föstudagur, ágúst 11, 2006

Dagur 2 á Benidorm

Þá er komið að degi 2. Gærdagurinn var bara fínn, við brunnum ekki en skemmtum okkur bara mjög vel. Við fórum í morgunmat, sem var mjög góður, egg og beikon og fl. Eftir morgunmatinn fórum við niður á strönd og fengum okkur bekki þar (8€) og skelltum okkur í sjóinn. Vorum á ströndinni í kannski svona 2 tíma og þá var þetta orðið gott, ætlum aftur í dag, núna með vindsæng og kaupa köfunargleraugu til að skoða alla fiskana.
Við fengum okkur aftur göngutúr í bænum og tókum litlu lestina sem fer upp og niður aðalgötuna, og enduðum í gamlabænum. Þar er meira íbúðarbyggingar og þröngar litla götur en allt fullt af túristum ;o) Við löbbuðum aðeins þar um og tókum nokkrar myndir, set þær á netið þegar við komum heim, og héldum svo til baka. Levanteströndin er rosalega löng og tók okkur um 30-40 mín að labba hana til baka með smá bjórstoppi ;o)
Á leiðinni heim versluðum við aðeins í búð, smá vegis til að vera með hjá okkur og opnuðum minibarinn. Við lögðum okkur aðeins þegar við komum heim endan roslega dösuð eftir hitann og sjóinn og vorum það eiginlega eftir kvöldmatinn líka. Þetta hótel fær 2 stóra + fyrir matinn, hlaðborð morgna og kvöld (erum ekki búin að fara í hádeginu) og rosalega góður matur, ekki þetta venjulega hlaðborðssull.
Í gærkvöldi vorum við svo bara rólega, eiginlega eins og allir á hótelinu, og vorum upp á hótelherbergi að spila á skrítnustu spil sem ég hef keypt. Hélt sem sagt að þetta væru þessi venjulegu 52 spil (13 spil í hverri sort) en nei þá eru þetta 48 spil með 12 spil í hverri sort og eitthvað allt annað en hjarta, spaði, tígul, lauf (þú ert með opna buxnaklauf)
Helgin er nokkurn vegin ákv. busla í sjónum og hafa það gott í dag líka, Aqualandia á morgun og Mundomar á sunnudaginn. Á mánudaginn ætlum við að fara í jeppasafarý, eins og ég fór í 2001 sem verður bara fjör. Ætlum kannski að kaupa video myndavél í dag, sjáum til.
Bið að heilsa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu búin að tékka á heppilegum klettum til að hoppa fram af?
Pjakkur hefur það fínt. Fær núna að hegða sér eins og hann vill. Ég er að hugsa um að finna læðu og lauma henni inn til hans til að stytta honum stundir. Sé til með það.

Hafið það sem allra best.

P&M