þriðjudagur, mars 18, 2003

SCUBA
Vááááá hvað það er gaman að kafa!!!! Þetta er það næsta sem ég kemst því að vera Litla Hafmeyjan......draumur síðan ég var 7 ára ;0) svo er það Monterey á næstu helgi, og það verður sko erfitt því það eru miklir straumar og gróður þannig þegar maður segir við (þá sem hafa vit á köfun) að maður hafi fengið skírteinið eftir í Monterey þá er maður sko rosalega klár og allt :0) alla vena straumarnir eru ekkert til að hafa áhyggjur af ef maður gerir allt rétt og ég fékk 48 rétt af 50 á skriflega prófinu þannig ég á eftir að gera það gott á næstu helgi....held ég....vona ég.....
svo var það Taekwondo prófið í dag og mér gekk ekki eins vel og ég vonaðist......var svolítið stressuð því ég var sú eina sem var að taka prófið í dag en kallinn (Eric) að tæknin væri góð hjá mér og mér hafi gengið vel en þyrfti bara að laga formin (vörnina) hélt ég væri með það alveg á herinu en var svo ekki með það en hann veit alveg að ég er klár stelpa....;0) en flottast var að ég braut tréplanka með hælnum í annari tilraun!! Hann sagði að af því að ég tæki prófið seinn þá væri venjan að það væri aðeins erfiðara en hin.....skildi sem sagt þannig að til að taka appelsínugula beltið þryfti maður ekki að brjóta neitt... jei!!! ég er dugleg :0)
jæja í sturtu með þig stelpa og halda áfram að pakka niður......tæpur mánuður!!!

Engin ummæli: