Það er ekkert voðalega slæmt...nema það lá við að ég snéri við í Kringlunni um daginn og gengi út...það er komið jólaskraut um alla kringlu. Ég veit þetta er árstíminn sem jólsaskrautið fer að dangla en fyrr má nú fyrr vera....leyfum nóvember að skríða inn áður en skrautinu er hent upp og allir fá leið á því fyrir 1.des. Ég held að það verði sett lög á þetta eins og með að spila jólalögin í útvarpinu, ekki fyrr en 1.des. Svo er hinsvegar ef jólaskrautið væri ekki komið upp fyrr en 1.des má alveg búast við því að fólk taki kast hérna þessar 3 vikur fyrir jóla og jólastressið rjúki upp úr öllu valdi. Mömmur og pabbar höndla ekki stressið og springa svo yfir jólasteikinni, börnunum til mikillar jólagleði og verða svo skilin fyrir þrettándan. Þá er kannski hægt að segja að það að setja jólaskrautið svona snemma upp sé til að minnka jólastressið og minna fólk fyrr á jólin. Þá má auðvita fara milliveginn, t.d. jólaskraut 15.nóv (þó það sé afmælisdagurinn minn) og jólalögin 1.des.
En hvað veit ég annars....?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli