þriðjudagur, maí 29, 2007

Sumarið er tíminn

Maí mánuður er að líða og þá er sumarið formlega hafði....hefur lofað góðu héðan af.

Ekkert meira búið að gerast síðan á Euro...m&p og Bubba (mamma hans Binna) komu í mat til okkar og hittust þá í fyrsta skipti núna á laugardaginn. Þetta var mjög fínt og eldaði Binni þetta fínasta lamb af stakri snilld...eða það fannst mér alla vega...
Ég er búin að fara á Esjuna 7 sinnum (2 skipti ekekrt rosalega langt, sökum aðstæðna) og fór núna síðast loksins á toppinn. Það var háfaða rokk og skítakuld en við (ég og Hrafnhildur) stoppuðum og fengum okkur nesti og tókum myndir....og svo eins og alltaf....af toppnum liggur leiðin niður...
Ég ætla svo að fara á morgun að kaupa göngustafi því Hrafnhildur flaug á hausinn og skrapaði sköflungnum í steinn, verður með ljótt mar megnið af sumrinu. Önnur kona sem var á eftir okkur var svo góð að lána Hrafnhildi stafina sína sem eru víst mjög vinsælir þarna í fjallgöngunum.

Svo er bara að vera duglega að fara út að hreyfa sig...

Engin ummæli: