fimmtudagur, júlí 16, 2009

Svartur dagur í lýðveldi Íslands

Í dag var ákveðið að Ísland skildi fara í aðildarviðræður við Evrópusambandi, hvort sem við endum með því að fara eða ekki kemur í ljós seinna en það sem mér finnst verra er að þarna er stór, dýr og mikilvæg ákvörðun um framtíð landsins tekin án þess að þjóðin fái um það að segja.
Ég hef ekki myndað mér nægilegar upplýsingar um hvort ég vilji ganga í ESB eða ekki, hallast frekar að ekki, en ég hefði viljað fá að segja eitthvað til um það hvort við færum í aðildarviðræður eða ekki. Þá hefur þjóðin ekki bara loka svarið heldur líka um upphafið á málinu, þá sýnir þjóðin vilja til að ganga til viðræðna.

þriðjudagur, júlí 14, 2009

Long time no nothing...

Verð að reyna að halda þessu við þegar er loksins eitthvað að gerast hjá manni...fórum upp í Húsafell með Ástu og Gunna og fl. Það var bara bongó blíða allan tímann, þetta var rosalega fínt, skoðuðm Hraunfossa og barnafossa og drukkum slatta af áfengi.
Við ætluðum að fara í útilegu fyrstu helgina í júlí, fara austur í Skaftafell í gönguferðir og veiði en viti menn, það var spáð rigninu meir og minna þar sem við ætluðum að vera þannig við slepptum því bara og höfðum það gott heima fyrir. Þessa helgi áttum við líka 5ára afmæli og ákváðum að fara út að borða á Lauga-ás og fara á Sannleikan með Pétri Jóhanni. Mjög góð sýning sem ég mæli með :o) eftir það fórum við svo í útgáfupartý Sigga Hlö, Vesitu hver ég var? og verð bara að segja að það er langt síðan að ég hafi skemmt mér svona rosalega vel og dansað svona mikið, Michael Jackson var að sjálfsögðu mikið spilaður.
Annars er það bara vinna þar til skólinn byrjar, dæmigert að síðustu helgi þegar ég var að vinna var að sjálfsögðu brilliant veður. Binni og Grétar bróðir hans voru upp í bústað að taka til í garðinum og gera fínt. Svo verður lagt vatn í vikunni eða þeirri næstu og þá verður hægt að vera þarna upp frá í vetur líka...svo næs...
hvað annað....bíllinn er svo búinn að vera nánast non stop bilaður, rétt komum honum í gegnum skoðun og þá fór altanatorinn (hvernig svo sem maður skrifar það) og þegar ég ætlaði að kaupa nýjan var ekki hægt að fá þann sem passaði í og tómt vesen...þannig ég er bara búin að vera á hjólinu og bílnum hennar mömmu til skiptis.
svo er það main event þetta sumarið....Harry Potter and the Half-Blood Prince!!! Búin að kaupa miða á sýninguna á morgun kl.22 með Ástu og Gunna, Binni ætlaði að koma með en hann verður að vinna í bústaðnum og satt best að segja held ég að hann sjái ekki mikið eftir þessari bíóferð. Er að klára bókina nánast í þessum töluðum orðum og er orðin mjög spennt fyrir myndinni.

Frí helgi á næstu helgi og verðum við upp í bústað að halda áfram í tiltekt á lóðinni, ætlum að taka hjólin með okkur og taka kannski nokkra hringi einhvers staðar þarna í kring.

hef svo sem ekki frá meiru að segja frá í bili, þetta gleymist allt ef maður skrifar ekki nógu reglulega....


kv.
Apríl Eik