mánudagur, mars 31, 2003

Santa Barbara
jæja þá erum við komnar heim í heilu lagi ;0)
Ferðalgið byrjaði seint á föstudaginn, ég fór til Palo Alto og náði í Heiðdísi og við lögðum af stað þaðan ca. kl.17:30...byrjuðum samt á því að fylla á bílinn og kaupa kort...við erum ekki það bjartsýnar að við rötum kortalaust...! Nema hvað við lögðum af stað eftir hraðbraut 101 suður til Gilroy...það tók óóóóógeeeeðssssleeegaaaa langan tíma að komast bara hálfa leiðina því það voru einhverja vegagerðir í gangi og bara tvær akgreinar nothæfar og við að keyra þarna á háannartímanum....um 18:00 frekar óþægilegt fyrir þá sem eru á beinskiptum bíl en við komust loks af stað. Við ákváðum að fara lengra en Gilroy til að fá okkur að borða því Gilroy er það lengsta sem við höfðum farið saman. Ég veit ekki alveg hvað "bærinn" heitir sem við stopuðum á en við fórum inn á Appelbee's og fengum okkur Fajitas......naaaaaaaaaaaaammmm :-Þ við fórum líka í Wal Mart og ætluðum að kaupa teppi (að sofa í bílnum var möguleiki á þessari stundu) en teppin voru frekar léleg þannig ég keypti mér strandarhandklæði sem virkaði vel rétt á meðan ég lokaði augunum og Heiðdís keyrði.....en hvað um það við lögðum svo af stað áfram um kl.20:30. Það var orðið dimmt og ekki margir bílar á ferli. Allt í einu tek ég eftir því (ég var að keyra) að bíllin fyrir aftan mig er kominn frekar nálægt og ljósin speglast í bakspeglinu, allt í lagi með það ég skipti um akgrein annað eins hefu nú gerst, nema hann gerir það líka. Heiðdís er að segja mér eitthvað sniðugt og tekur eftir bílum fyrir aftan okkur fyrr en í seinna skiptið sem ég skipti um akgrein, og aftur skiptir hann líka um!!! Okkur er ekki farið að lítast á blikuna....og ég skipti um akgrin 5 sinnum áður en ég loksins komst fyrir aftan hann...en þetta var ekki það síðasta sem við sáum af honum. Við (við og hann) vorum aðtaka fram úr hvor öðru til skiptst þó nokkuð lengi en svo sáum við í gegnum leikinn hjá honum egar við sáum hann gera þetta nákvæmlega sama við annan bíl sem einmitt gerði það saman og við....skipti um akgrein fram og til baka og hinn á eftir. Auðvita vorum við að hlæja eins og vitleysingar allan tíman en mann var samt ekki alveg sama sérstaklega ekki hér í Ameríku.....en við keyrðum nánast stoplaust þanngað við komum til Santa Barbara nema einu sinni til að skipta um sæti, Heiðdís keyrði og ég svaf undir strandarhandklæðinu mínu :0) þega við loksins komumst til S.B. seint um kvöldið ca. 01:00-01:30 hófst leitin að móteli. Ekekrt mál það hlýtur að vera eitthvað í S.B....það eina sem við fundum kostaði um 75$ á mannin yfir nóttina sem er ALLTOF mikið fyrir okkur. Þannig við ákváðum að keyra aðeins um á hraðbrautinn því það eru alltaf einhver mótel þar að auglýsa. Þegar við vorum búnnar að keyra aðeins um, taka nokkra hringi kringum S.B. ákváðum við að fara til Ventura sem er 27 mílur frá (1 míla er ca. 1,5 km) en á leiðinni fundum við heila helling a´f mótelum og þriðja mótelið sem við fórum á hafði 1!!!! herbergi laust með einu rúmi og kostaði bara ca 60$ fyrir báðar....og það var svoooooo gott að hlamma sér í rúmið og fara að sofa zzzzzzz......svo var bara um morguninn að komat að því hvar við vorum því við vissum það ekki......
Það tók okkur dágóðan tíma að komast á fætur en eftir nokkur snooze og sturtu var lagt af stað aftur til Santa Barbara (við héldum lengra suður um kvöldið) og ætluðum að fá okkur morgunmat á stað sem heitir IHOp, við sáum hann nefnilega fyrr um kvöldið en mundum ekki hvar og tókum nokkra hringi og krók í leit að hinum eina sanna morgunmat að lokum gáfumst við svo upp og fórum á einhvern annan stað (sem er ekki keðja eins og IHOP) og fengum okkur eins feitan morgunmat og við mögulega gátum......egg, beikon og pönnikökur með sýrópi (þarf ekki að segja að ég hef fitnað um 5 kg í þessari ferð ;0) ) ÓÓÓÓGEEEEÐSLEGA GOTTT!!!! Við borðuðum heldur ekkert voða mat mikið það sem eftir var af deginum....eftir þennan mikla morgunmat fórum við aðeins að rölta um aðalkjarnann í miðbænum....í búðinum s.s. Ég keypti mér langþráða skóg á nokkuð góðu verði og svo skelltum við okkur á nokkur póstkort og sendum heim....sum seinna en önnur ;0) en S.B. er rosalega falleg borg og sérstaklega verslunarmiðstöðin því maður fær það ekki á tilfinninguna að það sé verið að reyna að troða einhverju upp á mann heldur er maður bara að svona að labba um í sólinni og sleikja ís ;0) við sleiktum ísinn samt ekki....svo var kominn tími til að halda áfram (stíf dagskrá) og stefnan tekin á Malibu. Við komum til Malibu eftir ca. 40 mín...borgin er aðeins öðru vísi en við bjuggumst við....hún liggur eiginlega bara við ströndina og s.s. maður keyrir eftir þjóðveginum með fjallið vinstra megin og sjóinn hægra megin og fyrst til að byrja með eru eiginlega öll húsin bara hægra megin, ekkert vinstra megin en svo dreifist aðeins úr þessu þegar maður kemur inní "borgin" ef borg skildi kall...nema hvað, við fundum layst pláss til að skella okkur á ströndina en við vorum ekki með bikini þannig við rétt bleitum tærnar og svo hélum áfram.....lengra sáum við það sem við horfðum á (ekki alveg hverjum en næstum því) laugardegi þegar við vorum 10-12 ára og dreymdum um að komast þanngað einhvern tíma........strandvarða kofarnir úr Baywatch!!!! Þvílík upplifun.....við lögðum á einu bílastæðaplaninu (bara í 5 mín) hlupum niður á strönd (rétt eins og Pamela Anderson hér um árið) og tókum myndir af kofanum (ekki á stafræna því miður) en sáum engan strandvörð :0( til að taka mynd af....Heiðdís sá svo reynda nokkra í rauðu stuttbuxunum á gulabílnum (alveg eins og í sjónvarpinu) en ég var að keyra og missti af.....böööööööömmmmmer!!
Nema hvað áfram brunum við og sjáum einhverja borg fyrir framan okkur....við höldum að þetta sé Santa Monica og ætlum að kíkja aðeins á svæðið en viti menn þegar við erum að keyra á hraðbrautinni sjáum við skilti sem stendur á Sunset blvd sem er EKKI í Santa Monica heldur í L.A.!!! Við fengum sem sagt annað tækifæri til að sjá einhverja stórstjörnur (sem við gerðum ekki :-( ) við keyrðum eftir sunset....

föstudagur, mars 28, 2003

hey sjáiði :Myndir: mín orðin bara nokkuð klár á þetta blessaða bolgg ;0) en ég og Heiðdís erum alla vena að fara í dag til Santa Barbara......road trip......hlakka ekkert smá til!!!!!
jæja heyumst eftir helgi

miðvikudagur, mars 26, 2003

jæja þá er ég komin með köfunarleyfi.....og get farið að kafa inn um þorskana og ýsurnar heima á klaka...brrrrrr
en það var rosalega gaman að fara að kafa í Monterey......fórum samt ekkert rosalega langt vorum frekar grunnt (ca.10-12m) að gera hinar og þessar æfingar (taka munnstykkið úr og setja aftur uppí og taka gleraugun af og setja aftur á og tæma og fl.) en síðasta daginn fórum við í smá ferð og vorum bara að skoða sjávar lífið og sáum frekar stóra lúðu (held alveg örugglega að þetta var lúða!!!) og 1 stk djöfla skötu (nammmm....matur ;0) )en skygnið var ekkert alltof gott og hún var frekar langt í burtu (miða við skyggni) en ég segi samt að þetta hafi verið djöflaskata. Svo syntu nokkrir selir framhjá okkur eð afrekar yfiri okkur og allir sáu þá nema ég.....ég var að skoða eitthvað á botninum!!!! sjórinn var ekkert rosalega kaldur (ca. 15 á celsíus) en smat nóg til þess að manni hlýnaði þegar maður kom upp úr þó það væri rigning......það verður aðsjálfsöguð miklu skemmtilegra að kafa á Hawaii þar sem vatnið er hlýtt (stefni að því að kafa í sunbol) og fullt að marglitum fiskum.....það verður meiri háttar......liggaliggalái ;0) svo bara fimm dögum eftir að ég kem frá Hawaii fer ég beint heim til Íslands......3 vikur á þriðjudaginn, 3 vikur í dag þar til ég kem heim!!!!
Svo er það næsta helgi. Þá ætla ég og Heiðdís að fara í smá Road Trip...við ætlum sem sagt að keyra niður til Santa Barbara á föstudaginn (tekur um 4-5 klt) gista þar í eina nótt og skoða þar yfir daginn og keyra síðan einhverja aðra leið heim og gista einhver stðar annar staðar sunnudags nóttina......markmiðið er samt bara að vera komnar heim kl.07:00 á mánudaginn!!!! en það verður bara gaman að fara í svona ferð og hafið engar áhyggjur ég er komin með appelsínugulabeltið í Taekwondo þannig við erum í góðum málum....
en hérna eru myndir frá köfuninni, Dan á sniðugan vatnsheldan kassa utan um myndavléina og tóka hana með í kafa......flottar myndir og ekki gleyma að skrifa í gestabókina ;0)
KÖFUN

föstudagur, mars 21, 2003

Vildi bara láta vita af mér......er að fara að kafa í Monterey á helginni og hlakka alveg rosalega til!!!!!!! Var líka að skoða myndirnar af íbúðinni sem við verðum í á Hawaii.......2 vikur þanngað til......verða að kaupa bikíni í næstu viku og eitthverjar aðrar "nauðsynjar" ;0) svo er það bara home sweet home (s.s. skíði og páskadjamm.......)
heyrumst

þriðjudagur, mars 18, 2003

SCUBA
Vááááá hvað það er gaman að kafa!!!! Þetta er það næsta sem ég kemst því að vera Litla Hafmeyjan......draumur síðan ég var 7 ára ;0) svo er það Monterey á næstu helgi, og það verður sko erfitt því það eru miklir straumar og gróður þannig þegar maður segir við (þá sem hafa vit á köfun) að maður hafi fengið skírteinið eftir í Monterey þá er maður sko rosalega klár og allt :0) alla vena straumarnir eru ekkert til að hafa áhyggjur af ef maður gerir allt rétt og ég fékk 48 rétt af 50 á skriflega prófinu þannig ég á eftir að gera það gott á næstu helgi....held ég....vona ég.....
svo var það Taekwondo prófið í dag og mér gekk ekki eins vel og ég vonaðist......var svolítið stressuð því ég var sú eina sem var að taka prófið í dag en kallinn (Eric) að tæknin væri góð hjá mér og mér hafi gengið vel en þyrfti bara að laga formin (vörnina) hélt ég væri með það alveg á herinu en var svo ekki með það en hann veit alveg að ég er klár stelpa....;0) en flottast var að ég braut tréplanka með hælnum í annari tilraun!! Hann sagði að af því að ég tæki prófið seinn þá væri venjan að það væri aðeins erfiðara en hin.....skildi sem sagt þannig að til að taka appelsínugula beltið þryfti maður ekki að brjóta neitt... jei!!! ég er dugleg :0)
jæja í sturtu með þig stelpa og halda áfram að pakka niður......tæpur mánuður!!!

þriðjudagur, mars 11, 2003

Þessi helgi var frekar atburða lítil...ég fór með Addý á Farmers Market að kaupa grænmeti og ávexti, og ég keypti mér 3 glerhálsmen....gegt kúl.....ég er svo á fullu að lesa fyrir köfunina næstu helgi og Tae Kwon Do prófið. Mér tókst ekki að komast í TKD í gær þannig ég verð að fara núna í kvöld, líka útaf því kallinn ætlaði að tala við mig um tímann á prófinu fyriri mig því prófið er á sama tíma og námskeiðið.......dæmigert fyrir mig, og svo þess vikuna ætlaði ég að fara að pakka niður en hef ekki gert mikil famför í þeim efnum......kannski í næstu viku þegar ég er ekki að læra fyrir TKD og köfun á sama tíma.......mér tókst heldur ekki að kaupa mér nýjan sunbol enda eru allir sem ég fann tvöfaldir og með einhverjum brjóstapúðum inní sem ég ÞOLI ekki á sundbolum og bikiníum, finna kannski eitthvað áður en ég fer til Hawaii eftir ca.3 vikur!!!!!!
jæja verða ða halda áfram að læra.......góður þessi ;-)

föstudagur, mars 07, 2003

hmmmmmm.....neibb vefsíðugerð er ekki fyrir mig.....

fimmtudagur, mars 06, 2003

Þessi heimasíða er að gera mig vitlausa!!!!!! Get alla vena útiloka vefsíðugerð sem starfsframa.......
Niðurpökkun...!!!
Jæja þá er farið að líða að því......að pakka niður......er búin að vera hugsa aðeins um þetta og næsta helgin er eiginlega síðasta helgin sem ég hef sem er ekki full plönuð fyrir utan helgina áður en ég kem heim (sem ég ætla að nota til að versla í San Fran ;-) ) þannig þess helgi verð ég að kaupa mér sundbol (fyrir köfunina á Hawaii) taka til í herberginu mínu, fara í yoga með Addý (algjört möst áður en ég fer heim), ákveða hvað ég ætla að senda heim í kassa (ég og Ásthildur lögðumst í netið og komumst að því að það væri ódýrar að fyrir mig að senda í kassa dót sem ég nota ekki dags daglega t.d. geisladiskahulstur, bækur sem ég er búin að lesa, skíðabuxur og fl. og gerum ráð fyrir því að kassinn veigi 25 kg þá kostar það um 60$ að senda og tekur upp í 2 mánuði, sem ég sætti mig við, frekar en að borga fyrir auka tösku (80$) bæði hjá American Airlines og líka hjá Flugleiðum (samtals 160$) þannig ég verð að senda þetta fljótlega svo þetta komi heim stutt á eftir mér) og hvað meira........hmmmmm veit ekki alveg en það er eitthvað....en alla vena ég er að fara að koma mér í það að pakka því eftir þessa helgi (8.-9.) kemur 14.-15. og þá er ég á köfunarnámskeiðinu helgin eftir það (22.-23.) er ég aftur á köfunarnámskeiðinu, þá fer ég í sjóinn ;-) svo kemur ein helgi í viðbót (þó ótrúlegt sé) 29.-30. og þá ætla ég og Heiðdís aftur til L.A. og fara í California Adventures sem er skemmtigarður beint á móti Disneyland (bókstaflega) og taka aðra skoðurnarferð (held ég) komum svo heim 31.mars og þá fer ég til Hawaii 2. apríl og kem til baka 10. sem er fimtudagur og þá er síðasta helgin eftir (12.-13.) sem ég ætla að nota til að verlsa í San Fran, líklega heimkomu fötin ;-) og svo flýg ég heim 15.apríl og verð komin heim til ísó helgina eftir til að hita upp fyrir páskadjammið ;0) þannig það er ekkert svo langt þanngið til ég kem heim til ykkar elskurnar mínar......veit þið saknið mín ógeðslega mikið.......sakna ykkar líka en var samt vel þess virði........svo þarf ég bara að pæla aðeins í sumrinu, skiptuleggja það vel og vandlega......
en svo er það eitt sem ég má ekki gleyma, það er ef einhver stelpa eða einhver veit um einhverja stelpu sem langar til að koma til Kliforníu að passa í ár frá og með mars helst, þá endilega hafa samband við mig í e-mail beckus@visir.is eða Addý frænku í aroff@adobe.com, þau borga rosalega vel......getið ekki ímyndað ykkur og svo eru þau t.d. með sumarbústað á ströndinni sem þau fara í á sumrin (ströndin er sem sagt bakgarðurinn!!!!), það tekur enga stund að fara til San Francisco og fleira sem gerir það þess virði að vera hérna í ár......það er líka hægt að fara á greataupair og locator nr.þeirra er 64013 þá getiði sé svona myndir af krökkunum og skilyrðin og haft samband........ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern, látið vita......

