þriðjudagur, júlí 24, 2007

Flatey 2007

Þetta var frábær helgi í alla staði...það var kannski ekki "slappað af" eins og þarna fyrir 3 árum en það var ekki slegið slöku við.
Ferðalagið byrjaði um 11:30 á föstudaginn og þar sem Binni var að keyra fékk ég mér bjór í tilefni dagsins. Við vorum svo samferða Ester og Ágústi út í eyju með Baldri (báturinn) kl.15. Þar mætti okkur allsherjar móttökunefnd. Við sem komum af bátnum vorum æst í að leggja í hann, enda allir með bakpoka til að skella á bakið, en það var víst bannað. Okkur var svo hent í "smá" ratleik...ábending til þeirra sem eru að skipuleggja ratleik: Ekki segja fólki að taka með sér það allraf nauðsynlegasta, bjór og myndavél....það er EKKI gott að hlaupa um allt með 5 bjórinn!!!! Nema hvað...þarna vorum við 15 manns hlaupandi eyjuna nánast þvera og endilanga með gutlandi bjór í mallanum, yfir þúfur og mýri, innan um hóla og legsteina og kolbrjálaðar kríur, en allir sluppu þó lifandi. Kvöldið fengum við svo kjötsúpu a la mamma hennar Sólbjartar (hin sem var að skipuleggja þetta með Unu) sem var vægast sagt mjöööööööö góð. Bjóra og annar var svo opnaður og gítarinn gripinn. Sumir fóru fyrr að sofa aðrir seinna, ég var ein af þessum "sumum.
Laugardagurinn byrjaði með ógeðslegri þynnku dauðans, og komst ég að því að fylleri með bara bjór er kannski ekki mín sterkasta hlið. Allir voru nú samt meir og minna eftir sig eftir kvöldið áður og var bara spilað, farið í göngutúra, teknar myndir og meiri bjór drukkinn....hægt. Eftir kvöldmatinn var tekið laaaaangt ligg þar sem fólk lá hvert í sinni holu. Ég, Binni, Ester og Ágúst vorum saman í herbergi og var þetta heitasta herbergið á svæðinu, ekki bara útaf því við erum heitustu pörin heldur þá liggja leiðslur úr ofninum í eldhúsinu upp í vegginn við herbergið, og engin (non what so ever) dragsúr á eyjunni (hafgolan beilaði á okkur).
Seint á laugardagskvöldið fór fólk að skríða á fætur og partýinu haldið áfram. Við settumst út þar sem Binni lék á alls oddi með gítarinn, ekki óvinsæll þar.
Svo var frændi Unu (eða einhverss) að halda upp á afmælið sitt og auðvita öllum boðið. Bræðrabandið (synir Hjónabandssins) léku fyrir dansi og var gott að komast á gamaldags sveitaball...eitthvað sem hefur ekki gerst síðan langt inná síðustu öld. Eftir ballið var farið aftur upp í hús, sumir fóru fyrr að sofa, aðrir seinna...ég var ein af þessum öðrum.
Sunnudagurinn byrjaði betur en laugardagurinn hjá mér en ekki alveg eins hjá Binni og mörgum öðrum, en ekkert til að hugsa um, báturinn fer kl.13 með eða án þín. Una og Allý voru eftir, en löbbuðu niður á bryggju með okkur.
Svo brunuðum við bara í bæinn, og sofnuðum nokkuð snemma hérna framm í stofu yfir sjónvarpinu endan viðburðarmikil helgi.

Ég var svo í fríi í gær og fór ég keypti Harry Potter, sem ég lét taka frá fyrir mig fyrir helgi og er að drýfa mig að lesa hana áður en endirinn spyrst út.

Ætla reyna svo að henda inn myndunum en hérna er smá frá henni Sylvíu að taka Sylvíu

Engin ummæli: