Þá er það þessi skemmtilegi tími milli jóla of nýárs. Það er víst bara vika eftir af jólafríinu og um að gera að njóta þess :o)
Ein einkunn í viðbót er komin og er það lyfjafræðin, fékk 7 í henni :o) bara nokkuð sátt við það. Þá er það bara líeðlisfr og meina- og ónæmisfr....
ahelgin var nokkuð viðburðarrík hjá mér, helst er frá því að segja að ég fór í göngu á Esjuna, datt í harðfenni og klaka og braut lítið bein í úlnliðnum. Þetta gerðist frekar ofarlega í fjallinu þannig ég þurfti nánast skríða niður haldandi um hendina eins og ég gat. Svo á leiðnni heim var ég alvarlega að spá í að skipta um föt áður en ég færi á slysó!!! Vildi ekki koma í í skítugum fötunum sveit og illa lyktandi en ég dreyf mig samt niðureftir. Var um klt á slysó og nett pirruð þegar ég kom heim því þetta setur Boot Camp á smá pásu í janúar. Ég hafði hitt Söndru skólavinkonu mína á leiðnni niður og hún bauð mér yfir í spil og bjór seinna um kvöldið. Það var bara mjög fínt, Garðar var þarna líka og við spiluðum Party og co, Leonardo og Íslandsspilið, skömmustulegt hvað maður veit lítið um landið sitt...
Á laugardaginn var því bara tekið rólega til svona um kvöldmatarleitið þegar maría Elísabet hringdi til að ath hvort ég vildi kíkja út í bjór...sjaldan hef ég nú bjórnum neitað og við kíktum út í smá bjór og spjall....sem endist framundir morgun :o/ aðeins lengur en upphaflega var um rætt....
Svo var jólaboð hjá ömmu á sunnudaginn og mín var ekki sú ferskasta, fékk að leggja mig aðeins hjá m&p og mætti aðeins seinna bara, sem var í góðu lagi.
Er svo í dag að fara að versla með mömmu og verð ég að fá gömlu konuna að bera upp með mér pokana, held ég verði að hugsa aðeins betur um hendina, svolítið illt í henni í dag :o(
Svo verður nýja árið tekið með trompi :o)
2 ummæli:
Spaðatropmpi!
hahaha....já með sko hæðsta spaðatrompi
Skrifa ummæli