föstudagur, júní 30, 2006

Hvað á ég að gera???

Er búin að vera að velta þessu mikið fyrir mér og er bara enn á núlli...spurningin er sem sagt, næsta haust, hvað á ég að gera?
Mig langar í skóla, eða langar að mig langi að læra eitthvað ákveðið. Málið er hins vegar að ég hef ekkert ákveðið sem mig langar að læra. Ég skráði mig í lífeindafr. og hef ágætan áhuga á fögunum sem slíkum en mig langar ekkert til að fara vinna á rannsóknarstofu, er ekki beint að heilla mig. Áhuginn á hjúkrun er farinn að minnka aðeins, launinn er svo sem stór þáttur í því, þó að falla á clausus 2x er nógu fráhrindandi í sjálfu sér. Ég er búin að vera að horfa á ljósmyndun en það er kannski bara meira svona áhugamál, senda inn myndir í keppnir og kannski fá smá verðlaun. Fara að læra að teikna og fara svo þaðan í arkitektinn er að kitla svolítið líka en veit ekki alveg hvort það sé ég!!! Svo síðast en ekki síst, markaðsfræði og hagfræði, þegar ég skoða námsskránna fer ég að geispa og sofna en hins vegar hugmyndin um að geta farið eitthvert lengra í fyrirtæki eins og Símann er mjög stór og spennandi. Mig langar að gera eitthvað annað en að svara í símann í þjónustuverinu næsta haust, sem betur fer er píanóið komið í bæinn. Þá er ekkert mál fyrir mig að fara að liðga fingurnar á því og annað hvort gleðja eða æra nýju nágranna foreldra minna ;o)
Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað ég get og ætti að gera næsta haust er ég opin fyrir hugmyndum.
(Veit ég get svo sem allt)

mánudagur, júní 26, 2006

Ég lifi

Var að klára bókina Ég lifi.
Ætla ekki að vera segja frá henni í smáatriðum en bókin segir frá manni sem lifir af helförina, slapp úr gettóinu í varsjá og útrýmingarbúðum í Treblinka. Hann missir allt sitt í stríðinu, foreldra, systkyn, vini og kærustur. Nær svo að koma sér á fætur aftur, tók reyndar 10-15 ár og var alveg að tapa sér í sorg og einmannaleik, til þess eins að missa allt aftur í eldsvoða. Þessi maður, Martin Gray, ákvað í staðinn fyrir að taka sitt eigið líf og enda þjáninguna að lifa til að heiðra minninngu ástvina sinna.
Þetta er ein af þessu ævisögum sem er þess virði að lesa. Hann segir frá ljótu hliðinni á mannkyninu, þeir sem njóta þessa að láta öðrum liða illa, drepa og niðulægja, og svo fallegu hliðinni, þeir sem leggja sjálfan sig í hættu til að bjarga náunganum sem þeir þekkja ekki.
Vona að sem flestir sjái sér fært að lesa bókina

Brúðkaup og fyllerí

Ég var ekki svo heppin að vera í veislu sjálf heldur var ég að þjóna í veislunni, voða gaman. Hef reyndar aldrei þjónað í brúðkaupi en þetta var rosalega falleg veisla svo, látlaus og einföld en samt mjög sniðug og skemmtileg (og nei ég er ekki komin í neinar giftingarhugleiðingar!!!) Svo eftir vinnu fórum við bara heim til Unu að spjalla og drekka bjór. Ég og Binni stauluðumst svo heim um hálf 8 - 8 leitið, mjög þreytt....
Gærdagurinn var svo frekar tíðindalaus og rólegur...
Á miðvikudaginn ætlum ég og Hulda að ráðast aftur á Esjuna og í þetta skiptið skulum við fara auðveldu leiðina ;o)

Bið að heilsa í bili...

þriðjudagur, júní 20, 2006

Esjan

jæja þá er maður búin að því...ég gekk á Esjuna í gær, eitthvað sem ég var búin að segjast ætla aldrei að gera ;o)
en jújú maður lkét hafa sig upp á hrúgaldið mikla og því verður ekki neitað að útsýnið er nokkuð fallegt. Fór með Huldu Símastelpu og nokkrum félögum hennar. Hulda var leiðsögumaður ferðarinnar og verður það ekki aftur þar sem hún leiddi okkur skilmerkilega útaf leið, í gegnum einhvern skóg og yfir einhvern hrygg. Eftir miklar pælingar var ákveðið að labba til vinstri þar sem þar ver "erfiðari" leiðin og við ættum að komast að einhhverjum stíg sem við gerðum. Eftir að hafa fundið stíginn tók við grjótug brekka sem var í rauninni ekki mikið betri en það sem við höfðum gengið áður. En við vorum á réttri leið og á toppinn komumst við og skrifuðum í gestabókina og allt. Eins og alltaf þegar menn eru komnir á toppinn liggur leiðin niður. Við bröltum þetta eins og fatlaðarfjallageitur og ekki laust við það að einhverjir sem komu á toppinn á eftir okkur tóku nett frammúr þegar við komum úr hömrunum. Þetta ferðalag tók allt í allt 3 klt og er stefnan sett á að gera þetta aftur í næstu viku, eða alla vega mjög fljótlega, þar sem þetta tekur svo vel á rass og lærvöðvunum ;o). Binni ætlaði að faðma mig þegar ég kom heim en hætti við því það var víst svo mikil svitalykt af mér... :0/ en eftir góðar teygjur í sturtu var horft á vídeó, Derailed.
Set svo inn myndir af næstu ferð, þá er kannski hægt að sýna útsýnið þar sem það var svolítið bláskýjað í gær að himinn og sjór runnu eiginlega í eitt...

