fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Komin heim

Þá erum við komin heim. Við lentum í gær um 11 leitið og 2 klt. seinna vorum við búin að fara í gegnum fríhöfnina, búin að taka upp úr töskunum og ganga frá mestu og komin á niður á Laugaás í kaffi. Kötturinn var að sjálfsögðu mjög ánægður að sjá okkur og er búin að vera rosalega kúrinn við okkur sem er bara gott. Við keyptum smá handa mömmu og pabba því stóðu sig svo vel að passa Pjakk fyrir okkur á meðan. Ég byrja svo að vinna 31.08 og ætla því að halda áfram að slappa af.
Ég og pabbi ætlum að kíkja á sjóræningjana í kvöld (í bíó) og Binni kemur kannski með ef hann verður þægur ;o)

Svo tekur bara hið dalega líf við, taka til, kaupa í matinn, þvo þvott o.s.f.v.

heyrumst

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomnar heim elskurnar - og takk fyrir póstkortið!