Það hefur lítið spennandi gerst síðan á verslunarmannahelginni nema ég tók þátt í 10 km hlaupi Íslandsbanka eins og ég gerði í fyrra. Bætti tímann minn um 5 mín (og 15 sek) en náði ekki alveg takmarkinu sem var að koma á 63 mín, vantaði 2 mín upp á. Hins vegar mér til varnar þá fraus iPODinn minn einhvers staðar á milli 5 og 6 km og varð ég að hlaupa bara ein með hugsunum mínum, sem er svo sem allt í lagi en maður hleypur miklu hraðar með Prodigy í eyrunum ;o)
Stebbi, (vorum a vinna saman hjá Símanum) var að hlaupa 10 km í fyrsta sinn núna og gott ef við ætlum ekki bara að skella okkur í 21km næsta ár. Það hafði alla vega verið planið hjá mér í ár en vegna leiðinda beinhimnubólgu í mars/apríl náði ég ekki að þjálfa mig upp í það....bömmer....
Ég og Binni fengum svo Júlla og Sollu í mat til okkar sem endaði með því að við kíktum í bæinn og hittum Bryngerði á Dubliners. Það var mikið fjör og mikil gleði hjá okkur, og bar sunnudagurinn þess greinileg merki....maður er aðeins farinn að eldast :o/
Svo er skólinn bara að fara að hefjast, er að fara á kvöldvakt í kvöld og morgunvakt á morgun og svo bara skóli á mið. Ég er ekki búin að fara yfir hvað ég þarf að kaupa, eða prenta út eða hvaða bækur ég ætla að selja eða neitt eiginlega....voða afslöppuð eitthvað í þessu ;o)
Þar sem er ágúst mánuður nánast liðinn og sumarið líka....hef ekki gert helminginn af því sem ég ætlaði mér að gera, t.d. fara í útilegu, fara á línuskauta (fór ekki einu sinni), góðan hjólatúr um nágrannasvæðið eða upp í Kjós (þessi litli hjólatúr sem við fórum í uppi við Kjós telst ekki með) en við fórum upp í Húsafell með Ástu og Gunna og fl., fórum nokkru sinnum upp í bústað, fórum í afmælisveislu til ömmu í Hveró og eigum eftir að fara upp á Esju áður en þessi mánuður er liðinn. Svona hefur sumarið verið hjá okkur og vonandi gerum við eitthvað fleira næsta sumar, þá verð ég kanski búin að safna mér inn smá sumarfríi ;o)
Ltr
Engin ummæli:
Skrifa ummæli