þriðjudagur, desember 15, 2009

Jólin 2009

Þá er komið að því enn einu sinni...prófin eru búin, þau komu og fóru með öllum sínum hamagangi á einni viku. Gekk ágætlega og held ég hafi nú bara náð þessu öllu saman, tölfræðin er á einhverju reiki þar sem ég bara hreinlega kveikti ekki á heilu 20% dæmi og krossarnir voru ekkert til að hrópa húrra fyrir, 25% þar = 45% sem eru á mjög svo steingráu svæði :o/ En þetta er eitthvað sem mun koma í ljós eftir áramót og borgar sig ekkert að stessa sig á því :o)
Svo voru við með lítill hundaling í pössun sem heitir Spori og ber sko nafn með réttu, hann var hjá okkur í tvær vikur og fór núna til "ömmu sinnar" (mömmu hans Binna) í dag og var Bóbó sett í gang og gólfið skúrað líka!!!! Núna er alveg æðislega hreint og jólalegt en jólastússið heldur áfram á morguna, þá er að klára svefnherbergið, jólagjafir, jólakort og eitthvað fleira þannig það er nóg að gera....
hvað meira...Búttið er enn á sínum stað, nema á föstudag og mán og svo er ég líka í nýliðum Björgunarsveitarinnar Ársæl, hef reyndar ekkert mætt undanfarið sökum anna vegna prófa og jóla, en ég fer að bæta úr því ;o) Flugeldasala og fleira stuð :o)
Svo er líka bara nóg að gera í vinnunni, er búin að vera í ágæts fríi um prófin en tek nokkrar vaktir í "jólafríinu" og í fyrsta skipti á ævinni (að mig minnir) verð ég að vinna á aðfangadag, bara morgunvakt en ég held það verði bara gaman ;o)
Núna ætla ég hins vegar að fá mér smá rauðvín og slappa aðeins af :o)

ltr

þriðjudagur, október 27, 2009

Október

Ég er svoooo ekki að standa mig í þessu :o/ sorry...
en hef svo sem ekki mikið að segja, er enn að massa Björgunarsveitina. Fór eina helgi á námskeið í fyrstu hjálp og fékk að sjálfssögðu tíu á prófinu. Fórum svo 3 vikum seinna í útilegu þar sem var kalt, blautt erfitt og ógeðslega gaman. Næsta útilega er helgina sem ég á afmæli en það er víst spurning hvort ég fari því frændi hans Binna á afmæli sömu helgi fyrir norðan...sjáum til með það.

Var svo að klára verknámið á B-2 sem var mjög gaman og fræðandi....nú tekur við nóvember mánuður verð eintóm gleði í verkefnavinnu....

ltr peeps...

þriðjudagur, september 08, 2009

Skóli og vinna....

Skólinn er byrjaður og það á fullublasti!!!
Hef heyrt af m ínum eldri nemendum að 3. árið sé víst bara böl en mér lýst bara nokkuð vel á það sem við erum að læra núna og ekki verra að fara bara í 3 lokapróf af 5 fögum. Við erum s.s. í Hjúkrun Krabbameins sjúklinga, Hjúkrun langveikrafullorðinna, Vöxtur og þroski, Tölfræði og Aðferðafræði. Ég fer í verknám á B2 sem er taugalækningadeild, ég var á B6 sem er heila- og taugaskurðlækningadeild. Á B2 eru s.s. fólk sem á við einhvers konar heila og taugavandamál að stríða en fer ekki í skurðaðgerð, t.d. Parkinson, heilablóðföll og fl. Í verknáminu eigum við að framkvæma líkamsmat sem ég held að verði rosalega krefjandi á deildinni minni að fara í gegnum taugakerfið...er farin að finnast það eitthvað svo rosalega spennandi :o)
Annars er bara allt gott að frétta, það var smá taugatitringur hérna fyrir helgi útaf fundinum með forstjóra LSH en þetta á allt eftir að skýrast á næstu vikum og deildarstjórinn ætlar að berjast framm í rauðan dauðann fyrir okkur nemana, þannig það er ekki kominn tími til að panika alveg strax ;o)
Ég held svo áfram í Búttinu (Boot Camp) og er komin í góðan félagsskap þar. Við Búttí skvísurnar ætlum nefnilega að taka átakið alminnilega núna í sep og fram að jólum og byrjuðum kannski svolítið skart...fórum sjálfar á þri í síðustu viku og í lok vikunnar vorum við allar svo rosalega búnar á því að engin mætti á föstudaginn...ég var reyndar að vinna en ég keyrði í skólann og vinnunna, sem er svo sem ekki frásögufærandi nema ég er farin að hjóla í skólann og heim aftur :o) það er reyndar ekkert smá finnst mér því þetta eru 15 km á dag takk fyrir!!!
Annað sem er vert að segja frá er að ég loksins dreif mig í björgunarsveitina í Rvk :o) Fór á kynningarfund á mið í síðustu viku og fer á fyrsta námskeið á morgun, Ferðamennska. Held að þetta verði kannski ekki alveg lítið mál, en það er ýmislegt þarna sem ég er ekki að sjá í fyrsta skiptið og kannast aðeins við. Þetta er samt alveg rosalegt prógram og það er ekki fyrr en vorið 2011 sem ég verð komin á útkallslista sem björgunarsveitarmaður!!! 2011 verður merkilegt ár fyrir þær sakir að ég verið þá orðin Hjúkrunarfræðingur og Björgunarsveitarmaður...svo er bara að sjá til hvað maður gerir ;o)
En þetta er pottþétt ein af betri ákvörðunum síðustu árin sem ég hef tekið....
2007 - fara í hjúkrun
2008 - fara í Boot Camp
2009 - fara í Björgunarsveitina Ársæl
2010 - ?

Núna er verkefnin farin að hrúgast inn og ég þarf að fara að gera heimapróf/verkefni sem ég á að skila á morgun....

mánudagur, ágúst 24, 2009

Maraþon og skólinn

Það hefur lítið spennandi gerst síðan á verslunarmannahelginni nema ég tók þátt í 10 km hlaupi Íslandsbanka eins og ég gerði í fyrra. Bætti tímann minn um 5 mín (og 15 sek) en náði ekki alveg takmarkinu sem var að koma á 63 mín, vantaði 2 mín upp á. Hins vegar mér til varnar þá fraus iPODinn minn einhvers staðar á milli 5 og 6 km og varð ég að hlaupa bara ein með hugsunum mínum, sem er svo sem allt í lagi en maður hleypur miklu hraðar með Prodigy í eyrunum ;o)
Stebbi, (vorum a vinna saman hjá Símanum) var að hlaupa 10 km í fyrsta sinn núna og gott ef við ætlum ekki bara að skella okkur í 21km næsta ár. Það hafði alla vega verið planið hjá mér í ár en vegna leiðinda beinhimnubólgu í mars/apríl náði ég ekki að þjálfa mig upp í það....bömmer....
Ég og Binni fengum svo Júlla og Sollu í mat til okkar sem endaði með því að við kíktum í bæinn og hittum Bryngerði á Dubliners. Það var mikið fjör og mikil gleði hjá okkur, og bar sunnudagurinn þess greinileg merki....maður er aðeins farinn að eldast :o/
Svo er skólinn bara að fara að hefjast, er að fara á kvöldvakt í kvöld og morgunvakt á morgun og svo bara skóli á mið. Ég er ekki búin að fara yfir hvað ég þarf að kaupa, eða prenta út eða hvaða bækur ég ætla að selja eða neitt eiginlega....voða afslöppuð eitthvað í þessu ;o)
Þar sem er ágúst mánuður nánast liðinn og sumarið líka....hef ekki gert helminginn af því sem ég ætlaði mér að gera, t.d. fara í útilegu, fara á línuskauta (fór ekki einu sinni), góðan hjólatúr um nágrannasvæðið eða upp í Kjós (þessi litli hjólatúr sem við fórum í uppi við Kjós telst ekki með) en við fórum upp í Húsafell með Ástu og Gunna og fl., fórum nokkru sinnum upp í bústað, fórum í afmælisveislu til ömmu í Hveró og eigum eftir að fara upp á Esju áður en þessi mánuður er liðinn. Svona hefur sumarið verið hjá okkur og vonandi gerum við eitthvað fleira næsta sumar, þá verð ég kanski búin að safna mér inn smá sumarfríi ;o)

Ltr

mánudagur, ágúst 03, 2009

Verslunarmannahelgin

Þá er hún liðin þetta árið.
Helgin í ár var nokkuð góð, Binni fór upp í bústað strax á fimmtudaginn en ég kom ekki fyrr en á laugardaginn vegna vinnu. Þar voru Bubba mamma Binna, Emma systir hans og Yuri dóttir hennar og Grétar og Baddý vinkona hans með strákinn sinn Styrmi. Það er búið að vera bongóblíða meir og minna allan tímann. Þau voru búin að koma vatninu á þegar ég kom upp eftir og nú er bara að koma hitakatlinu í lag þannig það verði heitt vatn líka. Bústaðurinn hefur verið tekinn í gegn svolítið í sumar t.d. málaður, stígurinn breikkaður og grasið slegið og verður sett eitthvað niðður næsta vor, kartöflur, kryddjurtir og fleira.
Á laugardeginum var haldin þessi fína humarveisla a la Binni og fengið sér smá í glas með. Eftir matinn tókum við í nokkur spil og fórum svo niður á brennuna sem við höfum aldrei gert áður!! Svaka stuð en stutt og var haldið aftur heim í bústað eftir nokkra bjóra. Ég, Binni og Baddý reyndum að vekja upp einhverja bústaðarstemningu og settist Binni út á pall með gítarinn og Kjósakórinn tók undir en vegna rökkurs og ljósleysis leystist það fljótlega upp (ekki vegna sönghæfileika Kjósakórsins!!!) Ég og Baddý ákváðum þá að taka smá "powerwalk" um sumarbústaðalandið í leit að partýi því við vorum ekki þau einu með vín við hendina á brennunni en ekkert heyrðist frá neinum bústað, nema einum. Við gengum á hljóðið og þar var fólk að spila einhvers kona boccia með trjádrumba. Við (SMÁ í glasi) kynntum okkur fyrir fólkinu og sögðumst hafa heyrt að hér væri partý. Karlpeningurinn tók vel á móti okkur og sagði að við gætum alveg fengið að spila með, þá sló hins vegar dauðaþögn á kvennaliðið þar til ein sagði "það er reyndar bara pláss fyrir einn" við tókum bara smá pollýönu á þetta og spurðum hvort þær vildu reykvíkinginn eða ísfirðingin og þær völdu reykvíkinginn. Við spiluðum aðeins með, einn mannanna (afinn í fjölskyldunni) benti á að við gætum alveg skipst á, en við skildum hins vegar sneiðina þegar ein konan tók af okkur trjádrumbinn þegar var komið að kvennaliðinu að gera....þökkuðum pent fyrir okkur og kvöddum, en þetta var svolítið skondið.
Við skunduðum okkur bara heim og þegar þangað var komið, fljótlega í háttinn.
Ég vaknaði morguninn eftir með nett mígreni eftir að hafa vaknað með sólina í augun í loftlausu og mjög heitu herbergi, koddinn hjálpaði heldur ekki til :o/ Hitt fólkið skellti sér í sund/sturtu á Kjalanesinu en ég svaf aðeins lengur (Binni var eitthvað að stússast). Við hittumst svo öll í Kaffi Kjós í hamborgara og franskar. Sunnudagurinn var mikil letidagur fyrir utan smá göngutúr sem ég og Binni fórum í rétt fyrir mat. Eftir matinn var aftur tekið í spil, núna var það spurningaspilið "Spurt að leikslokum" og var það nokkuð einfalt og skemmtilegt (spurningarnar voru samt ekki allar einfaldar) eftir spurningarspilið var farið í póker að ósk Bubbu og stóð spilið fram til kl.3:30 í einvígi milli Emmu og Baddý. Ég datt út fyrst og Binni var bubbleboy (síðasta sæti fyrir verðlaunasæti). Emma náði Baddý út á endanum og voru allir mjög fegnir því að komast í bólið.
Í dag var svo vaknað í rólegheitunum og tekið til í bústaðnum. Binni ætlar að koma seinna í vikunni eða á næstu helgi, ég er að vinna víst eitthvað, og halda áfram með tiltekt og uppbyggingu.

Svo er sumarinu bara að fara að ljúka, gaypride á næstu helgi eða þar eftir, Menningarnótt 22. ágúst og svo byrjar skólinn 26.ágúst og ég verð enn að vinna þá.....ekkert frí sem maður fær þegar maður er námsmaður.....

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Svartur dagur í lýðveldi Íslands

Í dag var ákveðið að Ísland skildi fara í aðildarviðræður við Evrópusambandi, hvort sem við endum með því að fara eða ekki kemur í ljós seinna en það sem mér finnst verra er að þarna er stór, dýr og mikilvæg ákvörðun um framtíð landsins tekin án þess að þjóðin fái um það að segja.
Ég hef ekki myndað mér nægilegar upplýsingar um hvort ég vilji ganga í ESB eða ekki, hallast frekar að ekki, en ég hefði viljað fá að segja eitthvað til um það hvort við færum í aðildarviðræður eða ekki. Þá hefur þjóðin ekki bara loka svarið heldur líka um upphafið á málinu, þá sýnir þjóðin vilja til að ganga til viðræðna.

þriðjudagur, júlí 14, 2009

Long time no nothing...

Verð að reyna að halda þessu við þegar er loksins eitthvað að gerast hjá manni...fórum upp í Húsafell með Ástu og Gunna og fl. Það var bara bongó blíða allan tímann, þetta var rosalega fínt, skoðuðm Hraunfossa og barnafossa og drukkum slatta af áfengi.
Við ætluðum að fara í útilegu fyrstu helgina í júlí, fara austur í Skaftafell í gönguferðir og veiði en viti menn, það var spáð rigninu meir og minna þar sem við ætluðum að vera þannig við slepptum því bara og höfðum það gott heima fyrir. Þessa helgi áttum við líka 5ára afmæli og ákváðum að fara út að borða á Lauga-ás og fara á Sannleikan með Pétri Jóhanni. Mjög góð sýning sem ég mæli með :o) eftir það fórum við svo í útgáfupartý Sigga Hlö, Vesitu hver ég var? og verð bara að segja að það er langt síðan að ég hafi skemmt mér svona rosalega vel og dansað svona mikið, Michael Jackson var að sjálfsögðu mikið spilaður.
Annars er það bara vinna þar til skólinn byrjar, dæmigert að síðustu helgi þegar ég var að vinna var að sjálfsögðu brilliant veður. Binni og Grétar bróðir hans voru upp í bústað að taka til í garðinum og gera fínt. Svo verður lagt vatn í vikunni eða þeirri næstu og þá verður hægt að vera þarna upp frá í vetur líka...svo næs...
hvað annað....bíllinn er svo búinn að vera nánast non stop bilaður, rétt komum honum í gegnum skoðun og þá fór altanatorinn (hvernig svo sem maður skrifar það) og þegar ég ætlaði að kaupa nýjan var ekki hægt að fá þann sem passaði í og tómt vesen...þannig ég er bara búin að vera á hjólinu og bílnum hennar mömmu til skiptis.
svo er það main event þetta sumarið....Harry Potter and the Half-Blood Prince!!! Búin að kaupa miða á sýninguna á morgun kl.22 með Ástu og Gunna, Binni ætlaði að koma með en hann verður að vinna í bústaðnum og satt best að segja held ég að hann sjái ekki mikið eftir þessari bíóferð. Er að klára bókina nánast í þessum töluðum orðum og er orðin mjög spennt fyrir myndinni.

Frí helgi á næstu helgi og verðum við upp í bústað að halda áfram í tiltekt á lóðinni, ætlum að taka hjólin með okkur og taka kannski nokkra hringi einhvers staðar þarna í kring.

hef svo sem ekki frá meiru að segja frá í bili, þetta gleymist allt ef maður skrifar ekki nógu reglulega....


kv.
Apríl Eik

miðvikudagur, júní 24, 2009

Jónsmessuganga á Esjunni

loksins gerðist það, ég skellti mér í Jónsmessugöngu og það um miðja nótt. Ég fór með Línu (stelpa úr búttinu) upp á fjall og lögðum við af stað um kl.1;20, við vorum komnar upp að steini kl.02:30 en stoppuðum stutt því það var farið að dropa aðeins á okkur og meiri vindur en hafði verið við ánna. Við vorum heldur ekki að fara alveg upp á topp því Lína hefur ekki farið á toppinn áður og ég hef bara farið 2-3 og alls ekki vön, enda væri bara vitleysa að fara á toppinn kl.3 að nóttu til ;o)
Við töltum niður aftur að ánni og fengum okkur heitt kakó og heimabakaða snúða sem var ekkert smá næs :o) Við vorum svo komna aftur niður í bíl kl.03:40, þreytta en mjög ánægðar með þetta framtak hjá okkur. Svo skellti maður sér bara í sturtu þegar heim var komið og upp rúm og var ég bara að vakna núna kl.13...Lína hörkutól fór hins vegar að vinna kl.8 í morgun :o/ (ég átti að vera á morgunvakt en fékk að skipta og er á kvöldvakt)
Svo er það bústaður í Húsafell á helginni og ég sé bara heita pottinn og Jello skotin í hyllingum!!!

Later...

laugardagur, júní 20, 2009

Seinni hluti júní

Þá er farið að síga á seinni hluta júnímánaðar og hvað er búið að gerast. 17.júní kom og fór án mikillar eftirtektar fyrir utan 2 tíma útiæfingu í Búttinu, ég og Binni skelltum okkur í svo smá vel verðskuldaðan ísrúnt og svo fór í bíó með pabba um kvöldið á Terminator, var sko ekki svikin af honum Christian Bale mínum :o)
Verð samt að monta mig að svolítlu, á föstudaginn hjólaði ég í vinnuna, í búttið og þaðan heim aftur rosa dugleg!! en ekki nóg með það þá ákváðum við Binni að fara út í hjólatúr og hjóluðum niður á Lauga-ás og fengum okkur sitthvorn bjórinn. Svo hjóluðum við aftur heim takk fyrir :o) mín ekkert smá dugleg og ekkert smá þreytt, enda fór ég upp í rúm nánast um leið og við komum heim og steeeeeeeiiiin sofnaði.
Við skelltum okkur svo í smá rúnt upp á Gvendarbrunna og skoðuðum okkur aðeins um þar, voða flott en best var samt tertan!!! Besta tertan sem ég hef nokkurn tíman fengið, ever....gleymdi að spyrja hvaðan þau fengu hana...
Næstu helgar eru svolítið bókaðar, ég er að vinna núna sunnudag til föstudags, næstu helgi, strax eftir vinnu förum við upp í Húsafell í bústað með Ástu & Gunna og fl, helgina eftir það er stóra útilegu helgin þar sem við ætlum að ferðast aðeins um suðausturlandið endum kannski á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði, við bara sjáum til...

Ætla reyna að henda inn einhverjum myndum núna við tækifæri, maður verður nýta tæknina ;o)

Í bili...

miðvikudagur, júní 17, 2009

17. júní

Til hamingju með daginn landar :o)
Aldrei þessu vant er ég í fríi í dag og skellti mér í tilefni af því á eina Boot Camp æfingu, tveggja tíma. Fattaði líka að í dag er ár frá því að ég byrjaði í Búttinu, ár síðan ég byrjaði í þessari geðveiki, eina sem ég sé eftir er að hafa ekki byrjað á þessu fyrr....
Annars er lítið annað að frétta, vinna og vinna og reyna að nýta sumarið.
Í næstu viku er Jónsmessunótt og er ég mikið að spá í að láta gamlar áætlanir um fjallgöngur þá nóttina ganga eftir og tölta aðeins upp á Esjuna. Vandamálið er hin vegar það, ég er á kvöldvakt og svo strax morgunvakt þann 24. :o/ Reyni að fá þessu breytt annars verður það bara harkan sex í sólarhring ;o)
Er samt mikið að spá í að leggja í mig núna í smá stund...smá snús...

kv.
Apríl Eik

sunnudagur, maí 31, 2009

carpediem

Maí nánast liðin og hvað hef ég að segja um þennan mánuð. Sumarið er alla vega nokkurn veginn genginn í garð, við unnum Eurovision og 2.sætið er farið að einkenna árangur okkar Íslendinga erelendis. Ég kláraði verknámið á B-6 og skilaði ritgerðinni, hef ekki fengið til baka úr henni og er nokkuð sama því ég er veit ég hef alla vega náð áfanganum. Núna er ég byrjuð að vinna og mikið rosalega er það gott að hafa ekki eitthvað hangandi yfir höfðinu eins og t.d. lærdóm.
Annað skemmtilegt í maí var afmælið hennar Júlíu ömmu, hún var 85 ára 29. maí og hittist stórfjölskyldan í Hveró. Við komum með þessa rosalegu súkkulaði köku með rjóma, marengs, jarðaberjum og smá súkkulaði yfir, þarf varla að taka það fram að hún vakti mikla athygli :o) Við parið vorum svo bara róleg yfir helgina, ég fór með Ástu til Stebba og Heiðu að hitta hann Fróða litla sem er ekkert smá sætt barn og ekkert smá góður líka....til hamingju með það Stebbi og Heiða. Svo um kvöldið fengum ég og Binni heimsókn frá Ingu og Gumma, það var víst eitthvað afmæli hjá unglingnum á heimilinu og eins og venjan er þá er gamla settinu vinsamlegast hent út í smá tíma ;o)
Ég og Binni nýttum svo daginn í dag í smá carpediem og qualititime sama. Við fórum að veiða í Kleifarvatni (eða Binni gerði það) og ég tók myndir af hinu og þessu. Það veiddist ekki mikið þetta skiptið en bara gaman sameina áhugamál okkar beggja, munum örugglega gera þetta nokkru sinnum aftur í sumar.

Svo er það sumarið:
Sjóarinn síkáti í Grindavík á næstu helgi - þar verðum við síkát með móðufjölskyldunni hans Binna.
Sumarbústaður í Húsafelli 27-28 júní. - Ásta og Gunni verða þar með bústað og við ætlum að kíkja svona rétt aðeins milli vakta hjá mér (þetta er svolítil tarnavika hjá mér)
Skaptafell 2-5 júní - lööööng helgi hjá mér í vinnunni og ákváðum við því að fara eitthvað út fyrir suðurlandið og gætum jafnvel farið alla leið á Höfn í Hornafirði á Humarhátíðina þar.

Meira hefur ekki verið ákveðið þar sem vaktaplanið hjá mér er ekki komið lengra en 16.júlí.

Haði það gott í sumar og njótið dagsins...hvort sem það er sól&logn eða rigning&rok

kv.
Apríl Eik

miðvikudagur, maí 06, 2009

Verknámið...

Verknáminu er að ljúka og þá hefst ritgerðarsmíðin. Á morgun er svo kynning á deildinni um eitthvað efni sem við (nemarnir) og ég ætla að segja frá grein sem ég fann, sem er um hvað fullorðnir skurðsjúklingar vilja helst vita um verki og verkjastillingu eftir aðgerð. Núna er bara að lesa greinina og velja hvað ég ætla að tala um :o)

Annars mest lítið að frétta af þessum bæ ;o)

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Páskarnir

Þá er þessari hátíð lokið og var hún bara nokkuð góð.
Ég og Binni fengum okkur sitt hvort páskaeggið en þar sem Nóa Siríus eggin nr.4 voru búin þá þurftum við að fá okkur nr. 5....bömmer. Við ákváðum þar sem við værum nú fullorðið fólk með frekar stór páska og mættum ráða okkur sjálf, þá ákváðum við að opna eggin á föstudaginn langa og borða þau í rólegheitunum yfir helgina (annars væri þetta bara að þvælast fyrir manni langt fram eftir viku þegar maður er kominn í enn eitt átakið). Eggið hans Binna var búið á Páskadag en mitt á annan í Páskum. Ég var svo að vinna á Skýrdag, laugardag og Páskadag, mér til mikillar furðu þar sem ég stóð í þeirri trú að ég væri komin í frí fyrir verknámið, en þetta reddaðist alveg ;o).
Við fórum í mat til mömmu og pabba á Páskadag, alltaf gott Páskalambið hjá múttu. Okkur var svo boðið í partý hjá vinafólki okkar út í Keflavík og ákváðum eftir matinn að bara skella okkur og sáum sko ekki eftir því. Þetta var í rauninni fámennt en góðmennt partý þar sem var tekið í gítar Binna til mikillar gleði og var annar að spila með honum. Fólkið í partýinu var að fara á Sálarball sem var upp á kanavelli og fyrst til að byrja með ætluðum við ekki að fara en svo var bara svo mikið stuð á liðinu að við skelltum okkur með. Langt síðan ég hef farið á ball með Sálinni, verð samt að segja að þó það hafi verið rosalega gaman, þá lifði Sálarböllin betur í minningunni....það að ég hafi verið bílandi gæti haft eitthvað um þetta að segja :o/ Við skelltum okkur beint heim eftir ballið og vorum komin heim kl.5 og sofnuð kl hálf sex, en ég búin að vaka í um 22-23 klt (var á morgunvakt um morguninn). Annar í páskum fór eins og hann á að gera, liggja upp í rúmi, lesa, sofa, hanga á netinu lesa aðeins meira og fá sér smá kríu....
Á þriðjudaginn fór ég svo að klára síðasta daginn í verknáminu á skurðstofu og var mjög erfitt að reyna að koma sér niður á borgarspítala kl.hálf 8 um morguninn :os
Verð samt að segja eitt um verknámið; áður en ég fór hafði haft nokkurn áhuga á að fara í skurðhjúkrun eða svæfingu en eftir þá hefur skurðhjúkkan misst allan sjarma en svæfingin hangir enn þarna inni, en ekki beint á topp 5 listanum held ég, fer kannski í svæfinguna þegar ég er orðin þreytt á að vera með vakandi fólk ;o)
Næsta mál á dagskrá er svo verknámið sem ég fer í kynningu fyrir á morgun og verð ég á B6 sem er heila, tauga og æðaskurðdeild. Veit ekki hvorn hlutan mig langi til að taka, hef heyrt af báðum en hins vegar eru heila og taugahlutinn svolítið tengdur Grensás því þaðan koma flestir mænuskaðarnir og mig langaðir svolítið að vinna þar eftir Grensás. Við sjáum bara til með hvernig þetta fer.

Núna ætla ég að fara að versla aðeins með mömmu og kíkja á efni í EMAMI kjól sem mig langar til að sauma og kannski annan fyrir sumarið, það er kreppa og maður hefur ekki endalaust efni á að kaupa hlutina....

Bið að heilsa ykkur í bili....

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Skurðstofa og svo verknám!!!

Tæknilega er verknámið hafi en það eru engin verkefnaskil í skurðstofu hlutanum (held ég alveg örugglega) en ég er búin að fara í nokkrar aðgerðir og þetta hefur verið mjög fræðandi. Er samt nokkuð viss um að ég fari ekki í skurðhjúkkuna , kannski svæfingu en skurðurinn heillaði ekki. Ég fer svo á heila-tauga og æðaskurðdeild mánudaginn eftir páska.
Annars er mest lítið að frétta, bara vinna og komast í skólann aftur eftir mánaðarfrí og svo páskarnir á næsta leiti og viti menn....ég fékk páskaegg nr 5 sem ég reyndar má ekki byrja á fyrr en á sunnudaginn!!!

