mánudagur, ágúst 27, 2007

Skólinn að hefjast

Sumarfríið hálfnað og skólinn á næsta leiti.
Við fórum í brúðkaup hjá Kristínu, systir hans Binna, upp á Akranesi. Þetta var mjög falleg athöfn. Það voru helstu vinir og ættingjar, ca.70-80 manna veisla á eftir. Við komum svo heim um 12-hálf 1 leitið og skelltum okkur á djammið með Bryn, djammið var nú ekki meira en bara niður eftir og svo heim aftur en Bryn var niður frá og kom heim seinna.
Við tókum sunnudaginn bara rólega og sváfum út.
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að þessu sinni

bæbæ

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Sumarfrí og brúðkaup

Ég er þá loksins komin í sumarfrí...fór í það fyrst á mánudaginn en finn alminnilega fyrir því núna þar sem ég er yfirleitt í fríi mán og þri eftir vinnuhelgi. Ég byrjaði fríið vel með því að vera bara heima og slappa af í 2 daga :o) það má alveg.
Ég fór svo að leita að buxum fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í á laugardaginn og fann einar í NEXT í Kringlunni, eftir vægast sagt mikla leit. Það er Kristín systir hans Binna sem er að fara að ganga í það heilaga og verður það mikil veisla.
Ég byrjaði líka í rope yoga á þri og fór hann bara rólega af stað, kenna fólki svona undirstöðuæfingarnar, býst við því að það verði aðeins meira puð núna á morgun þó þetta hafi tekið alveg ágætlega á þarna í gær. Skólinn byrjar svo 28.ágúst eða 1.sep, ég er komin með efnafr. bókina upp og byrjuð að lesa aðeins í henni, Mér til mikillar ánægju er þetta að miklu leiti upprifjun fyrir mér. Þýðir samt ekki að ég megi slá slöku við í vetur.
Binni fór í veiðitúr í síðustu í viku í Langadalsá (rétt við botninn á Djúpinu) þar sem hann náði sínum fyrsta laxi. Binni sagði að hann væri ekkert rosalega stór en mér finnst hann bara vera nokkuð stór...
Annars er ekki meira af okkur að frétta, brúðkaup, skóli og vinna framundan.

Kv.
Apríl Eik

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Fyrsta blogg af nýrri tölvu

Nýja tölvan er bara æðisleg...tekur smá að venjast því að vera með svona stóran skjá...heilar 17" takk fyrir :oD er annars enn þá að "kynnast" henni alminnilega. Ég fékk hana svarta sem ég er bara nokkuð ánægð með en hefði verið gaman að fá rauða...í stíl við síma, myndavélina og iPODinn (taskan uan um hann er rauð)
Annras er það er frétta héðan af bæ er það að Binni er í veiði núna í 4 daga í Langadal fyrir vestan, rétt við djúpið...hefði alveg verið til í að fara með honum en þetta er víst eitthvað svona strákadæmi :oþ allt í lagi með það. Ég mamma og Sonja Mist fór í smá óvissuferð í dag sem reyndar byrjaði ekki með meiri óvissu en það að við fórum í sund í Hveró með Júlíu ömmu. Eftir sundið og matinn skelltum við okkur á Geysi og vorum þar að dóla okkur í smá tíma. Við fórum það seint af stað úr Hveró að við nenntum ekki að vera að fara á Gullfoss líka, hann verður næst. Við tókum lengri leiðinna frám hjá Þingvöllum og keyrðum fram hjá bústaðnum hans Binna og co bara svona til að sýna múttu hvar pleisið væri. Við komum svo heim um hálf níu-níu. Ég ætlaði að vera voða myndaleg og gera plokkfisk sem ég gæti svo tekið með með mér í vinnuna á morgun....það fór hins vegar illa...átti ekki til lauk, brenndi smjörið og svo var ekki alveg besta lyktin af fisknum þegar ég var búin að elda hann...getur verið að brunalyktin af smjörinu hafi átt einhvern þátt í því
Núna ligg ég upp í rúmi með tölvuna og reyna að fá köttinn til að liggja í holunni hans Binna, en hann er ekki alveg að hlusta á mig.

Ætla að horfa aðeins á Desperate Housewives eða eitthvað annað af því ég er með svo ótrúlega góðan skjá :oD

Adios

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Verslunarmannahelgin

Verslunarmannahelgin 2007 var frekar rólg sem er bara fínt hjá okkur. Fórum upp í bústað með Grétari, Emmu og Bubbu. Þau voru mað alla hundana en kötturinn okkar varð víst að vera heima og passa húsið.
Við komum aftur í bæinn á sunnudaginn. Við ákváðum að helgin mætti nú ekki vera alltof róleg og fórum því aðeins út. Kíktum á Players þar sem Buff var að spila. Það var nú ekki mikið af fólki en ég hitti hana Maríu Guðbjörgu og voru við að spjalla heillengi saman. Þegar ballið var að verða búið vorum við orðin frekar þreytt og ákv. bara að skella okkur heim. Komum aðeins við á Nesti og keyptum okkur í matinn.
Mánudagurinn var svo bara upp í sófa að horfa á TV eða dottandi horfa á TV.

Ég er svo búin að fá stundaskránna...ógeðsleg...alltaf eftir hádegi þannig maður verður að rífa sig upp á morgnana til að fara að læra. Ég er svo líka búin að skrá mig í 8 vikna Rope Yoga, bara til að prufa eitthvað nýtt....hef alltaf langað til að prufa Rope Yoga.

Alla vega

Bið að heilsa í bili....