miðvikudagur, júní 14, 2006

Daglegt líf...

Það er svo sem ekkert fréttnæmt búið að gerast. Er að vinna í því að fá nýtt nafn á allt dótið, tekur smá tíma. Fer með Binna á morgun að ná í nýtt vegabréf og ökuskírteini, eða alla vega að sækja um það.
Ég sótti um í H.Í. um daginn, í lífeindafr. Ákv bara að skella mér, er alveg að klepra á símasvöruninni, verð samt eitthvað á fram hjá Símanum þar sem þetta er víst líka clausus eins og hjúkkan, en við sjáum hvað setur, veit alla vega hvar ég get nælt mér í glósur ;o) (blikkblikk Una)
Hef ekkert meira í bili, kem kannski með eitthvað sniðugt eftir helgi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja skvísa

Komin tími á reunion eftir 2 vikur fyrir vestan.
Enda ekki búin að rekast á þig í Hreyfingu í allt of langan tíma (kannski af því að ég er ekki búin að fara neitt en usss ég byrja aftur bráðum :))
En ég vonast til að sjá þig og það verður gaman að hitta alla

KV

April sagði...

já þú segir nokkuð...ég verð reyndar að segja pass á reunion-ið þar sem ég er nýbúin að vera fyrir vestan að flytja m&p suður...bið bara að heilsa liðinu ;o)