mánudagur, júlí 31, 2006

Síðasti dagur fyrir sumarfrí

Síðasti dagur fyrir sumarfrí er að sjálfsögðu 12 tíma vakt...djöfull.
en það verður mjög gott að gera bara slappað af út vikuna eða svona upp að því, redda því sem redda þarf t.d. fá aftur nýtt ökuskírteini þar sem nafnið og undirskriftin stemmir ekki, vona bara að ég þurfi ekki að greiða fyrir það líka :o/ Svo er að kaupa sólavörn og aftersun og eitthvað fl. sniðugt úr apótekinu (Lóa ætlar að rétta mér hjálparhönd) og svo nýtt bíkíni og sundbuxur fyrir Binna. Eins hallærislegt og það er, þá fannst mér bara nokkuð flottar þessar sem voru auglýstar í Dressman. Ég er nokkurn vegin búin að ákv. hvað ég ætla að taka með mér og það verður ekki mikið, þvi ég ætla að fylla ferðatöskuna svolítið þegar við komum heim aftur ;o/ nema Spánn sé orðin svona ógeðslega dýr eins og maður hefur heyrt...
Svo ætlum við að taka tölvuna með okkur þannig við látum heyra í okkur og sendum póstkort

föstudagur, júlí 28, 2006

Loksins orðin formlega Apríl

Fékk loksins tilkynninguna skriflega um að nafnið hafi verið samþykkt, og þ.a.l. komið á netið.
http://www.rettarheimild.is/DomsOgKirkjumala/Mannanafnanefnd/2006/05/05/nr/2257
Bara nokkurn veginn það sem ég bað um ;o)

mánudagur, júlí 24, 2006

Vika í sumarfrí...2 í Benidorm

jæja þetta er að koma, vika og ég er komin í sumarfrí. Veit einhver um góða bók svo ég geti látið tímann líða eitthvað hraðar....ég er búin að lesa Bridget Jones, Á barmi taugaáfalls, Ég lifi, Flugdrekarhlauparinn núna undanfarið og þarf eitthvað annað til að drepa tímann annars líður hann ekki neitt!!! Get kannski farið að hekla aftur en ég nenni því ekki, kannski ég kíki í bókaskápinn hjá pabba og taki eitthvað þar út, eða jafnvel fari á bókasafnið !!! hhmmm...kannski ég kíki á mið ef ég og Binni förum ekki alltof snemma upp í bústað.
Ælta að fara skoða dót á IKEA.
Later

miðvikudagur, júlí 19, 2006

That Girl Emily

Sá þetta á b2.is og gat ekki annað en lesið þetta, því eins ljótt og það er að segja það, þá er þetta betra en Guiding Light og félagar og jafn vel Bridget Jones. mæli með því að þið kíkið á og sjáið hvernig virkilega hefnigjörn mannesjkja tekur til sinna mála.
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=177791

síðan hjá henni er svo http://thatgirlemily.blogspot.com/

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Rockstar Supernova

...og spennan magnast...hehehhe...magnast ;o)

gó magni...hann verður pottþétt áfram ;O)
ef við bara höldum áfram að senda inn á http://rockstar.msn.com/
þá kemur þetta....

ps.
Bryn var útí Berlín þegar lokaleikurinn í HM var á sunnudaginn og horfði á hann í einhverjum garði á risaskjá...sama hversu mikil anti fótbolta ekki fan maður er þá er þetta svolítið magnað!!!

mánudagur, júlí 10, 2006

HM 2006

Jæja Ítalir unnu...var svo sem ekkert voða harður stuðningmaður Frakka (mjög gott að gera sagt þetta svona eftir á) en maður getur svo sem ekki annað en samglaðst Ítölum, þeir unnu jú síðast "82 og svo þar á undan "34 og "38 (held ég sé að fara rétt með þetta). Hörkuspennandi leikur...svo er það næst 2010 svolitið framtíðarlegt ártal.

Annað og kannski ögn skemmtilegra. Ég varð í 2. sæti í sölukeppninni í vinnunni og fékk því aftur 5000 kr gjafabréf í smárann. Síðast keypti ég mér ilmvatn og augnskugga, gegt flottur. Þannig núna skelli ég mér kannski bara á föt, buxur eða jakka eða eitthvað flott.
Ég sendi nemendaskránni póst þar sem ég dró til baka skráninguna í H.Í., sagði það vera af persónulegum ástæðum, sem virkar alveg, hef lítið efni á því og hef lítinn áhuga á þessu sem stendur. Má samt ekki gleyma að ég verð ekki 24 endalaust, þó maður verði aldrei of gamall til að fara í skóla. Verð bara virkilega að notast næsta vetur til að " finna mig" og ákv hvað ég ætla að gera og standa við það. Á ég að fara á "raungreinabraut" eða viðskipta/markaðs e-ð, á ég kannski að fara í sálfræði?? Fékk nú smá áhuga á henni í hjúkruninni...er svona farin að hallast að því að ég sé svona "people- person" frekar en að vera einhvers staðar með frumur í glasi eða tölur á skjá.
Hhhhmmmm...erfitt að verða stór...

Svo má ekki gleyma Rockstar Supernova á ÞRIÐJUDAGINN kl.01:00, ekki miðvikudaginn, þetta breyttist og þeir eru bara ný búnnir að laga þetta á skjarinn.is

go go Magni

Hef ekkert meira að segja núna...

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Almáttugur það er kviknað í Símanum

Já svo voru hin fleygu orð í Lysiströdu hér um árið. En svona að öllu gamni slepptu þá er ekki kviknað í símanum heldur fór brunakrfið í gang í gær og viti menn, mín bara í miðju samtali. Verkreglurnar eru þær að við látum vv (viðskiptavin) vita hvað er í gangi og biðjum um númer til að hafa samband við hann aftur í, sem ég gerði. Þetta er nú það stærsta sem ég hef frá að segja í bili. Er enn að bæklast við hvað á að gera næsta haust og er ég farin að hallast á að halda mínu striki, og vera bara að vinna hérna áfram og kannski verða mér útum eitthvert áhugamál, eins og að teikna, mála, spila á píanóið og jafnvel...fara að koma mér í að kafa!!! Það er náttúrulega áhugamál nr. eitt...kannski ég fari svo bara í sjávarlíffræði, hver veit....alla vega ekki ég ;o)
Ég og Binni fylgdumst svo með Magna meika það útí hinum stóra heimi, hann fékk nú misjafna dóma hef ég heyrt. Það sem mér finnst: valdi vitlaust lag, var kannski aðeins of ákafur á sviðinu (reyndar svolítið langt síðan ég var á balli síðast með Á móti Sól) en söng af krafti, sem er meira en verður sagt um marga aðra. Vona bara að hann haldi áfram alla vega svona 2-3 þætti.
Helginn er svo framm undan, HM á sunnudaginn, það verður sko spennó. Veit ekki með hverjum ég ætla að halda en grunar að það verði Frakkar. Líklega bara af því ég er ekkert voð hrifin af Ítölunum, veit ekki af hverju!!! Binni heldur líklega líka með Fökkum af því þeir slógu Portúgali út sem slógu út Englendinga (Binni hélt með þeim). Annars hef ég ekki hundsvit á þessu, none what so ever...

Bið að heilsa í bili

ps.
Bara svo þið vitið þá eru undanúrslitin og úrslitin sýnd í opinni dagskrá.