Meira var það ekki

miðvikudagur, júní 14, 2006

Daglegt líf...

Það er svo sem ekkert fréttnæmt búið að gerast. Er að vinna í því að fá nýtt nafn á allt dótið, tekur smá tíma. Fer með Binna á morgun að ná í nýtt vegabréf og ökuskírteini, eða alla vega að sækja um það.
Ég sótti um í H.Í. um daginn, í lífeindafr. Ákv bara að skella mér, er alveg að klepra á símasvöruninni, verð samt eitthvað á fram hjá Símanum þar sem þetta er víst líka clausus eins og hjúkkan, en við sjáum hvað setur, veit alla vega hvar ég get nælt mér í glósur ;o) (blikkblikk Una)
Hef ekkert meira í bili, kem kannski með eitthvað sniðugt eftir helgi...

þriðjudagur, júní 06, 2006

Bæbæ Ásta Júlía

Þá er ég formlega orðin Apríl Eik Stefánsdóttir Beck.

mánudagur, júní 05, 2006

Bæbæ Ísó

jæja þá eru þau gömlu flutt að vestan. Ég, Binni og Júlli fórum vestur á föstudaginn, gekk ekki alveg áfallalaust því vélin sem átti að fara kl.17:15 lagði af stað kl.21:50...það var sem sagt ófært til Ísafjarðar...í JÚNÍ!!! En jújú við komumst heil á leiðarenda. Svo var bara byrjað snemma álaugardaginn að vera útí gám. Mamma hetja hafði verið búin að pakka mestu niður í kassa, þannig morgunleikfimin byrjaði á því að bera ca. 50 kassa útí gám, misstóra og þunga, þegar það var búið kom píanóið sem var frekar erfitt að horfa upp á, heyrðist nokkru sinnum brak og brestir á leiðinni niður stigann. Eftir það rúllaði þetta nokkuð jafnt og þétt allan daginn og kl.18 vorum við alveg búin og fengum okkur bjór og pizzu. Pabbi fékk þá frábæru hugmynd að halda aðeins upp á síðasta kvöldið okkar á Urðarvegi 80 og keypti freyðivín, það var skálað og tekið fullt af hópmyndum, fyrst hérna megin á svölunum, og svo þarna megin og svo líka fyrir miðju með fjallið hinummegin með í bakgrunn. Daginn eftir var annað eins verk fyrir höndum sem var sófasettið og græjurnar. Svo um hálf 3 leitið vorum við búin að henda öllu útí gám, þrífa íbúðina og bara tilbúin að fara. Ég skal alveg viðurkenna það að horfa á íbúðina svona tóma er eitt það erfiðasta sem ég hef gert og fór náttúrulega að háskæla því það er erfitt að kveðja uppeldiststöðvarnar. Þar með lauk 20 ára búsetu mömmu og pabba á Ísafirði. Af stað fórum við og líka tekin mynd af Arnarnesinu inn fjörðinn svona í síðasta sinn...í bili.
Á leiðinni suður stoppuðum við nokkru sinnum og tókum myndir og voða gaman. Stoppuðum á Brú og fengum okkur að borða og héldum ferðinni áfram og vorum komin í bæinn um kl.22.
Næsta helgi verðu eitthvað svipað nema í staðinn fyrir að hlaupa með sót af 2. hæði og út í gám verður það úr gámnum upp á 2.hæð.
Þó það hafi verið erfitt að segja bless við Urðvarveginn (erum í rauninni ekki að segja bless við Ísafjörð því hann verður þarna áfram og við getum alltaf farið þanngað, bara ekki heim á Urðaveginn) þá verður mjög gott að fá gömlu hjónin til Reykjavíkur og geta hitt þau nánast daglega.

Þá er þessi færsla komin..verður sjálfstætt framhald í næstu viku þegar við flytjum þau inn...

ps.
Nafnið er ekki alveg komið því það á eftir að koma formlega staðfesting frá mannanafnanefnd en formaðurinn fór í sumarfrí áður en staðfestingin var send inn...þetta gat ekki gengið áfallalaust fyrir sig...