þriðjudagur, mars 04, 2003

Myndir frá San Francisco......

mánudagur, mars 03, 2003

Brjáluð keyrslu helgi!!!
Núna er ég loksins komin heim eftir þessa brjáæuðu keyrslu helgi í San Francisco......áhersla lögð á KEYRSLA þar sem ég var enn og aftur að keyra beinskiptan bíl í San Fran...í alvöru talað þetta er ekkert green (s.s. grín) (hahahaha einkahúmor úr S.F. reyni að útskýra síðar) en ég ætla ekki að segja frá öllum helstu smá atriðum núna því ég er ekki búin að setja myndirnar inn á og svoleiðis og þarf að reyna að gera þetta svolítið skipulega...skrifa söguna í samræmi við myndirnar og hafa einhvern texta með myndunum og fínerí.....en helgin var í grófum dráttum svona: Vöknuðum snemma á laugardaginn og eftir smá hnjask og vesen (vera vissar um að allt mikilvæga dótið (veski, sími, glos, lyklar og peningar) væru meðferðis auk allra farþega, vorum við komnar til San Fran um 11 leitið (aðeins á eftir áætlun). Það var alveg ótrýlega gott veður og við fórum beint yfir Golden Gate (ég hef keyrt yfir Golden Gate liggaliggalááááái) og fórum á svona útsýnis stað og tókum bönts af myndum á allar fimm myndavélirnar sem við vorum með. Svo fórum við niður í Sausalito, sem er hinum megin við G.G., og fengum okkur að borða og ís og labba um í sólinni. Svo fórum við aftur til San Fran og fórum niður Lombard St. sem hefur einn skemtilega hlykkjótann kafla (getið ekki farið framhjá því á myndunum). Laugardagurinn fór að mestuleiti í að keyra um borgina og við Heiðdís eigum hrós skilið fyrir að hafa komið okkur á heilu og höldnu út. Alla vena yfir daginn fórum við tvisvar niður Lombard St. (af því það er svo gaman), tvisvar niður Webster (af því hún er ógeðslega brött), fórum á tvo útsýnis staði, fjallið hjá G.G. og svo turn sem er eiginlega í miðriborginni. Eftir allt þetta fram og tilbaka var tími til að fara koma stelpunum heim því ég var að fara á Þorrablót en þær ekki, því þær voru búnnar að borga vikuferð til Hawaii (Hawaii er voð mikið inn í ár...) þannig ég skutlaði þeim heim til sín í Palo Alto sem er svo 20mín frá San Fran og ég hafði mig til fyrir Þorrablótið og svo hófst mín barátta.....ég þurfti að keyra í Þorrablótið ein með leiðbeiningar á blaði en ekki á kortinu (segja svona hvar maður á að beygja til hægri og vinstri) þetta hefði átt að taka mig svona 20-30 mín en í staðin tók þetta mig um klt og ég var ekki kominn á þorrsblótið fyrr en rétt eftir 20:00!!!! En það var í lagi því ég þurfti ekki að bíða í mikilli biðröð eftir matnum ;-) Svo byrjuðu hljómsveitirnar að spila (ein sem hafði verið að æfa hérna heima hjá mér á sunnudögum síðastliðnu vikur og önnur 3ja manna frá Íslandi