sunnudagur, október 15, 2006

Haustið farið að segja til sín.

Þá er komið haust....ekkert voða spennt fyrir þessu.
Við héldum upp á afmælið hans Binna í gær, það komu aðeins færri en við bjuggumst við en þetta var fínt. Allir fullir og í góðum gír. Svo er Binni heima núna að slappa af en ég auðvita að vinna, lofuðum að núna yrði tekin smá pása (ekki eins og við höfum ekki sagt þetta áður ;o) )
Það er ekkert spes framundan hjá okkur. Bara vinna og vinna meira.
Ég er að safna mér fyrir nýrri myndavél auðvita en það verður líklega ekki fyrr en eftir áramót. Vélin sem ég er að spá í er CANON 350 D. Hún er svolítið dýr en þetta reddast :o)

Hef ekkert meira í bili til að fræða ykkur um.

Kv.
Apríl Eik

þriðjudagur, október 10, 2006

Tíminn flýgur...when your having fun

já tíminn flýgur rosalega...Binni er 28 ára í dag og mér finnst bara nokkrir mánuðir síðna við héldum upp á það síðast, gerum það aftur núna á helginni.
Mér tókst loksins að koma myndunum af afmæli símans í tölvuna og er núna að vinna í því að setja þær á netið.
Þarf svo að fara og klára að hafa gjöfina hans Binna redy, held hann eigi eftir að vera ánægður með hana, þó hann hafi ekki sagt að hann langi í svona ;o)

Bið að heilsa í bili...

þriðjudagur, október 03, 2006

hhmmm...

Maður er víst eitthvað hálfklúðurslegur penni :o/
þá veit ég það alla vega, ég verð ekki rihöfundur...