laugardagur, ágúst 19, 2006

Jeppasafarí

Síðasta prógramið var í gær, jeppasafarí. Við mætum fyrst af öllum á svæðið en biðum ekki lengi. Við fengum okkar bíl en þar sem enginn var með ökuskírteini af hinum íslenska hópnum fóru 2 strákar með okkur en hitt parið fór með leiðsögumanninum Richardo. Þetta var bara snildar leiðsögumaður, mun betri en sá sem var með okkur síðast. Við fór ekki alveg sömu leið og 2001. Við stoppuðum í litlu fjallaþorpi sem var eiginlega bara veitingarstaður og mótohjólasafn. Við kíktum á það og tókum fullt af myndum af hjólum frá 1920 og jafn vel fyrr. Þaðan lá leiðinn að stíflunni. Rosalega fallegur fjallagarður þar sem hafði líklega verið eitthvað af aðalsættum í gamla daga því það voru nokkri kastalar í hæðunum sem hafði verið breytt í hótel eða sumarhús. Richo er klikkaður kallinn eins og Binni sagði og bauð okkur að stökkva með sér af stíflunni í vatnið. Eina málið var að maður þarf að passa sig að lenda beinn í vatninu til að slasa sig ekki. Enginn fór að stökkva með Richo og hann gerði það reyndar ekki heldur...hann stakk sér!!! Frá stíflunni lá leiðinn upp í fjallaþorp sem við fengum okkur að borða, vægast sagt mjög vondan mat en við létum okkur hafa það. Vegurinn sem við fórum var svolítið eins og djúpið í gamla daga, bara meira ryk, meiri og brattari brekkur og mun meiri hiti, pabbi hefði alveg pottþétt fílað þetta!!. Á leiðinni upp á fjallið sem var um 1100 m yfir sjávarmáli hittum við Fredricko, lítil padda sem minnti svolitið á engisprettur og könguló, veit ekki alveg hvað þetta var. Allar stelpurnar öskruðu og héldi sig sem lengst frá henni en ég var sú eina sem þorði að halda á henni. Kvikindið reyndi að éta steinana sem er á nöglunum mínum!!! Binni gerðist mun kaldari en ég eins og fyrri daginn og kyssti pödduna, Richo bætti svo um betur og stakk henni upp í sig. Við héldum svo leiðinni áfram og komum við í litlu fjallaþorpi til að fá okkur að borða.
Þegar við vorum búin að fá okkur þetta illa eldaða snitsle var ferðinni haldið í fossanna þar sem við skoluðum af okkur í ísköldu fjalla vatni. Eftir það var ferðinn haldið til baka til Benidorm. Við fórum í gegnum smá safarí þar sem vegurinn var nánast yfirvaxtinn af plöntum og fékk maður smá safarí fíling. Við vorum svo komin upp á hótelið eitthvað um sex leitið. Gerðum svo sem ekki mikið um kvöldið, fengum okkur að borða á hótelinu og var maturinn mjög góður, besti sem við höfum fengið hingað til. Við ætluðum að kíkja eitthvað út um kvöldið en svo hreinlega nenntum við því ekki, líka útaf því það var allt setið á Hoxton. Við tókum svo daginn bara rólega, horfðum á Liverpool leikinn á Hoxton (pubbinn okkar) fengum okkur smá göngutúr á aðalgötunni og fórum svo bara upp á hótel og í sólbað. Frörum svo að borða um hálfa 8-8 og ætlum kannski að kíkja eitthvað út í kvöld...
Við erum eiginlega búin að gera það sem við ætluðum að gera, ég fer reyndar ekki að kafa því ég er ekki með skírteinið mitt og þá þarf ég að borga 50€ í staðinn fyrir 40€ og get bara farið niður að 12 m í staðinn 20-30 m sem ég get með skírteininu. En ég er samt alvarlega farin að spá í að byrja á þessu þegar ég kem heim, verð að stunda eitthvað alvöru áhugamál ;o)

Bið að heilsa öllum og við komum heim á mið!!!

Engin ummæli: