þriðjudagur, nóvember 29, 2005

iPOD

Var að tala við Ásthildi frænku og hún vill endilega að hitta mig í kvöld og láta mig fá iPOD-inn minn....ég er að fá iPOD í kvöld!!!!
skiluru....

mánudagur, nóvember 28, 2005

Harry Potter og mörgæsirnar

það hafðist...ég og Ester drösluðum okkur í bíó á föstudaginn á Harry Potter....ég ætla aftur!!! þrátt fyrir að hafa verið með krónískan kjánahroll fyrir hlé, það er erfitt að vera unglingur ;o)
svo á laugardeginum fór ég með mömmu og pabba að skoða/versla í IKEA, ég var reyndar búin að taka smá forskot á kláraði mitt á föstudeginum, sem var gott því það var pakkað og troðið á laugardeginum og enga kerru að fá...fór svo með pabba í bíó á laugardaginn á Mörgæsirnar, þær eru ekkert smá krúttlegar, mig langar í eina :OD
það var smá skrall á okkur á laugardeginum. Fengu 2 gesti, Gylfa og bróður hans Steina, og vorum að spila 70 mín spilið sem Binni vann. Fórum eftir það á Players og þaðan beint út....bara gamalt fullt fólk.....svipurinn á Gylfa var allt sem segja þyrfti...þannig við drifum okkur út og fórum í bæinn, ætluðum að fara á gaukinn á Jet Black Joe en vegna slæmrar reynslu á gauknum fórum við á nasa á ný dönsk og skemmtum okkur bara mjög vel....fékk að dansa við kallinn minn og allt :o)
maður var hins vegar ekki sá hressasti í gær...tókum war of the worlds sem var ekkert rosalega góð en þá vitum við það allavega ;)
Ásthildur lendir í dag og ég get ekki beiðið með að hitta hana (og fá iPOD-inn) ætla að kaupa jólgjafir handa krökkunum úti og fá hana til að taka með sér til baka....
bið að heilsa ykkur í bili.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ég hata mannanafnanefnd

veit ekki af hverju þetta er að pirra mig núna allt í einu en þetta fann ég á netinu:

Mál nr. 69/2004Eiginnafn: Nóvember (kk.)Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Nóvember tekur eignarfallsendingu (Nóvembers) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nóvember er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Svo fletti ég upp Apríl og fékk þetta:
Drengir
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn drengja.

Stúlkur
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn stúlkna.

Millinöfn
Apríl er ekki á skrá yfir millinöfn.


mér blöskraði nú smá....kannski ég skipta bara yfir í Nóvermber (get þá alla vega svarað játandi þegar ég er spurð hvort ég sé fædd í nóvermber)

Nýtt

jæja þá er komið nýtt dót á heimilið....vorum að fá okkur nýtt rúm, rafmagnsrúm sem hægt er að breyta hingað og þanngað og fram og til baka :o) ég keypti í gær málningarkassa í honum var: strönur, 3x strigar, 5 penslar, 12 litir og 1 blýantur
Við vorum að mála voða fínt í gærkvöldi og ég ætla að kaupa fl striga á morgun og fara að leika mér ;o) svo verður rekki amalegt að fara að sofa í nýju rúmi í nótt sem er hægt að lyfta upp haus og fætur :oD
var líka að fá dótið utan af iPOD-inum mínum sent að utan, Ásthildur frænka kemur til landsins 27/11 minnir mig að amma hafi sagt....og nýju skenkurinn tekur sig líklega vel út í herberginu með nýju náttborðunum.....gott að við eigum eftir að kaupa jólagjafirnar því allir fá bara undur falleg listeverk frá okkur í ár
bið að heilsa þar til næst

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Afmæli og kvef

frábært átti afmæli í gær sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað ég er ferlaega slöpp í dag...og eiginlega líka í gær. Binni sagði mér að Emma systir hans ætlaði að kíkja í heimsókn en það var einhver misskilningur og hún kemur líklega í kvöld eða eitthvað. Binni þurfti endilega að gefa mér aðeins meira en iPOD í ammælisgjöf og gaf mér 10.000 gjafabréf í Kringluna :oD ég var sko ekki lengi að ákv í hvaða búð þetta skildi að miklu leiti fara í.... La Senza takk fyrir!!!! Eyddi góðum 30mín+ í að máta og var mjööööög sátt þegar ég gekk út, á reynda smá eftir að peningnum og ætla eyða því í buxur á morgun ef ég kemst frammúr. Við fórum svo út að borða á Ask sem ég hélt að væri tiltölulega fínni staður en þetta var svo sem ágæt. Svo vorum við bara heima að horfa á svjónvarpið, x-box og lesa (ekki allt í einu). Svo vaknaði ég í morgun með stíflað nef og hósta, og er komin núna með hálfgerða beinverki og eitthvað asnaleg...sam ekki nógu veik til að fara heim :o(
Ætlum svo að fara að skoða rúm í Svefn&Heilsa á morgun....förum að fara að sofa betur

mánudagur, nóvember 14, 2005

ái....

