Brjáluð keyrslu helgi!!!
Núna er ég loksins komin heim eftir þessa brjáæuðu keyrslu helgi í San Francisco......áhersla lögð á KEYRSLA þar sem ég var enn og aftur að keyra beinskiptan bíl í San Fran...í alvöru talað þetta er ekkert green (s.s. grín) (hahahaha einkahúmor úr S.F. reyni að útskýra síðar) en ég ætla ekki að segja frá öllum helstu smá atriðum núna því ég er ekki búin að setja myndirnar inn á og svoleiðis og þarf að reyna að gera þetta svolítið skipulega...skrifa söguna í samræmi við myndirnar og hafa einhvern texta með myndunum og fínerí.....en helgin var í grófum dráttum svona: Vöknuðum snemma á laugardaginn og eftir smá hnjask og vesen (vera vissar um að allt mikilvæga dótið (veski, sími, glos, lyklar og peningar) væru meðferðis auk allra farþega, vorum við komnar til San Fran um 11 leitið (aðeins á eftir áætlun). Það var alveg ótrýlega gott veður og við fórum beint yfir Golden Gate (ég hef keyrt yfir Golden Gate liggaliggalááááái) og fórum á svona útsýnis stað og tókum bönts af myndum á allar fimm myndavélirnar sem við vorum með. Svo fórum við niður í Sausalito, sem er hinum megin við G.G., og fengum okkur að borða og ís og labba um í sólinni. Svo fórum við aftur til San Fran og fórum niður Lombard St. sem hefur einn skemtilega hlykkjótann kafla (getið ekki farið framhjá því á myndunum). Laugardagurinn fór að mestuleiti í að keyra um borgina og við Heiðdís eigum hrós skilið fyrir að hafa komið okkur á heilu og höldnu út. Alla vena yfir daginn fórum við tvisvar niður Lombard St. (af því það er svo gaman), tvisvar niður Webster (af því hún er ógeðslega brött), fórum á tvo útsýnis staði, fjallið hjá G.G. og svo turn sem er eiginlega í miðriborginni. Eftir allt þetta fram og tilbaka var tími til að fara koma stelpunum heim því ég var að fara á Þorrablót en þær ekki, því þær voru búnnar að borga vikuferð til Hawaii (Hawaii er voð mikið inn í ár...) þannig ég skutlaði þeim heim til sín í Palo Alto sem er svo 20mín frá San Fran og ég hafði mig til fyrir Þorrablótið og svo hófst mín barátta.....ég þurfti að keyra í Þorrablótið ein með leiðbeiningar á blaði en ekki á kortinu (segja svona hvar maður á að beygja til hægri og vinstri) þetta hefði átt að taka mig svona 20-30 mín en í staðin tók þetta mig um klt og ég var ekki kominn á þorrsblótið fyrr en rétt eftir 20:00!!!! En það var í lagi því ég þurfti ekki að bíða í mikilli biðröð eftir matnum ;-) Svo byrjuðu hljómsveitirnar að spila (ein sem hafði verið að æfa hérna heima hjá mér á sunnudögum síðastliðnu vikur og önnur 3ja manna frá Íslandi og var hörkustuð á fólki. Ballinu lauk um 12 leitið og ég hjálpaði við að ganga frá (heíum blöðrunum þá helst...) og var svo komin heim og upp í rúm kl.01:30. Svo var það dagurinn í dag. Vaknaði ekki alveg jafn snemma (kl.08:00) og var komin til stelpnanna um 9 - hálf 10 leitið og við tókum enn og aftur "smá" krókaleið inn í S.F. en tókst að sjálfsögðu. Við fórum beint niður á höfn til að athuga með Alcatraz-ferðir og fengum ferð kl.11:45 þanngið við voum í svona góðar 45 mín að dóla okkur í sólinni, fengum okkur amerískar pulsur "Hot Dogs" og verð ég að viðurkenna að SS pylsurnar heim eru LAAAAAANG bestar......en við fórum í Alcatraz og tókum okkur góaðn tíma og skoðuðum sem mestog keyftum einhverja bæklinga um fangelsið og eyjuna. Við komum svo aftur í land (syntum ekki) og fengum okkur aftur að borða, og fundum himnaríki á jörðu........Súkkulaði búð!!!!!! Með allar gerðir af súkkulaði......hvít, rjóma, dökkt, með hinum og þessum bragðtegundum og meira að segja svona einhvers kona súkkulaðibaunir....(veit ekki alveg hvernig það er en hljóma vel ;-) ) og við stóðumst ekki máttið....við fórum inn og keyftum okkur slatta og nammi (kannski þess vagna sem ég hef eiginlega ekki list á kvöldmat). Eftir að hafa setið á bekk og japplað aðeins á þessu fundum við 1 stk. sporvagn sem fór upp á Union Square....við fórum í stutt stop þar (kakó/mokka og klósett) og þegar við vorum að bíða eftir sporvagninum til baka stopaði limmósía hjá okkur (og hinu fólkinu sem var að bíða) og bauð far niður að Fisherman's Wharf (þar sem við geymdum bílinn) fyrir 5$ á kjafti, við ekki lengi (endan að frjósa út kulda....í San Fran?!?!) hoppuðum uppí og af stað. Kallinn var eitthvað að reyna að finna út hvaðan við værum en við þurftum nánast að segja honum það. Við borguðum honum svo 5$ hver og náðum í bílinn. Enn og aftur á leiðinni út tókum við nokkra vitlausar beygjur sem tók mig, alla vena, 1,5 klt að komast heim ístaðinn fyrir mesta lagi 1 klt. Jæja þá vitiði það....ekki fara með mér eða Heiðdísi í San Fran að keyra......eða jú kannski endilega því þá sjáiði svo mikið meira af borginni en með einhverjum sem veit hvert hann er að fara....! Ég reyni svo að koma með myndirnar fljótlega og setja einhvern texta undir svo ég þurfi ekki að skrifa þetta allt saman með smá atriðum....ég er farin að verða nokkuð góð með stafrænu myndavélin, bara myna að maður getur alltaf eytt útaf.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli