föstudagur, júlí 27, 2007

Myndir

vildi bara láta vit að myndirnar úr Flatey eru komnar á netið....

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Flatey 2007

Þetta var frábær helgi í alla staði...það var kannski ekki "slappað af" eins og þarna fyrir 3 árum en það var ekki slegið slöku við.
Ferðalagið byrjaði um 11:30 á föstudaginn og þar sem Binni var að keyra fékk ég mér bjór í tilefni dagsins. Við vorum svo samferða Ester og Ágústi út í eyju með Baldri (báturinn) kl.15. Þar mætti okkur allsherjar móttökunefnd. Við sem komum af bátnum vorum æst í að leggja í hann, enda allir með bakpoka til að skella á bakið, en það var víst bannað. Okkur var svo hent í "smá" ratleik...ábending til þeirra sem eru að skipuleggja ratleik: Ekki segja fólki að taka með sér það allraf nauðsynlegasta, bjór og myndavél....það er EKKI gott að hlaupa um allt með 5 bjórinn!!!! Nema hvað...þarna vorum við 15 manns hlaupandi eyjuna nánast þvera og endilanga með gutlandi bjór í mallanum, yfir þúfur og mýri, innan um hóla og legsteina og kolbrjálaðar kríur, en allir sluppu þó lifandi. Kvöldið fengum við svo kjötsúpu a la mamma hennar Sólbjartar (hin sem var að skipuleggja þetta með Unu) sem var vægast sagt mjöööööööö góð. Bjóra og annar var svo opnaður og gítarinn gripinn. Sumir fóru fyrr að sofa aðrir seinna, ég var ein af þessum "sumum.
Laugardagurinn byrjaði með ógeðslegri þynnku dauðans, og komst ég að því að fylleri með bara bjór er kannski ekki mín sterkasta hlið. Allir voru nú samt meir og minna eftir sig eftir kvöldið áður og var bara spilað, farið í göngutúra, teknar myndir og meiri bjór drukkinn....hægt. Eftir kvöldmatinn var tekið laaaaangt ligg þar sem fólk lá hvert í sinni holu. Ég, Binni, Ester og Ágúst vorum saman í herbergi og var þetta heitasta herbergið á svæðinu, ekki bara útaf því við erum heitustu pörin heldur þá liggja leiðslur úr ofninum í eldhúsinu upp í vegginn við herbergið, og engin (non what so ever) dragsúr á eyjunni (hafgolan beilaði á okkur).
Seint á laugardagskvöldið fór fólk að skríða á fætur og partýinu haldið áfram. Við settumst út þar sem Binni lék á alls oddi með gítarinn, ekki óvinsæll þar.
Svo var frændi Unu (eða einhverss) að halda upp á afmælið sitt og auðvita öllum boðið. Bræðrabandið (synir Hjónabandssins) léku fyrir dansi og var gott að komast á gamaldags sveitaball...eitthvað sem hefur ekki gerst síðan langt inná síðustu öld. Eftir ballið var farið aftur upp í hús, sumir fóru fyrr að sofa, aðrir seinna...ég var ein af þessum öðrum.
Sunnudagurinn byrjaði betur en laugardagurinn hjá mér en ekki alveg eins hjá Binni og mörgum öðrum, en ekkert til að hugsa um, báturinn fer kl.13 með eða án þín. Una og Allý voru eftir, en löbbuðu niður á bryggju með okkur.
Svo brunuðum við bara í bæinn, og sofnuðum nokkuð snemma hérna framm í stofu yfir sjónvarpinu endan viðburðarmikil helgi.

Ég var svo í fríi í gær og fór ég keypti Harry Potter, sem ég lét taka frá fyrir mig fyrir helgi og er að drýfa mig að lesa hana áður en endirinn spyrst út.

Ætla reyna svo að henda inn myndunum en hérna er smá frá henni Sylvíu að taka Sylvíu

mánudagur, júlí 16, 2007

Indverskur Thriller

Stebbi benti mér á þennan indverska Thriller...ég bara trúi því ekki að fólki sé alvara með þetta....

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Tíminn flýgur

hvað er að fréttar?
Harry Potter var mögnuð, virkilega vel útfærð, hæfilega miklu sleppt (lengsta bókin af þeim 6 sem eru komnar) og hæfilega mikið tekið inn, mikilvægt og ekki svo mikilvægt.
Síminn er enn þá að gera sig og hjólið hans Binna á alla hans athygli (nánast) á kvöldin, þannig lítið breyst þar enn sem komið er.
Við erum að fara upp í bústað á næstu helgi og ætlum að taka til í garðinum með Bubbu og Emmu. Ég vil helst taka Pjakk með því þetta er þá 3 helgin í röð (af 4) sem við erum ekki heima, erum að fara út í Flatey 20-22 júlí og ekki getum við tekið hann þanngað með okkur.
Ég er byrjuð að lesa aðeins fyrir skólann og alltaf rifjast það betur og betur upp fyrir mér hvað þetta er mikið magn af utanbókarlærdómi, en við mössum þetta, þ.e.a.s. við stelpurnar sem erum að fara í þetta. Var að tala við Láru sem vinnur hérna og er að fara í hjúkrun, við vorum nokkuð sammála um að læra mest bara einar en svo hittast og fara yfir þetta saman, setja okkur fyrir næstu viku og fl. Planið verður s.s. veljum okkur kafla til að glósa úr svo við séum ekki allar að glósa úr öllu og svo deilum við þessu með okkur, gera sitthvort verkefnið og eitthvað. Þannig næst meira úr lærdómnum.
Svo verð ég líka að vinna 2 kvöld í viku og aðra hverja helgi 12 tíma (alla vega til að byrja með, sjáum hvort ég haldi geði)....þetta verður ekkert mál bara ef ég trúi því....og verð skipulögð....og held einbeitingu....og smá guðslifandilukku....
þannig allir mega bara senda mér góða strauma takk fyrir...