Ætlaði bara að láta vita af mér....hef ekki gleymt blogginu þó feisið hafi tekið upp mikinn tíma ;o)

sunnudagur, mars 22, 2009

Vinnan og prófin

Búin að vera að vinna undanfarnar vikur og daga og er að fíla það í botn!!! Síðustu einkunnirnar vor að koma í hús, 7 í næringarfræði og 6,5 í handlækningarfræði (það er ekki verið að lækna hendurnar!!) s.s. ég náði öllum prófum.
Ég er svo að fara á árshátíð Laugaás annað kvöld og verður mikið stuð og mikið gaman.
Það er svo sem ekki mikil kreppa á þessu heimili því við vorum að fá okkur iROBOT og nefndum hana Bóbó :o)

við erum að fara að horfa á video og Binni er að reka á eftir mér....kallinn eitthvað farinn að færa sig upp á skaftið

blessbless....
Binni biður rosa vel að heilsa!!!

laugardagur, febrúar 28, 2009

Prófin búin

Þá eru prófin loksins búin. Þetta var ekki langur tími, kannski svona 2 vikur í maraþonlestri og prófin á 1 viku. Mér gekk bara nokkuð ágætlega held ég....held ég!! Býst alla vega við því að hafa náð öllu sem þýðir að ég þurfi ekki að taka próf aftur fyrr en í desember eða eins og einhver í bekknum benti á...það er bara heil meðganga þanngað til!!!
Ég byrja svo á Smitsjúkdóma og meltingarfæradeild á mánudaginn og verður það smá törn líka, byrja morgunvakt á mán, morgunvakt á þri og næturvakt á þri, geri ráð fyrir því að ég verði í fríi á miðvikudaginn :o/
Annars er mest lítið að frétta af okkur hjónakornunum og Pjakki ;o)

kv.
Apríl Eik

föstudagur, febrúar 20, 2009

1. próf búið

Jæja þá er fyrsta af fjórum búið....nokkur örugg með að hafa náð, en ætla ekki að segja að ég hafi náð með 8 eða 9, við bíðum bara og sjáum til.
Ég fékk það staðfest að ég verð að vinna á A-7 í sumar og byrja bara í 80% núna á mánudaginn 2.mar strax eftir próf....það er ekkert elsku mamma neitt með það!!!
Ég fer svo í verknámið í byrjun apr á B-6 sem er svolítið gaman því það er heila-tauga og æðaskurðdeilda og þaðan koma flestir á Grensás R-2, mig langaði einmitt svolítið til að kynnast þessari deild sem ég fæ núna!!! mjög spennt...veit hins vegar ekki enn þá hvert ég fer á skurðstofu...
en já...síðasta vika er búin að vera mjööög....uuuhh....strembin skulum við segja...eftir 5 vikur í skóla tók við vika í upplestrarfrí sem var að líða núna og næsta vika próf á mán, mið og fös. Það er smááaá stress á liðuni því fæstir eru búnir að jafna sig eftir desemberprófin og sumir ekki búnir að jafna sig eftir janúarprófið (ég er ein af þessum "sumum")
En annars gengur lífið bara sinn vanagang og laust við að það sé kominn smá vorfílingur í mann, þó það sé bara febrúar...lok febrúar.

Ætla að koma mér í háttinn, það er búttið (Boot Camp) snemma í fyrramálið, ég er ekki tími en mér finnst frekar hallærislegt að kalla það að fara "í ræktina" að fara niður í Boot Camp að æfa, og eftir búttið er það beint í Bergið (Eirberg) að læra. Spr hvort maður ætti að taka með sér svefnpoka og hitabrúsa og bara setjast að þarna....ég verð alla vega mikið þarna næstu vikuna :o/

kv.
Apríl semi-hjúkka

ps.
Gleymdi að segja....fékk smá gigg um daginn við að ljósmynda :o) var að taka myndir af mat fyrir hann Gumma kokk, hef ekki látið hann fá myndirnar en held hann verðir bara nokkuð ánægður með þær :o)

góða nótt...

laugardagur, janúar 31, 2009

Janúar 2009

Þá er janúar 2009 nánst liðinn og hvað er málið með það að vera vöknuð kl.7:30 á laugardegi þegar ég get varla hunskast á fætur kl 9 á virkum degi!!
Það er svo sem ekki mikið sem hefur á okkar daga drifið hérna...ég er enn í skólanum og það styttist óðum í próf, samt vefst þetta eitthvað rosalega fyrir manni að fara að læra (á morgun er 1.feb og fyrsta próf er 20 feb.!!!)
Ég er enn að massa Boot Campið og gengur bara vel, rosalegt stuð, samt tekst þeim eiginlega alltaf að nánast myrða mann....og svo mætir maður aftur 2 dögum seinna....

