mánudagur, ágúst 24, 2009

Maraþon og skólinn

Það hefur lítið spennandi gerst síðan á verslunarmannahelginni nema ég tók þátt í 10 km hlaupi Íslandsbanka eins og ég gerði í fyrra. Bætti tímann minn um 5 mín (og 15 sek) en náði ekki alveg takmarkinu sem var að koma á 63 mín, vantaði 2 mín upp á. Hins vegar mér til varnar þá fraus iPODinn minn einhvers staðar á milli 5 og 6 km og varð ég að hlaupa bara ein með hugsunum mínum, sem er svo sem allt í lagi en maður hleypur miklu hraðar með Prodigy í eyrunum ;o)
Stebbi, (vorum a vinna saman hjá Símanum) var að hlaupa 10 km í fyrsta sinn núna og gott ef við ætlum ekki bara að skella okkur í 21km næsta ár. Það hafði alla vega verið planið hjá mér í ár en vegna leiðinda beinhimnubólgu í mars/apríl náði ég ekki að þjálfa mig upp í það....bömmer....
Ég og Binni fengum svo Júlla og Sollu í mat til okkar sem endaði með því að við kíktum í bæinn og hittum Bryngerði á Dubliners. Það var mikið fjör og mikil gleði hjá okkur, og bar sunnudagurinn þess greinileg merki....maður er aðeins farinn að eldast :o/
Svo er skólinn bara að fara að hefjast, er að fara á kvöldvakt í kvöld og morgunvakt á morgun og svo bara skóli á mið. Ég er ekki búin að fara yfir hvað ég þarf að kaupa, eða prenta út eða hvaða bækur ég ætla að selja eða neitt eiginlega....voða afslöppuð eitthvað í þessu ;o)
Þar sem er ágúst mánuður nánast liðinn og sumarið líka....hef ekki gert helminginn af því sem ég ætlaði mér að gera, t.d. fara í útilegu, fara á línuskauta (fór ekki einu sinni), góðan hjólatúr um nágrannasvæðið eða upp í Kjós (þessi litli hjólatúr sem við fórum í uppi við Kjós telst ekki með) en við fórum upp í Húsafell með Ástu og Gunna og fl., fórum nokkru sinnum upp í bústað, fórum í afmælisveislu til ömmu í Hveró og eigum eftir að fara upp á Esju áður en þessi mánuður er liðinn. Svona hefur sumarið verið hjá okkur og vonandi gerum við eitthvað fleira næsta sumar, þá verð ég kanski búin að safna mér inn smá sumarfríi ;o)

Ltr

mánudagur, ágúst 03, 2009

Verslunarmannahelgin

Þá er hún liðin þetta árið.
Helgin í ár var nokkuð góð, Binni fór upp í bústað strax á fimmtudaginn en ég kom ekki fyrr en á laugardaginn vegna vinnu. Þar voru Bubba mamma Binna, Emma systir hans og Yuri dóttir hennar og Grétar og Baddý vinkona hans með strákinn sinn Styrmi. Það er búið að vera bongóblíða meir og minna allan tímann. Þau voru búin að koma vatninu á þegar ég kom upp eftir og nú er bara að koma hitakatlinu í lag þannig það verði heitt vatn líka. Bústaðurinn hefur verið tekinn í gegn svolítið í sumar t.d. málaður, stígurinn breikkaður og grasið slegið og verður sett eitthvað niðður næsta vor, kartöflur, kryddjurtir og fleira.
Á laugardeginum var haldin þessi fína humarveisla a la Binni og fengið sér smá í glas með. Eftir matinn tókum við í nokkur spil og fórum svo niður á brennuna sem við höfum aldrei gert áður!! Svaka stuð en stutt og var haldið aftur heim í bústað eftir nokkra bjóra. Ég, Binni og Baddý reyndum að vekja upp einhverja bústaðarstemningu og settist Binni út á pall með gítarinn og Kjósakórinn tók undir en vegna rökkurs og ljósleysis leystist það fljótlega upp (ekki vegna sönghæfileika Kjósakórsins!!!) Ég og Baddý ákváðum þá að taka smá "powerwalk" um sumarbústaðalandið í leit að partýi því við vorum ekki þau einu með vín við hendina á brennunni en ekkert heyrðist frá neinum bústað, nema einum. Við gengum á hljóðið og þar var fólk að spila einhvers kona boccia með trjádrumba. Við (SMÁ í glasi) kynntum okkur fyrir fólkinu og sögðumst hafa heyrt að hér væri partý. Karlpeningurinn tók vel á móti okkur og sagði að við gætum alveg fengið að spila með, þá sló hins vegar dauðaþögn á kvennaliðið þar til ein sagði "það er reyndar bara pláss fyrir einn" við tókum bara smá pollýönu á þetta og spurðum hvort þær vildu reykvíkinginn eða ísfirðingin og þær völdu reykvíkinginn. Við spiluðum aðeins með, einn mannanna (afinn í fjölskyldunni) benti á að við gætum alveg skipst á, en við skildum hins vegar sneiðina þegar ein konan tók af okkur trjádrumbinn þegar var komið að kvennaliðinu að gera....þökkuðum pent fyrir okkur og kvöddum, en þetta var svolítið skondið.
Við skunduðum okkur bara heim og þegar þangað var komið, fljótlega í háttinn.
Ég vaknaði morguninn eftir með nett mígreni eftir að hafa vaknað með sólina í augun í loftlausu og mjög heitu herbergi, koddinn hjálpaði heldur ekki til :o/ Hitt fólkið skellti sér í sund/sturtu á Kjalanesinu en ég svaf aðeins lengur (Binni var eitthvað að stússast). Við hittumst svo öll í Kaffi Kjós í hamborgara og franskar. Sunnudagurinn var mikil letidagur fyrir utan smá göngutúr sem ég og Binni fórum í rétt fyrir mat. Eftir matinn var aftur tekið í spil, núna var það spurningaspilið "Spurt að leikslokum" og var það nokkuð einfalt og skemmtilegt (spurningarnar voru samt ekki allar einfaldar) eftir spurningarspilið var farið í póker að ósk Bubbu og stóð spilið fram til kl.3:30 í einvígi milli Emmu og Baddý. Ég datt út fyrst og Binni var bubbleboy (síðasta sæti fyrir verðlaunasæti). Emma náði Baddý út á endanum og voru allir mjög fegnir því að komast í bólið.
Í dag var svo vaknað í rólegheitunum og tekið til í bústaðnum. Binni ætlar að koma seinna í vikunni eða á næstu helgi, ég er að vinna víst eitthvað, og halda áfram með tiltekt og uppbyggingu.

Svo er sumarinu bara að fara að ljúka, gaypride á næstu helgi eða þar eftir, Menningarnótt 22. ágúst og svo byrjar skólinn 26.ágúst og ég verð enn að vinna þá.....ekkert frí sem maður fær þegar maður er námsmaður.....