og var hörkustuð á fólki. Ballinu lauk um 12 leitið og ég hjálpaði við að ganga frá (heíum blöðrunum þá helst...) og var svo komin heim og upp í rúm kl.01:30. Svo var það dagurinn í dag. Vaknaði ekki alveg jafn snemma (kl.08:00) og var komin til stelpnanna um 9 - hálf 10 leitið og við tókum enn og aftur "smá" krókaleið inn í S.F. en tókst að sjálfsögðu. Við fórum beint niður á höfn til að athuga með Alcatraz-ferðir og fengum ferð kl.11:45 þanngið við voum í svona góðar 45 mín að dóla okkur í sólinni, fengum okkur amerískar pulsur "Hot Dogs" og verð ég að viðurkenna að SS pylsurnar heim eru LAAAAAANG bestar......en við fórum í Alcatraz og tókum okkur góaðn tíma og skoðuðum sem mestog keyftum einhverja bæklinga um fangelsið og eyjuna. Við komum svo aftur í land (syntum ekki) og fengum okkur aftur að borða, og fundum himnaríki á jörðu........Súkkulaði búð!!!!!! Með allar gerðir af súkkulaði......hvít, rjóma, dökkt, með hinum og þessum bragðtegundum og meira að segja svona einhvers kona súkkulaðibaunir....(veit ekki alveg hvernig það er en hljóma vel ;-) ) og við stóðumst ekki máttið....við fórum inn og keyftum okkur slatta og nammi (kannski þess vagna sem ég hef eiginlega ekki list á kvöldmat). Eftir að hafa setið á bekk og japplað aðeins á þessu fundum við 1 stk. sporvagn sem fór upp á Union Square....við fórum í stutt stop þar (kakó/mokka og klósett) og þegar við vorum að bíða eftir sporvagninum til baka stopaði limmósía hjá okkur (og hinu fólkinu sem var að bíða) og bauð far niður að Fisherman's Wharf (þar sem við geymdum bílinn) fyrir 5$ á kjafti, við ekki lengi (endan að frjósa út kulda....í San Fran?!?!) hoppuðum uppí og af stað. Kallinn var eitthvað að reyna að finna út hvaðan við værum en við þurftum nánast að segja honum það. Við borguðum honum svo 5$ hver og náðum í bílinn. Enn og aftur á leiðinni út tókum við nokkra vitlausar beygjur sem tók mig, alla vena, 1,5 klt að komast heim ístaðinn fyrir mesta lagi 1 klt. Jæja þá vitiði það....ekki fara með mér eða Heiðdísi í San Fran að keyra......eða jú kannski endilega því þá sjáiði svo mikið meira af borginni en með einhverjum sem veit hvert hann er að fara....! Ég reyni svo að koma með myndirnar fljótlega og setja einhvern texta undir svo ég þurfi ekki að skrifa þetta allt saman með smá atriðum....ég er farin að verða nokkuð góð með stafrænu myndavélin, bara myna að maður getur alltaf eytt útaf.....

laugardagur, mars 01, 2003

Jæja ég ætla að fara að hætta þessu, ég reyni að gera eitthvað alminnilegt úr og athuga hvort þeir geti eitthvað í þessu hjá mér....enn þanngað til bíð ég bara góða nótt....munið að "klikka" á gestabókina ;-)