miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Verslunarmannahelgin

Verslunarmannahelgin 2007 var frekar rólg sem er bara fínt hjá okkur. Fórum upp í bústað með Grétari, Emmu og Bubbu. Þau voru mað alla hundana en kötturinn okkar varð víst að vera heima og passa húsið.
Við komum aftur í bæinn á sunnudaginn. Við ákváðum að helgin mætti nú ekki vera alltof róleg og fórum því aðeins út. Kíktum á Players þar sem Buff var að spila. Það var nú ekki mikið af fólki en ég hitti hana Maríu Guðbjörgu og voru við að spjalla heillengi saman. Þegar ballið var að verða búið vorum við orðin frekar þreytt og ákv. bara að skella okkur heim. Komum aðeins við á Nesti og keyptum okkur í matinn.
Mánudagurinn var svo bara upp í sófa að horfa á TV eða dottandi horfa á TV.

Ég er svo búin að fá stundaskránna...ógeðsleg...alltaf eftir hádegi þannig maður verður að rífa sig upp á morgnana til að fara að læra. Ég er svo líka búin að skrá mig í 8 vikna Rope Yoga, bara til að prufa eitthvað nýtt....hef alltaf langað til að prufa Rope Yoga.

Alla vega

Bið að heilsa í bili....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir seinast. Þetta var stuð.
Já rope yoga, hljómar spennandi. vantar þig félagsskap?. mig langar að kanna fleiri og ´mismunandi heilsurækt til að víkka sjóndeildahringinn.

Nafnlaus sagði...

Setti komment á Flateyjarpakkann!