Nýja tölvan er bara æðisleg...tekur smá að venjast því að vera með svona stóran skjá...heilar 17" takk fyrir :oD er annars enn þá að "kynnast" henni alminnilega. Ég fékk hana svarta sem ég er bara nokkuð ánægð með en hefði verið gaman að fá rauða...í stíl við síma, myndavélina og iPODinn (taskan uan um hann er rauð)
Annras er það er frétta héðan af bæ er það að Binni er í veiði núna í 4 daga í Langadal fyrir vestan, rétt við djúpið...hefði alveg verið til í að fara með honum en þetta er víst eitthvað svona strákadæmi :oþ allt í lagi með það. Ég mamma og Sonja Mist fór í smá óvissuferð í dag sem reyndar byrjaði ekki með meiri óvissu en það að við fórum í sund í Hveró með Júlíu ömmu. Eftir sundið og matinn skelltum við okkur á Geysi og vorum þar að dóla okkur í smá tíma. Við fórum það seint af stað úr Hveró að við nenntum ekki að vera að fara á Gullfoss líka, hann verður næst. Við tókum lengri leiðinna frám hjá Þingvöllum og keyrðum fram hjá bústaðnum hans Binna og co bara svona til að sýna múttu hvar pleisið væri. Við komum svo heim um hálf níu-níu. Ég ætlaði að vera voða myndaleg og gera plokkfisk sem ég gæti svo tekið með með mér í vinnuna á morgun....það fór hins vegar illa...átti ekki til lauk, brenndi smjörið og svo var ekki alveg besta lyktin af fisknum þegar ég var búin að elda hann...getur verið að brunalyktin af smjörinu hafi átt einhvern þátt í því
Núna ligg ég upp í rúmi með tölvuna og reyna að fá köttinn til að liggja í holunni hans Binna, en hann er ekki alveg að hlusta á mig.
Ætla að horfa aðeins á Desperate Housewives eða eitthvað annað af því ég er með svo ótrúlega góðan skjá :oD
Adios
2 ummæli:
Hehe... njóttu nýju græjunnar mín kæra... sjáumst svo fyrr en síðar!
Ooo það eru allir að kaupa sér nýjar tölvur. Mig langar líka. Verst er að mín er alveg í góðu lagi... :S
Skrifa ummæli