fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Dagur 1 á Benidorm

Þetta var langur dagur. Bryjuðum á því að fara alltof snemma út á Leifsstöð og biðum þar í 2,5 tímann. Ég verslaði mér inn eitt og annað, meira samt fyrir Binna, keypti handa honum snyrtiveski því hann fann ekki sitt, og svo andlitkremhreinsidót handa mér sem ég fer ekkert nánar útí ;o) Binni keypti sér rosalega flott hálsmen í búðinni sem hann keypti úrið og eyrnalokkana handa mér í. Ég hins vegar sá ekkert sem mig langaði í, það bíður bara betri tíma. Flugið fannst mér vera frekar langt, um 4 klt., minnti að þetta hefði alltaf verið um 3 tímar en svona fer minni með mann. Myndirnar sem þeir sýndu gátu ekki verið að verri endanum, Cheaper by the dozen (er ekki alveg sjúr á stafsetningunni) og Pacifier!!! 95% farþega var yfir 15 ára!!! Allt gekk vel fyrir sig og við vorum komin á hótelherbergið um hálf 9 leitið.
Sólinn var ekki enn sest þannig við notum tækifærið og fengum okkur smá göngutúr um pleisið. Ætluðum að labba niður á strönd en gegnum framhjá breskum pöpp sem vildi svo skemmtilega til að sýndi enska boltann. Gleðisvipurinn á Binna var óborganlegur því það var einmitt Liverpool að spila í gær. Við stoppuðum ekki lengi í þetta skiptið og héldum áfram. Við fengum okkur að borða á kínverskum stað sem var bara nokkuð góður, fyrsti kínverskistaðurinn sem við sjáum til að bjóða upp á franskar með matnum en líklega til að friða alla Bretana (fish’n’ chips).
Við ætluðum að fara lengra niðureftir en það var víst eitthvað á Breska pöppnum sem togaði í Binna þannig við kíktum þanngað inn. Vorum samt ekkert voða lengi en nóg til að sjá að það var fullt af poolrum þarna ;o)
Við hvíldum okkur smá upp á hóteli og hringdum heim til að láta vita af okkur. Okkur fannst hálf ömó að fara sofa kl. hálf 11 (hálf 9 á Íslandi) og ákv. að kíkja aðeins niður á barinn, þar var víst einhver skemmtun í garðinum sem var svo bara barnaskemmtun. Við ákv aftur að kíkja niður á strönd og þetta skiptið tókst okkur þar. Eftir ca. 15-20 mín labb vorum við komin á aðalgötuna sem er bara rétt við ströndina, held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ræktinni ef við förum þanngað á hverjum degi ;o)
Ég sýndi Binni hótelið sem við vorum á hérna 2001 og brekkuna sem þurfti að staulast upp á hverjum degi og nokkru sinnum á dag, ekki það besta á þeim tíma. Strandgatan var full af lífi kl.23 á miðvikudegi og vorum við bara að labba um og skoða mannlífið. Við gegnum með fram ströndinni og færðum okkur svo inn á aðalgötuna. Þegar við vorum búin að labba aðalgötuna næstum á enda, hún klofnar rétt áður en haldið er lengra í gamla bæinn, þá ákv. við að snúa við og fara heim endan orðin þreytt og heit. Það var tekin maraþonganga á þetta en Binni var ekki alveg að sjá þetta fyrir sér, enda kolniðarmyrkur og fullt af háhýsum í kring og varð því bara að trúa mér (minn náttúrulegi áttaviti bregst sko ekki) og komumst við heim um 1 - hálf 2.
Við skelltum okkur í sturtu, baðið er algjör snild því það er baðkar með sturtu og svo önnur sérsturta fyrir aftan baðið. Herbergið er mjög rúmgott og snyrtilegt og líklega á betri stað í húsinu. Við erum á 12 hæð (tók smá tíma að venjast hæðinni) í herbergi 10, alveg út á enda þannig við erum ekki alveg í gangveginum á hæðinni og erum með L-laga svalir, mjög stórar. Við erum líka með internettengingu en við borgum fyrir hana eins og “local” símtal, vona samt að þetta sé ekki innhringiaðgangur :o/
Kl. er núna rétt fyrir 9 hérna og Binni enn þá sofandi. Við erum ekki alveg komin með hitann á herberginu á hreinu því mér var skítkalt í nótt og svaf með teppi en Binni vægast sagt að kafna úr hita, svo varð honum skítkalt þegar hann opnaði svaladyrnar í nótt, vona að þetta verði ekki vandamál.
Við förum svo að fá okkur mogrunmat hérna niðri á eftir, morgunmaturinn er frá kl.8-10:30 þannig við höfum nægan tíma.
Ef þetta ekki lengra í bili, ætla að fara að tengja tölvuna til að setja þetta á síðuna mína og tékka á hver datt út í supernova, allt annað má bíða ;o)

Engin ummæli: