mánudagur, júní 26, 2006

Ég lifi

Var að klára bókina Ég lifi.
Ætla ekki að vera segja frá henni í smáatriðum en bókin segir frá manni sem lifir af helförina, slapp úr gettóinu í varsjá og útrýmingarbúðum í Treblinka. Hann missir allt sitt í stríðinu, foreldra, systkyn, vini og kærustur. Nær svo að koma sér á fætur aftur, tók reyndar 10-15 ár og var alveg að tapa sér í sorg og einmannaleik, til þess eins að missa allt aftur í eldsvoða. Þessi maður, Martin Gray, ákvað í staðinn fyrir að taka sitt eigið líf og enda þjáninguna að lifa til að heiðra minninngu ástvina sinna.
Þetta er ein af þessu ævisögum sem er þess virði að lesa. Hann segir frá ljótu hliðinni á mannkyninu, þeir sem njóta þessa að láta öðrum liða illa, drepa og niðulægja, og svo fallegu hliðinni, þeir sem leggja sjálfan sig í hættu til að bjarga náunganum sem þeir þekkja ekki.
Vona að sem flestir sjái sér fært að lesa bókina

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm.. hljómar áhugaverð!
Maður fær hana kannski lánaða við tækifæri - svona ef ég finn einhversstaðar smá frítíma undir steini einhversstaðar...