fimmtudagur, júlí 06, 2006

Almáttugur það er kviknað í Símanum

Já svo voru hin fleygu orð í Lysiströdu hér um árið. En svona að öllu gamni slepptu þá er ekki kviknað í símanum heldur fór brunakrfið í gang í gær og viti menn, mín bara í miðju samtali. Verkreglurnar eru þær að við látum vv (viðskiptavin) vita hvað er í gangi og biðjum um númer til að hafa samband við hann aftur í, sem ég gerði. Þetta er nú það stærsta sem ég hef frá að segja í bili. Er enn að bæklast við hvað á að gera næsta haust og er ég farin að hallast á að halda mínu striki, og vera bara að vinna hérna áfram og kannski verða mér útum eitthvert áhugamál, eins og að teikna, mála, spila á píanóið og jafnvel...fara að koma mér í að kafa!!! Það er náttúrulega áhugamál nr. eitt...kannski ég fari svo bara í sjávarlíffræði, hver veit....alla vega ekki ég ;o)
Ég og Binni fylgdumst svo með Magna meika það útí hinum stóra heimi, hann fékk nú misjafna dóma hef ég heyrt. Það sem mér finnst: valdi vitlaust lag, var kannski aðeins of ákafur á sviðinu (reyndar svolítið langt síðan ég var á balli síðast með Á móti Sól) en söng af krafti, sem er meira en verður sagt um marga aðra. Vona bara að hann haldi áfram alla vega svona 2-3 þætti.
Helginn er svo framm undan, HM á sunnudaginn, það verður sko spennó. Veit ekki með hverjum ég ætla að halda en grunar að það verði Frakkar. Líklega bara af því ég er ekkert voð hrifin af Ítölunum, veit ekki af hverju!!! Binni heldur líklega líka með Fökkum af því þeir slógu Portúgali út sem slógu út Englendinga (Binni hélt með þeim). Annars hef ég ekki hundsvit á þessu, none what so ever...

Bið að heilsa í bili

ps.
Bara svo þið vitið þá eru undanúrslitin og úrslitin sýnd í opinni dagskrá.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já.. hann söng af krafti - en maður var ekki að skynja löngunina í sigurinn eins sterkt og hjá mörgum öðrum. En ég skal hundur heita ef Roxanne guttinn dettur ekki út!

April sagði...

já nákvæmlega...bíð spennt