Var að vinna í Selaveislunni miklu á laugardaginn, 17:30 - 03:30 voða gaman....ætlaði að fara í bæinn með Binna og Gylfa en hafði mig ekki í það, fór og fékk mér pylsu og fór svo heim og fékk mér bjór sem var vooooða gott... ;o) Binni kom stuttu seinna þar sem það var ekkert gaman niðrí bæ....ég er svo á leiðinni á jólahlaðborð með símanum 10.des, binni kemur ekki með þar sem þetta er bara fyrir starfsmenn (ömó) hefði getað fengið frítt á jólahlaðborðið á argentínu steikhús en þar sem binna langar frekar á villibráðahlaðborð :o/ tvö ágæt saman....mörgum finnst ansalegt að ég skuli frakar fara ein á þetta hlaðborð en eins og síðustu vikur eru búnnar að vera er ekkert víst að við komumst á argentínu steikhús yfir höfuð þannig þetta var ákv í fullu samráði ;oD
og svo erum við að fara heim 22.des þar til næst

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

iPOD

var að fá póst frá Ásthildi frænku í dag....það er búið að kaupa iPOD-inn handa mér, það skemmtilega er að Þórir (maðurinn hennar Ásthildar) fór að versla handa mér nema hvað gaurinn sem seldi honum græjuna hélt að hann ynni hjá Appel og gaf honum 15% afslátt.....heppinn.....þannig eftir 3 vikur fæ ég græjuna í hendurnar....á örugglega ekki eftir að geta sofið næstu 3 vikur!!!!
Vildi bara svona láta ykkur vita ;o)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jólin koma 22 des

jæja búin að bóka farið vestur fyrir okkur hjónin....en því miðru gat ég ekki fengið 21.des eins og ég vildi þannig ég fer með seinni vél 22.des, brottför kl.15:15 :0) og kem heim aftur 27.des. er alveg að tapa mér í þessu...fór og keypti eina gjöf í gær. Hún er handa Esteri og hún er ljót (gjöfin en ekki Ester)!!! Ester heldur að hún geti toppað mig en gleymið ekki að ég er 2-0 yfir :oD
er farin að eyða frídeginum mínum í eitthvað annað en að vera við tölvuna...því ég er það nánast alla aðra daga.....
bjæó

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Keppni til jóla

Ég, Lára, og María vinkona hennar erum komnar í keppni. Svona Biggest Looser keppni ;0) og mun hún standa til 15.des og aftur eftir jól. Ég stend verst af vígi í augnablikinu en það er aldrei að vita nema ég skjóti þeim bara ref fyrir rass eftir mánuð eða svo....er ekki búnnar að ákv verðlaunin en hugmyndin var að fara í dekur og sú sem vinnur þarf ekki að borga :oD gegt kúl.....hvernig sem fer verður maður orðin flott(ari) og spengileg(ri) á jólunum. Talandi um jólin, þá ætlar Binni að koma og vera með mér um jólin fyrir vestan, þetta var hálf ömó í fyrir ;o) en svo verðum við hérna á áramótunum....audda......svo á ég afmæli þriðjudaginn eftir viku er að spá í að gera eitthvað eða kannski ekki.....veit ekki hvernig nennarinn verður hjá mér ;o)
og svo datt mér svolítið sniðugt í hug....fara að versla jólagjafirnar núna svo við þurfum ekki að vera að gera það í brjálæðinu í desember....aahhhh.....sko ég er klárari en þið haldi að ég sé.....
jæja ætla að fara að gera eitthvað hérna.....búið að vera brjálað að gera í þjónustuverinu í dag....enski boltinn og eitthvað rugl ;o)

föstudagur, nóvember 04, 2005

How to Make a Woman and a Man Happy

Svona ganga samböndin upp ;o)

It's not difficult to make a woman happy. A man only needs to be:
1. a friend
2. a companion
3. a lover
4. a brother
5. a father
6. a master
7. a chef
8. an electrician
9. a carpenter
10. a plumber
11. a mechanic
12. a decorator
13. a stylist
14. a psychologist
15. a pest exterminator
16. a psychiatrist
17. a healer
18. a good listener
19. an organizer
20. a good father
21. very clean
22. sympathetic
23. athletic
24. warm
25. attentive
26. gallant
27. intelligent
28. funny
29. creative
30. tender
31. strong
32. understanding
33. tolerant
34. prudent
35. ambitious
36. capable
37. courageous
38. determined
39. true
40. dependable
41. passionate
42. compassionate
WITHOUT FORGETTING TO:
43. give her compliments regularly
44 love shopping
45. be honest
46. be very rich
47. not stress her out
48. not look at other girls
AND AT THE SAME TIME, YOU MUST ALSO:
49. give her lots of attention, but expect little for himself
50. give her lots of time, especially time for herself
51. give her lots of space, never worrying about where she goes
52. give the authority, but never expect her to be responsible
53. give her the last word, no matter what the cost to your life and limb
AND IT IS VERY IMPORTANT:
54. Never to forget: birthdays, anniversaries and arrangements she makes

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Leiðinlegasti dagur ever.....

já gott fólk þetta er búið að vera sá leiðinlegast dagur hjá mér í vinnunni....einhverni vegin bara mál og vesen og fólk að nöldra eins og það fái borgað fyrir það...mig langar að gráta....eða í það minnsta að fara heim og fá mér ís.....en ég er víst komin í eitthvað andskotans átak....ég ætla að vera í fýlu í kvöld....