fimmtudagur, nóvember 18, 2010

Haustið 2010

Haustið hefur verið tæplega viðburðarríkt í ár. Búið að vera nóg að gera í skólanum sem þýðir lítill tími fyrir mikið annað. Ég er samt enn í björgunarsveitinni en eitthvað minna en í fyrra. Er búin að fara á Fyrstu hjálp II námskeið og svo núna síðast Fjallamennska II þar sem við fórum á Sólheimajökul í sprungubjörgun. Verð að viðurkenna að ísklifur og jöklaferðir heilla töluvert meira núna en gerði áður, kannski maður skelli sér bara í undanfarana :o) Fengum snilldarveður (eins og svo oft áður) og vorum að æfa okkur í að ganga á broddum, tryggja og doppla. Ég þarf alla vega að fara að fjárfesta í einhverjum svona staðalbúnaði....broddar, hjálmur, ísexi....
Skólinn er svo samur við sig, fyrirlestrar í 5 vikur og svo non stop verknám með tilheyrandi verkefnum og umræðufundum. Verst við þetta er að maður hefur engan tíma fyrir lokaverkefnið, sem mann virkilega langar til að vera að vinna í.
Svo var næstum því stór áfangi á mánudaginn....mín varð 28 ára hvorki meira né minna!!!! Ég fór til Bryngerðar á sunnudagskvöldið þar sem við tókum "gamal dags" afmælispartý s.s. við tvær, pizza, kók og nammi :o) good times :o) Á mánudaginn, fór ég og Binni út að borða, ætluðum á Sushi á Lækjargötu en það var svo mikil bið að við ákv að fara á Tapasbarinn sem var töluverð bið þar en veeeel þess virði. Fengum okkur klassík, óvissuferð með þessari hnausþykku frönsku súkkulaðiköku (sem ég hafði by the way unnið fyrir í Boot Camp fyrr um daginn, fékk að hlaupa með 12 kg ketilbjöllu í upphitun í afmælisgjöf og kallaði smá refsingu yfir hópinn....bara hressandi). Eftir matinn tókum við Réttur á DVD og höfðum það kósý heima. Ég fékk líka 2 afmælisgjafir, björgunarsveitin fékk tilboð frá Cintamani þir og fim og nýtti ég mér það. Binni gaf mér tecnostrech buxur og m&p gáfum mér tecnostrech peysu, hvor tveggja eitthvað sem mig langaði í og vantaði, get notað heima fyrir og uppi á fjöllum :o)
Seinni hluti afmælisins verður á laugardaginn næsta...megið geta 3 x hvað ég geri þá!!!! jújú það verður HARRY POTTER!!!! Búin að vera að hlakka til síðan bókin kom út og núna er loksins að koma að því....Binni lofaði mér því að fara með mér á hana og er ég búin að láta hann horfa á hinar myndirnar núna síðast liðnu viku svo hann sé alveg með á hreinu hvað er að gerast, hver er hver og s.f.v. en þanngað til er nóg að gera í verknámi og vinnu. Er að klára verknám á sængurkvenna og meðgöngudeild núna á föstudaginn og svo verð ég að vinn á helginni, sem betur fer mv á laugardaginn og kv á sunnudaginn þannig maður getur andað aðeins inná milli. Í næstu viku verður verkefnavinna og undirbúningur fyrir próflestur næstu vikurnar. Tilkynnti Binna það að ég muni flytjast niður í Eirberg næstu vikurnar, svona í næst eða 3.síðasta skiptið....svo er þetta komið gott ;o)

Ekki meira í bili....

kv.
Apríl Eik