Þá eru prófin loksins búin. Þetta var ekki langur tími, kannski svona 2 vikur í maraþonlestri og prófin á 1 viku. Mér gekk bara nokkuð ágætlega held ég....held ég!! Býst alla vega við því að hafa náð öllu sem þýðir að ég þurfi ekki að taka próf aftur fyrr en í desember eða eins og einhver í bekknum benti á...það er bara heil meðganga þanngað til!!!
Ég byrja svo á Smitsjúkdóma og meltingarfæradeild á mánudaginn og verður það smá törn líka, byrja morgunvakt á mán, morgunvakt á þri og næturvakt á þri, geri ráð fyrir því að ég verði í fríi á miðvikudaginn :o/
Annars er mest lítið að frétta af okkur hjónakornunum og Pjakki ;o)
kv.
Apríl Eik
3 ummæli:
Bíddu nú við - "hjónakornunum"... eru þið ekki lengur "hjónaleysur"!!! og mér ekki boðið! :(
Ég var einmitt að vonast eftir einhvejrum krassandi fréttum af honum Pjakki :)
neinei við erum ekki gift eða neitt svoleiðis...tók bara svona til orða...
krassandi fréttir af Pjakk?!?! nei...hann er enn bara að stjórna heimilinu með harðri loppu
Skrifa ummæli