sunnudagur, mars 22, 2009

Vinnan og prófin

Búin að vera að vinna undanfarnar vikur og daga og er að fíla það í botn!!! Síðustu einkunnirnar vor að koma í hús, 7 í næringarfræði og 6,5 í handlækningarfræði (það er ekki verið að lækna hendurnar!!) s.s. ég náði öllum prófum.
Ég er svo að fara á árshátíð Laugaás annað kvöld og verður mikið stuð og mikið gaman.
Það er svo sem ekki mikil kreppa á þessu heimili því við vorum að fá okkur iROBOT og nefndum hana Bóbó :o)

við erum að fara að horfa á video og Binni er að reka á eftir mér....kallinn eitthvað farinn að færa sig upp á skaftið

blessbless....
Binni biður rosa vel að heilsa!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kongrats með prófin og góða skemmtun á árshátíðinni... ég bið kærlega að heilsa :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófin.. og hvaða djös... skot er þetta á mig með Handlækningafræðina :) Hehe :)

April sagði...

ekkert sko á þig frekar nokkra aðra sem héldu þetta einmitt líka ;o)
greinilega almennur misskilningur hehe

Ásta Marteins sagði...

Hahaa... heyrðu ég var að lesa á síðunni þinni... "um mig" (eða semsé um þig) og það stendur að þú sért 25 ára og búir með kærastanum og ...LITLU kisunni ykkar... eru menn bara í sjálfsblekkingum :)

April sagði...

hann er EKKERT feitur!!!! hann er bara massaður með mikinn feld!!! og ég er ekki í sjálfsblekkingu...þú ert í sjálfsblekkingu!!!