miðvikudagur, júní 24, 2009

Jónsmessuganga á Esjunni

loksins gerðist það, ég skellti mér í Jónsmessugöngu og það um miðja nótt. Ég fór með Línu (stelpa úr búttinu) upp á fjall og lögðum við af stað um kl.1;20, við vorum komnar upp að steini kl.02:30 en stoppuðum stutt því það var farið að dropa aðeins á okkur og meiri vindur en hafði verið við ánna. Við vorum heldur ekki að fara alveg upp á topp því Lína hefur ekki farið á toppinn áður og ég hef bara farið 2-3 og alls ekki vön, enda væri bara vitleysa að fara á toppinn kl.3 að nóttu til ;o)
Við töltum niður aftur að ánni og fengum okkur heitt kakó og heimabakaða snúða sem var ekkert smá næs :o) Við vorum svo komna aftur niður í bíl kl.03:40, þreytta en mjög ánægðar með þetta framtak hjá okkur. Svo skellti maður sér bara í sturtu þegar heim var komið og upp rúm og var ég bara að vakna núna kl.13...Lína hörkutól fór hins vegar að vinna kl.8 í morgun :o/ (ég átti að vera á morgunvakt en fékk að skipta og er á kvöldvakt)
Svo er það bústaður í Húsafell á helginni og ég sé bara heita pottinn og Jello skotin í hyllingum!!!

Later...

laugardagur, júní 20, 2009

Seinni hluti júní

Þá er farið að síga á seinni hluta júnímánaðar og hvað er búið að gerast. 17.júní kom og fór án mikillar eftirtektar fyrir utan 2 tíma útiæfingu í Búttinu, ég og Binni skelltum okkur í svo smá vel verðskuldaðan ísrúnt og svo fór í bíó með pabba um kvöldið á Terminator, var sko ekki svikin af honum Christian Bale mínum :o)
Verð samt að monta mig að svolítlu, á föstudaginn hjólaði ég í vinnuna, í búttið og þaðan heim aftur rosa dugleg!! en ekki nóg með það þá ákváðum við Binni að fara út í hjólatúr og hjóluðum niður á Lauga-ás og fengum okkur sitthvorn bjórinn. Svo hjóluðum við aftur heim takk fyrir :o) mín ekkert smá dugleg og ekkert smá þreytt, enda fór ég upp í rúm nánast um leið og við komum heim og steeeeeeeiiiin sofnaði.
Við skelltum okkur svo í smá rúnt upp á Gvendarbrunna og skoðuðum okkur aðeins um þar, voða flott en best var samt tertan!!! Besta tertan sem ég hef nokkurn tíman fengið, ever....gleymdi að spyrja hvaðan þau fengu hana...
Næstu helgar eru svolítið bókaðar, ég er að vinna núna sunnudag til föstudags, næstu helgi, strax eftir vinnu förum við upp í Húsafell í bústað með Ástu & Gunna og fl, helgina eftir það er stóra útilegu helgin þar sem við ætlum að ferðast aðeins um suðausturlandið endum kannski á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði, við bara sjáum til...

Ætla reyna að henda inn einhverjum myndum núna við tækifæri, maður verður nýta tæknina ;o)

Í bili...

miðvikudagur, júní 17, 2009

17. júní

Til hamingju með daginn landar :o)
Aldrei þessu vant er ég í fríi í dag og skellti mér í tilefni af því á eina Boot Camp æfingu, tveggja tíma. Fattaði líka að í dag er ár frá því að ég byrjaði í Búttinu, ár síðan ég byrjaði í þessari geðveiki, eina sem ég sé eftir er að hafa ekki byrjað á þessu fyrr....
Annars er lítið annað að frétta, vinna og vinna og reyna að nýta sumarið.
Í næstu viku er Jónsmessunótt og er ég mikið að spá í að láta gamlar áætlanir um fjallgöngur þá nóttina ganga eftir og tölta aðeins upp á Esjuna. Vandamálið er hin vegar það, ég er á kvöldvakt og svo strax morgunvakt þann 24. :o/ Reyni að fá þessu breytt annars verður það bara harkan sex í sólarhring ;o)
Er samt mikið að spá í að leggja í mig núna í smá stund...smá snús...

kv.
Apríl Eik