mánudagur, júlí 31, 2006

Síðasti dagur fyrir sumarfrí

Síðasti dagur fyrir sumarfrí er að sjálfsögðu 12 tíma vakt...djöfull.
en það verður mjög gott að gera bara slappað af út vikuna eða svona upp að því, redda því sem redda þarf t.d. fá aftur nýtt ökuskírteini þar sem nafnið og undirskriftin stemmir ekki, vona bara að ég þurfi ekki að greiða fyrir það líka :o/ Svo er að kaupa sólavörn og aftersun og eitthvað fl. sniðugt úr apótekinu (Lóa ætlar að rétta mér hjálparhönd) og svo nýtt bíkíni og sundbuxur fyrir Binna. Eins hallærislegt og það er, þá fannst mér bara nokkuð flottar þessar sem voru auglýstar í Dressman. Ég er nokkurn vegin búin að ákv. hvað ég ætla að taka með mér og það verður ekki mikið, þvi ég ætla að fylla ferðatöskuna svolítið þegar við komum heim aftur ;o/ nema Spánn sé orðin svona ógeðslega dýr eins og maður hefur heyrt...
Svo ætlum við að taka tölvuna með okkur þannig við látum heyra í okkur og sendum póstkort

Engin ummæli: