miðvikudagur, október 29, 2008

Tíminn flýgur...

já tíminn flýgur sko áfram....
skólinn er hálfnaður og rúmlega það...ég er að fara að byrja í verknámi núna 11.nóv og heyri á þeim sem eru á undan mér að þetta sé víst bara verkefni dauðans, ekki bætir úr skák að prófin eru viku eftir að verknáminu lýkur :o/ s.s. próflestur er í rauninni hafinn hjá mér þó fyrr hefði mátt vera.
Á skemmtilegri nótunum samt, þá fóru ég, Binni, Ásta og Gunni í Halloween partý hjá Sollu og Tryggva. Ég og Binni fórum sem Dauðinn og Djöfullinn (gestgjafarnir voru dauð brúðhjón og einhver varð að fara og sækja þau) og Ásta og Gunni voru engill og Drakúla. Förðunin tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :o)
Ég setti allar myndirnar inn á flickr.com og þið getið séð þær með því að smella á myndir hérna til hliðar ;o)

Núna er komin tími á Heroes svona áður en ANTM byrjar...

bið að heilsa í bili

kv.
Apríl

laugardagur, október 11, 2008

30 ára

Þetta hafðist fyrir rest...hann Binni er orðin þrítugur og verður svaka partý í kvöld.
Við gerðum svo sem ekkert í gær, ég gaf honum hring (ekki trúlofunarhring, eins og margir halda strax) heldur bara svona venjulegan álhring því hann setur oft upp hringana sína þegar við erum að fara á djammið eða eitthvert fínt og mér fannst þessir sem hann er alltaf með orðnir frekar lúnnir þannig ég gaf honum bara nýjan :o)
En já, það verður rosapartý í kvöld, um 30 manns og leigðum við sal og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er það úr okkar herbúðum að frétta að ég er bara í skólnum, er reyndar ekki að vinna eins mikið og ég ætlaði sem er svo sem bara fínt, þá hefur maður meiri tíma til að læra...sem ég þarf víst að fara að gera meira af...
en jæja...senn líður af partýinu og ég þarf líklega að fara að hafa mig til ;O)