þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ég hata mannanafnanefnd

veit ekki af hverju þetta er að pirra mig núna allt í einu en þetta fann ég á netinu:

Mál nr. 69/2004Eiginnafn: Nóvember (kk.)Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Nóvember tekur eignarfallsendingu (Nóvembers) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nóvember er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Svo fletti ég upp Apríl og fékk þetta:
Drengir
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn drengja.

Stúlkur
Apríl er ekki á skrá yfir eiginnöfn stúlkna.

Millinöfn
Apríl er ekki á skrá yfir millinöfn.


mér blöskraði nú smá....kannski ég skipta bara yfir í Nóvermber (get þá alla vega svarað játandi þegar ég er spurð hvort ég sé fædd í nóvermber)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bahahahaaaaaaaa.....

Get skilið að þér blöskri - en ég get ekki annað en gargað af hlátri!