Hef svo sem ekkert við þetta að bæta neitt...er eitthvað slöpp og ætlaði niður á hlöðu í dag en held ég verði bara heima undir teppi að lesa, Binni er að fara í póker í dag þannig ég fæ smá frið.

Bið að heilsa ykkur gott fólk...

ps. Ásta ég er búin að laga "villuna" í fyrri pósti...

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Náði

jæja síðasta einkunnin er loksins komin í hús og ég náði með sexu :o) hún var kannski ekkert frábær en hún dugði.

Binni kom heim núna 14.jan og hefur síðasta vika verið mjög góð. Ásta og Gunni buðu sér í mat til okkar á laugardaginn, s.s. þau fengu humar sem þau vildu að Binni gerði humarsúpu úr...sem hann gerði og hún var bara sniiiiilld...takk fyrir mig elskan mín.
Við spiluðum svo Disney trivial þar sem ég og Ásta tóku strákana eiginlega í nefnið....eiginlega....við unnum en strákarnir stóðu sig nokkuð vel, voru bara einni köku á eftir okkur í lokinn. Kannski við tökum smá rematch seinna :o)
Sunnudagurinn var ekkert svo rosalega skemmilegur fyrir hvorugt okkar, látum þar við liggja....
Binni er svo komin næstum því á fullt í vinnunni, ekki mest að gera þar eins og ástandið er í samfélaginu en meira en annars staðar. Ég er á fullu í skólanum og ekki langt í næstu próf, lok febrúar....engin smá törn það...próf í des, jan og feb!!! Geri þetta pottþétt ekki aftur.

Ætla að snúa mér aðeins að námsefninu núna....

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Weebl and Bob

þetta er náttúrulega bara snilld

föstudagur, janúar 02, 2009

Árið 2009

Gamlárskvöldið var nú frekar rólegt hjá mér þetta árið. Var hjá mömu og pabba í mat og Júlli bróðir og familia voru líka. Eftir áramótin fór þau til systur hennar Sollu en ég var eftir hjá m&p til að vera 2. Þá dreif ég mig bara heim, ætlaði að fara snemma að sofa en það gerðist ekki fyrr en um 4 leiti...var að dunda mér við að horfa aftur á skaupið og svona. Verð að koma því að, að skaupið var meiriháttar, djöfull létu þau þetta fólk heyra það hvað þau eru búin að vera fáránleg í svörum til almennings...bara snilld. Ef það er eitthvað skaup sem á að setja á DVD þá er það þetta!!!
En nóg um það í bili...m&p bauðum mér í afganga á nýársdag og horfðum við svo fyrst til að byrja með á Harry Potter en ákv svo að horfa frekar á ALIEN :o) hef ekki séð hana lengi...fannst hún allt svo ógeðsleg og þorði ekki að horfa á hana en hef greinilega elst eitthvað síðast liðnu 15 árin og var hún bara nokkuð flott, svona miða við aldur og fyrri störf
Ég var að skoða nýárspóstinn minn frá því í fyrra og get með fullri vissu sagt að það þýðir ekki að setja áramótaheitin sín á netið...þau féllu öll!!!! Þannig ég held þeim bara útaf fyrir mig í ár ;o)
Binni er enn úti og kemur ekki heim fyrr en 14. jan, er farin að finna smáááá fyrir söknuði sérstaklega eftir að ég braut mig og núna yfir áramótin, það vantaði hann alveg. Litla frænka mín hún Eydís Vala (sem verður 4 ára á sunnudaginn) spurði hvar Binni væri. Hún er rosalega hrifin af honum, ef ég hefði farið líka, þá hefði hún örugglega bara spurt út í hann en ekki mig!!

Svo kemur veruleikinn krassandi inn á mánudaginn, skóli strax kl.8 um morguninn til kl.13 og Boot Camp kl.17 og regla sett á matarræðið...held samt að ég sé ekki að fara í tíma BC, bara í tækin og láta sjá mig.
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en ég féll í lífeðlisfræðinni (á eftir að fá úr ónæmis og meinafr.) þannig ég verð að lesa lífeðlisfr. til 14-15. jan og taka prófið aftur :o( bömmer...

Óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir stundirnar á árinu sem er að líða....megi 2009 vera mikið betra og bjartara en 2008!!