miðvikudagur, október 29, 2008

Tíminn flýgur...

já tíminn flýgur sko áfram....
skólinn er hálfnaður og rúmlega það...ég er að fara að byrja í verknámi núna 11.nóv og heyri á þeim sem eru á undan mér að þetta sé víst bara verkefni dauðans, ekki bætir úr skák að prófin eru viku eftir að verknáminu lýkur :o/ s.s. próflestur er í rauninni hafinn hjá mér þó fyrr hefði mátt vera.
Á skemmtilegri nótunum samt, þá fóru ég, Binni, Ásta og Gunni í Halloween partý hjá Sollu og Tryggva. Ég og Binni fórum sem Dauðinn og Djöfullinn (gestgjafarnir voru dauð brúðhjón og einhver varð að fara og sækja þau) og Ásta og Gunni voru engill og Drakúla. Förðunin tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :o)
Ég setti allar myndirnar inn á flickr.com og þið getið séð þær með því að smella á myndir hérna til hliðar ;o)

Núna er komin tími á Heroes svona áður en ANTM byrjar...

bið að heilsa í bili

kv.
Apríl

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Massa myndir maður - virðist hafa verið þrusu partý.
Vona bara að ég geti látið sjá mig næst, allt þá er þrennt er!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kvöldið. Þetta var ýkt gaman. Búningar hepnuðust ýkt vel og hárið á þér var geggjað :)

April sagði...

takk sömuleiðis :o)
verður þetta ekki bara árlegt?!?

Nafnlaus sagði...

Klárlega