Þá er það þessi skemmtilegi tími milli jóla of nýárs. Það er víst bara vika eftir af jólafríinu og um að gera að njóta þess :o)
Ein einkunn í viðbót er komin og er það lyfjafræðin, fékk 7 í henni :o) bara nokkuð sátt við það. Þá er það bara líeðlisfr og meina- og ónæmisfr....
ahelgin var nokkuð viðburðarrík hjá mér, helst er frá því að segja að ég fór í göngu á Esjuna, datt í harðfenni og klaka og braut lítið bein í úlnliðnum. Þetta gerðist frekar ofarlega í fjallinu þannig ég þurfti nánast skríða niður haldandi um hendina eins og ég gat. Svo á leiðnni heim var ég alvarlega að spá í að skipta um föt áður en ég færi á slysó!!! Vildi ekki koma í í skítugum fötunum sveit og illa lyktandi en ég dreyf mig samt niðureftir. Var um klt á slysó og nett pirruð þegar ég kom heim því þetta setur Boot Camp á smá pásu í janúar. Ég hafði hitt Söndru skólavinkonu mína á leiðnni niður og hún bauð mér yfir í spil og bjór seinna um kvöldið. Það var bara mjög fínt, Garðar var þarna líka og við spiluðum Party og co, Leonardo og Íslandsspilið, skömmustulegt hvað maður veit lítið um landið sitt...
Á laugardaginn var því bara tekið rólega til svona um kvöldmatarleitið þegar maría Elísabet hringdi til að ath hvort ég vildi kíkja út í bjór...sjaldan hef ég nú bjórnum neitað og við kíktum út í smá bjór og spjall....sem endist framundir morgun :o/ aðeins lengur en upphaflega var um rætt....
Svo var jólaboð hjá ömmu á sunnudaginn og mín var ekki sú ferskasta, fékk að leggja mig aðeins hjá m&p og mætti aðeins seinna bara, sem var í góðu lagi.
Er svo í dag að fara að versla með mömmu og verð ég að fá gömlu konuna að bera upp með mér pokana, held ég verði að hugsa aðeins betur um hendina, svolítið illt í henni í dag :o(
Svo verður nýja árið tekið með trompi :o)
mánudagur, desember 29, 2008
fimmtudagur, desember 25, 2008
Jólin 2008
Jæja þá eru jólin næstum því liðin og þá kemur þessi tími milli jóla og nýárs. Hvernig fór svo með jólin og allt það...sko, ég fékk 2 bækur "Viltu vinna milljarð?" og "Bláir skór og hamingja" fékk líka M:I III sem er svo sem ágæt til síns brúks ;o). Fékk líka blágráa slæðu/trefil, sporðdrekanælu og vettlinga og svona te stöff frá IKEA (fyrir hunang, te-ið og til að kreista sítrónu, voða flott). Þetta allt fékk ég frá mömmu og pabba, virðist vera mikið og dýrt en held þetta hafi verið ódýrara en lítur út fyrir ;o) Frá Ingu systir hans Binna fengum við Karen Blixten's Jul óróa, svipað og Georg Jensen óróinn nema silfur, og mjög flott jólakerti. Ég fékk líka ilmvatn frá Róberti bróði og svo rúsínan í pylsu endanum....ég og Binni ætluðum ekki að gefa hvort öðru fyrr en eftir áramót þegar hann kemur heim aftur. Nema hvað, það er svo pakki merktur mér frá Binna....og viti menn....haldiði að það hafi ekki verið Disney trivial pursuit!!!! Ég hafði sagt við hann að mig langaði svolítið í spilið en það væri örugglega of dýrt til að biðja um það. Hann hringir svo í Júlla bróðir þegar hann er kominn út á Leifstöð og biður hann um að ganga frá þessu. Hringir svo í mig og segir að hann eigi eftir að borga Júlla fyrir viðgerðina á bílnum og ég eigi að borga honum með peningnum sem Binni fékk úr veislu....þarf varla að taka það fram að ég fattaði ekki neitt!!!!
Ég á sem sagt Trivial spil sem ég mun líklega geta svarað langfelstum spurningunum, er ekki búin að opna spilið en mig klæjar í fingurna í að opna það.
En sjónvarðið þarfnast athygli minnar núna, ekki amalegt á Jóladag...fyrst James McAvoy svo Christian Bale og Hugh Jakcman
Ég á sem sagt Trivial spil sem ég mun líklega geta svarað langfelstum spurningunum, er ekki búin að opna spilið en mig klæjar í fingurna í að opna það.
En sjónvarðið þarfnast athygli minnar núna, ekki amalegt á Jóladag...fyrst James McAvoy svo Christian Bale og Hugh Jakcman
miðvikudagur, desember 24, 2008
Gleðileg jól
Þá er aðfangadagur kominn enn á ný. Binni er enn úti og kemur heim 14.jan.
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
föstudagur, desember 12, 2008
Weebl and Bob
Var næstum því búin að gleyma þessum félögum....bara snilldin eina...
hef ekki fengið úr neinum prófum nema 3 netprófum í Greiningu hjúkrunarviðfangsefna og var samanlögð útkoma þeirra 7,5 og fyrir verkefnið í verknáminu (einkunn í Aðferðir í hjúkrun) fékk ég 8,5 og ekkert smá ánægð með það.
Segi frá hvernig mér gekk í restinni þegar það kemur inn líklega ekki fyrr en eftir helgi. Vil helst ekkert vera að tjá mig um það.
Góða stundir
hef ekki fengið úr neinum prófum nema 3 netprófum í Greiningu hjúkrunarviðfangsefna og var samanlögð útkoma þeirra 7,5 og fyrir verkefnið í verknáminu (einkunn í Aðferðir í hjúkrun) fékk ég 8,5 og ekkert smá ánægð með það.
Segi frá hvernig mér gekk í restinni þegar það kemur inn líklega ekki fyrr en eftir helgi. Vil helst ekkert vera að tjá mig um það.
Góða stundir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)