fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Terra Mítica

Þetta var magnaður dagur, og erum við mjööög þreytt eftir hann. Vorum komin í garðinn rétt eftir 10 í morgun og strax komið slatti af fólki. Við fengum okkur kort og byrjuðum á að fara til hægri, taka hægri hringinn. Þetta byrjaði ekki betur en fyrstu 2 tækin voru biluð og hermirinn ekki opnaður þannig við skelltum okkur í barna trérússibanann sem var svo sem ágæt. Eftir hann var Binni orðin svo æstur í meiri firðing í magann og dró mig í stóra trérússibana. Hann hafði ekki skánað mikið, hörðu höfuðpúðarnir voru ekki lengur reyndar en hann hökkti og skröllti alla leiðina. Eftir þennan rússibana var eiginlega allt auðvelt. Við fórum í 2 vatsrennibrauta báta, 1 gúmmíhringbáta (minnti svolítið á riverrafting ;o) ) svo var eiginlega komið að því. Við fórum í hamarinn. Bæði við vorum búin að vinna okkur upp í þetta og líka við vorum orðin svo svöng og við urðum að fara í hann áður en við fengum okkur að borða. Það er svolítið erfitt að lýsa honum í orðum en ég skal reyna. Þetta er hringur af sætum sem fólkið sest í. Þegar allir eru festir alminnilega niður sígur gólfið þannig að lappirnar dingla fyrir neðan...og svo fer tækið af stað. Byrjar hægt og rólega að snúa hringnum, með sætunum og sveiflast fram og til baka. Hápunkturinn er þegar hringurinn fer upp fyrir hinn endan (sem er festur í tækið) og maður fær þessa “laus í lofti” tilfinningu rétt áður en maður fer til baka. Það er rosalega mikið öskrað og tekur um 2 og hálfa mínútu....ég og Binni fórum 2-svar :oD
Eftir þetta fórum við og fengum okkur að borða og fórum í fleiri tæki. Svo var komið að öðru svona tæki. Fallöxin hefur þetta verið kallað. Við ætluðum ekki að þora en eftir að hafa staðið þarna og horft og 3-4 ferðir ákv. við að skella okkur því þetta er um 15 sek sem þetta tekur. Eins mikið og var öskrað í hamrinum var nákvæmlega ekkert öskrað í þessu einfaldlega út af því að fólk getur það ekki. Maður er dreginn upp í ég veit ekki hvað margra metra hæð (kannski svona 100 eða meira) svo er beðið í nokkrar sekúndur og sleppt og maður er í frjálsu falli í nokkrar sek. Við vorum helvíti stolt af okkur fyrir að hafa farið í þetta. Núna var dagurinn að vera liðinn, ég komin með blöðrur og við þreytt í fæturnar eftir allt labbið því þetta eru töluverðar vegalengdir á milli tækjanna. Ég fékk plástur og við fengum okkur sitthvorn bolinn. Þegar við vorum á leiðinni út sáum við að draugahúsið var opnað og kostaði 5 € á manninn. Við stóðum þarna og sáum þegar fólkið kom hlaupandi út af skelfingu. Auðvita fórum við þarna inn. Til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ætla að fara í þetta vonandi á næstunni þá var þetta bara magnað og mjög vel gert af draugahúsi að vera. Kl. var að verða 7 þegar við komum út og ákv að fá okkur 1 bjór, róa okkur aðeins niður, og fara svo heim.
Við komum á hótelið um rétt eftir hálf 8 og vorum varla komin inn þegar við heyrðum að síminn var að hringja. Þá var það pabbi gamli að tékka á okkur, auðvita. Hafði bara góðar fréttir handa okkur, kötturinn hafði það gott og þau komust klakklaust inn (læstu lyklana inni) og allir í góðum gír og við líka, bara mjög þreytt.
Dagurinn á morgun verður ekki slappað af heldur farið í jeppasafarí og ég ætla að taka fullt af myndum því myndirnar sem ég tók í ferðinni 2001 eyðilögðust allar.

Ætla að fara að kíkja á hverjum var hent út í Rockstar (ekki hann Magni “okkar” )
Bið að heilsa í bili...,

Engin ummæli: