg og góð, þannig við vöktum Grýlu ekki upp.....svo er bara spurning um að fara að taka saman jólafríið, panta farið og s.fr.v...get ekki beðið að vera heima á jólunum með Binna :o) svo er það nottla ammælið mitt 15. nóv ef einvher skildi vera búinn að gleyma sem á ekki að gerast ;o)
ætla að fara að gera eitthvað að vita hérna í vinnunni, mjög næs að vera svona á kvöldin því það er svo rólegt......

1 ummæli:

Þórey Ösp sagði...

Ég veit ég er klukk.. er að vinna í þessu... kemur kanski á morgun elskan..

Var samt á Ísó um helgin... vá hvað var skemmtilegt..