þriðjudagur, maí 29, 2007

Linkar

vil bara benda á það að ég var að stokka upp í linkunum mínum hérna til hægri og búin að bæta einhverjum inn á. Er svona að vinna í því að browsa netið og smella inn þeim sem ég þekki og skrifa reglulega ;o)
ef þið viljið að ég bæti ykkur inn endilega látið vita...

Sumarið er tíminn

Maí mánuður er að líða og þá er sumarið formlega hafði....hefur lofað góðu héðan af.

Ekkert meira búið að gerast síðan á Euro...m&p og Bubba (mamma hans Binna) komu í mat til okkar og hittust þá í fyrsta skipti núna á laugardaginn. Þetta var mjög fínt og eldaði Binni þetta fínasta lamb af stakri snilld...eða það fannst mér alla vega...
Ég er búin að fara á Esjuna 7 sinnum (2 skipti ekekrt rosalega langt, sökum aðstæðna) og fór núna síðast loksins á toppinn. Það var háfaða rokk og skítakuld en við (ég og Hrafnhildur) stoppuðum og fengum okkur nesti og tókum myndir....og svo eins og alltaf....af toppnum liggur leiðin niður...
Ég ætla svo að fara á morgun að kaupa göngustafi því Hrafnhildur flaug á hausinn og skrapaði sköflungnum í steinn, verður með ljótt mar megnið af sumrinu. Önnur kona sem var á eftir okkur var svo góð að lána Hrafnhildi stafina sína sem eru víst mjög vinsælir þarna í fjallgöngunum.

Svo er bara að vera duglega að fara út að hreyfa sig...

mánudagur, maí 14, 2007

Stelpudagurinn bleiki

Stelpurdagurinn tókst með stæl hjá okkur...
við byrjuðum á því að hittast hjá Unu og fá okkur Subway. Sáttum svo heillengi hjá henni að spjalla um eitt og annað, þannig skautarnir duttu upp fyrir, en það var bara í fínu lagi. Við skelltum okkur í sund og spókuðum okkur þar í góðan klt. Fórum svo aftur heim og fengum okkur taco, með misjöfnum árangri. Við fylgdumst svo spennt með Eurovision og vorum komin með góðan drykkjuleik.
Áttum að drekka þegar komi hallærislega tæknibrellur á sviðinu, dansarnir voru flottari en lagið, eldur, rok og reykur á sviðinu og eitthvað meira eurovision hefði, fannst samt furðu lítið af kjólskiptingum hjá kvenkynskynninum.
Svo stiga gjöfin:
Ef England fær stig - drekka
Ef England fær 8/10 stig - drekka allt glasið
Ef England fær 12 stig - skot
Ef Bulgaria fær 8 + stig - drekka
Ef Armeni fær 8+ sitg - drekka


og viti menn....England fékk 12 stig frá bloodddy Írunum!!!! ekki nóg með það, næsta land sem kom á eftir Írlandi, gaf Bulgariu og Armeniu 8/10 stig...það var sem sagt nóg að gera hjá okkur. Ég var alltaf jafn hissa á því hvað bjórinn minn kláraðist hratt :o/

Við skelltum okkur svo niður í bæ og byrjuðum fótgangandi...eftir smá stund stoppaði mjög elskulegur leigubílstjóri fyrir okkur...takk fyrir það....

Vorum svo sem ekki lengi í bænum, alltof mikið af fólki til að nenna að vera að standa í röð og eitthvað rugl og vesen....

Ester fékk Ágúst til að sækja okkur og skutla mér og Allý heim....sunnudagurinn var svo frekar góður en ég ákvað að núna verður tekin smá djamm pása fram að Flateyarferðinni 20-22 júli!!!

Meira var það ekki sem gerði þessa helgina....við komumst ekki áfram í Eurovision, land frá Austur Evrópu vann (reyndar alveg réttmætlega) og stjórnin féll ekki, alla vega ekki alveg...

Bið að heilsa í bili...

mánudagur, maí 07, 2007

Tékk inn

Bara láta vita að ég er enn á lífi...fór á Esjuna á föstudaginn upp að klettunum og niður aftur á 1 klt og 40 mín, ekki slæmt. Var náttúrulega ein á ferð þannig enginn til að spjalla við eða stoppa eða eitthvað.
Kíkti í psrtý til Ingu hópstjóra á lau sem var hin ágætasta afþreying. Var svo að vinna sun og núna mánudag og er þá komin í 2 daga frí og svo 3 daga frí.
Á næstu helgi verður stelpudagur 2 og ætlum við að fara á skauta og sund og horfa svo á Eurovision heima hjá Unu...þó Eiki sé harður rokkari verður þemað hjá okkur bleikt!!!

bið að heilsa í bili...

þriðjudagur, maí 01, 2007

Esjan á verkalýðsdaginn

Ég var búin að auglýsa það grimmt (aðeins of sterkt til orða tekið) að ég og Hrafnhildur ætluðum á Esjuna í dag. Nokkrir sýndu áhuga ef fyrrplön mundu bregðast sem virtist ver líklegt en samt var það bara ég og Stebbi sem fórum upp.
Þetta var ágætisferð hjá okkur á ágætishraða en við fórum ekki alveg upp vegna slæms skyggnis...eins og síðast.

Ég fór svo í bað þegar ég kom heim, meikaði ekki að koma mér í sund og svo sváfum við öll fjölskyldan (ég Binni og Pjakkur) daginn meir og minna af okkur. Binni dreif sig núna til að horfa á leikinn, mamma og pabbi eru mat hjá Ásthildi frænku minnir mig (eru alla vega ekki heima og svara ekki gsm).
Ég ætla bara dóla mér í því að fá mér að borða og setja myndir á netið en getið kíkt á myndirnar hans Stebba hérna.
Mínar koma svo inn seinna....vonandi í dag...

Apríl kveður...og mánuðurinn líka