mánudagur, mars 31, 2003

Santa Barbara
jæja þá erum við komnar heim í heilu lagi ;0)
Ferðalgið byrjaði seint á föstudaginn, ég fór til Palo Alto og náði í Heiðdísi og við lögðum af stað þaðan ca. kl.17:30...byrjuðum samt á því að fylla á bílinn og kaupa kort...við erum ekki það bjartsýnar að við rötum kortalaust...! Nema hvað við lögðum af stað eftir hraðbraut 101 suður til Gilroy...það tók óóóóógeeeeðssssleeegaaaa langan tíma að komast bara hálfa leiðina því það voru einhverja vegagerðir í gangi og bara tvær akgreinar nothæfar og við að keyra þarna á háannartímanum....um 18:00 frekar óþægilegt fyrir þá sem eru á beinskiptum bíl en við komust loks af stað. Við ákváðum að fara lengra en Gilroy til að fá okkur að borða því Gilroy er það lengsta sem við höfðum farið saman. Ég veit ekki alveg hvað "bærinn" heitir sem við stopuðum á en við fórum inn á Appelbee's og fengum okkur Fajitas......naaaaaaaaaaaaammmm :-Þ við fórum líka í Wal Mart og ætluðum að kaupa teppi (að sofa í bílnum var möguleiki á þessari stundu) en teppin voru frekar léleg þannig ég keypti mér strandarhandklæði sem virkaði vel rétt á meðan ég lokaði augunum og Heiðdís keyrði.....en hvað um það við lögðum svo af stað áfram um kl.20:30. Það var orðið dimmt og ekki margir bílar á ferli. Allt í einu tek ég eftir því (ég var að keyra) að bíllin fyrir aftan mig er kominn frekar nálægt og ljósin speglast í bakspeglinu, allt í lagi með það ég skipti um akgrein annað eins hefu nú gerst, nema hann gerir það líka. Heiðdís er að segja mér eitthvað sniðugt og tekur eftir bílum fyrir aftan okkur fyrr en í seinna skiptið sem ég skipti um akgrein, og aftur skiptir hann líka um!!! Okkur er ekki farið að lítast á blikuna....og ég skipti um akgrin 5 sinnum áður en ég loksins komst fyrir aftan hann...en þetta var ekki það síðasta sem við sáum af honum. Við (við og hann) vorum aðtaka fram úr hvor öðru til skiptst þó nokkuð lengi en svo sáum við í gegnum leikinn hjá honum egar við sáum hann gera þetta nákvæmlega sama við annan bíl sem einmitt gerði það saman og við....skipti um akgrein fram og til baka og hinn á eftir. Auðvita vorum við að hlæja eins og vitleysingar allan tíman en mann var samt ekki alveg sama sérstaklega ekki hér í Ameríku.....en við keyrðum nánast stoplaust þanngað við komum til Santa Barbara nema einu sinni til að skipta um sæti, Heiðdís keyrði og ég svaf undir strandarhandklæðinu mínu :0) þega við loksins komumst til S.B. seint um kvöldið ca. 01:00-01:30 hófst leitin að móteli. Ekekrt mál það hlýtur að vera eitthvað í S.B....það eina sem við fundum kostaði um 75$ á mannin yfir nóttina sem er ALLTOF mikið fyrir okkur. Þannig við ákváðum að keyra aðeins um á hraðbrautinn því það eru alltaf einhver mótel þar að auglýsa. Þegar við vorum búnnar að keyra aðeins um, taka nokkra hringi kringum S.B. ákváðum við að fara til Ventura sem er 27 mílur frá (1 míla er ca. 1,5 km) en á leiðinni fundum við heila helling a´f mótelum og þriðja mótelið sem við fórum á hafði 1!!!! herbergi laust með einu rúmi og kostaði bara ca 60$ fyrir báðar....og það var svoooooo gott að hlamma sér í rúmið og fara að sofa zzzzzzz......svo var bara um morguninn að komat að því hvar við vorum því við vissum það ekki......
Það tók okkur dágóðan tíma að komast á fætur en eftir nokkur snooze og sturtu var lagt af stað aftur til Santa Barbara (við héldum lengra suður um kvöldið) og ætluðum að fá okkur morgunmat á stað sem heitir IHOp, við sáum hann nefnilega fyrr um kvöldið en mundum ekki hvar og tókum nokkra hringi og krók í leit að hinum eina sanna morgunmat að lokum gáfumst við svo upp og fórum á einhvern annan stað (sem er ekki keðja eins og IHOP) og fengum okkur eins feitan morgunmat og við mögulega gátum......egg, beikon og pönnikökur með sýrópi (þarf ekki að segja að ég hef fitnað um 5 kg í þessari ferð ;0) ) ÓÓÓÓGEEEEÐSLEGA GOTTT!!!! Við borðuðum heldur ekkert voða mat mikið það sem eftir var af deginum....eftir þennan mikla morgunmat fórum við aðeins að rölta um aðalkjarnann í miðbænum....í búðinum s.s. Ég keypti mér langþráða skóg á nokkuð góðu verði og svo skelltum við okkur á nokkur póstkort og sendum heim....sum seinna en önnur ;0) en S.B. er rosalega falleg borg og sérstaklega verslunarmiðstöðin því maður fær það ekki á tilfinninguna að það sé verið að reyna að troða einhverju upp á mann heldur er maður bara að svona að labba um í sólinni og sleikja ís ;0) við sleiktum ísinn samt ekki....svo var kominn tími til að halda áfram (stíf dagskrá) og stefnan tekin á Malibu. Við komum til Malibu eftir ca. 40 mín...borgin er aðeins öðru vísi en við bjuggumst við....hún liggur eiginlega bara við ströndina og s.s. maður keyrir eftir þjóðveginum með fjallið vinstra megin og sjóinn hægra megin og fyrst til að byrja með eru eiginlega öll húsin bara hægra megin, ekkert vinstra megin en svo dreifist aðeins úr þessu þegar maður kemur inní "borgin" ef borg skildi kall...nema hvað, við fundum layst pláss til að skella okkur á ströndina en við vorum ekki með bikini þannig við rétt bleitum tærnar og svo hélum áfram.....lengra sáum við það sem við horfðum á (ekki alveg hverjum en næstum því) laugardegi þegar við vorum 10-12 ára og dreymdum um að komast þanngað einhvern tíma........strandvarða kofarnir úr Baywatch!!!! Þvílík upplifun.....við lögðum á einu bílastæðaplaninu (bara í 5 mín) hlupum niður á strönd (rétt eins og Pamela Anderson hér um árið) og tókum myndir af kofanum (ekki á stafræna því miður) en sáum engan strandvörð :0( til að taka mynd af....Heiðdís sá svo reynda nokkra í rauðu stuttbuxunum á gulabílnum (alveg eins og í sjónvarpinu) en ég var að keyra og missti af.....böööööööömmmmmer!!
Nema hvað áfram brunum við og sjáum einhverja borg fyrir framan okkur....við höldum að þetta sé Santa Monica og ætlum að kíkja aðeins á svæðið en viti menn þegar við erum að keyra á hraðbrautinni sjáum við skilti sem stendur á Sunset blvd sem er EKKI í Santa Monica heldur í L.A.!!! Við fengum sem sagt annað tækifæri til að sjá einhverja stórstjörnur (sem við gerðum ekki :-( ) við keyrðum eftir sunset....

Engin ummæli: