Þá er aðfangadagur kominn enn á ný. Binni er enn úti og kemur heim 14.jan.
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
1 ummæli:
Gleðileg jól skvísa :) Vonandi hafðiru það gott. Sjáumst fljótlega.
Skrifa ummæli