bið að heilsa í bili...er að fara logga mig út og hjóla heim...sem var ógeðslega góð hugmynd í morgun því þá fékk ég að sofa aðeins lengur en er ekkert voða sniðgu núna...

pís áut

sunnudagur, júlí 08, 2007

Þögn er sama og samþykki??

Rakst á þessa grein í visir.is um dóminn sem var feldur í nauðgunarmáli núna í vikunni. Eftir að hafa lesið greinina þá spyr maður sig hvað þarf að gerast á þessu landi til að dómskerfið taki fyrir alvöru á svona málum. Maður heyri pólitíkusa ræða um jafnrétti og kvennréttindamál og launhækkanir kvenna og s.f.v. en eitthvað virðist þetta málefni ekki alveg jafnmikilvægt.

Greinin er hérna á visir.is

föstudagur, júlí 06, 2007

Harry Potter

bara segja ykkur það....

Ég er að fara á Harry Potter á mánudaginn....

miðvikudagur, júlí 04, 2007

K610i



já ég lét freistast...
ég skellti mér á Sony Ericsson K610i eeeeldrauðan og svo fallegan...enda bara sanngjarnt þar sem Binni fékk sér 900 þús kr. hjól á mánudaginn að ég fá eitthvað líka :o)
Talandi um Binna og hjólið....hvar er Binni??? Hef eiginlega ekkert séð af kallinum mínum síðan hjólið kom og sit núna ein að horfa á Road to Eldorado og Disney Hróa Hött....sem er í fínulagi :o)
Binni keypti sé jakka og hanska í dag og er bara orðin hinn flottasti töffari!!! Það verður örugglega ekki langt þanngað til ég græja mig upp og rúnta með honum og jafnvel taki prófið...en það verður líklega ekki fyrr en næsta vor/sumar.
Ég fer svona að fara að koma mér í háttinn eða alla vega huga að því þó sólin sé enn uppi...kannski ég stökkvi út á leigu og taki video....neee klukkan er svo margt...nenni ekki ;O)

Bæbæ

mánudagur, júlí 02, 2007

Bústaður

Við fórum upp í bústað á helginni...sem var fínt.
Ég mætti þarna galvösk hélt að ég mundi ekki gera neitt annað en að liggja og sóla mig til 5-6 en nei....það var skýað og vindur upp frá. Allt í lagi með það. Ég henti inn í ísskáp og fór að taka til, viðra sængurnar og ryksuga og gera fínt hjá okkur. Svo þegar ég var loksins búin að því öllum, haldiði ekki að sólin hafi bara látið sjá sig. Færði garðstólinn í skjól og tók með mér bók og öl og var þar þanngað til stelpurnar mættu (Allý og Una).
Þær sátu svo með mér þar til Binni kom og þegar hann var komin tókum við okkur til og grilluðum pullur (pylsur). Um kvöldið var svo spilað actionary (stelpur vs. strákar) Strákarnir (Binni & Nonni) skutu okkur ref fyrir rass en við burstuðum þá nú samt :oD Svo var farið í bjórspilið og því hætt eiginlega bara nokkuð fljótlega svo þetta færi nú ekki í tóma vitleysu...
Laugardagurinn var eitthvað hálf-ræfilslegur, strákarnir fóru í ánna til að losna við þynnkuna, sem virkaði víst, en við stlpurnar vorum bara að sóla okkur meðan færi gafst. Um kvöldið elduðum við svo alvöru grill mat og stóðum á gati. Svo hófst uppvaskið...en gekk ekki lengi því sökum lítillar rigningar er fjallið nánast tómt...höldum við. En þar sem allir voru eitthvað þreyttir og lúnir eftir kvöldið og daginn var bara ákveðið að bruna heim, hver í sitt kot.
Ég og Binni áttum svo góðan dag saman á sunnudaginn, sváfum vel og lengi út, eitthvað sem hefur ekki gerst lengi. Við kíktum aftur upp í bústað því það var eitt og annað sem við skildum eftir. Það sprakk á bílnum en við reddum því á no time. Grilluðum restina af pullunum og gáfum hestunum restina af brauðinu. Svo þegar við vorum að keyra heim fór bíllinn allt í einu og víbra og hökta og við höfum ekki hugmynd um hvað var/er að.
En það er í lagi því Binni fór og verslaði sér 1 stk mótorhjól, Honda Shadow....gegt flott nýkomið úr pakkanum...spr. hann muni hafa tíma fyrir mig eitthvað :o/ jújú...

Svo er bara að halda áfram að þykjast að njóta sólarinnar hérna í vinnunni...