Maí nánast liðin og hvað hef ég að segja um þennan mánuð. Sumarið er alla vega nokkurn veginn genginn í garð, við unnum Eurovision og 2.sætið er farið að einkenna árangur okkar Íslendinga erelendis. Ég kláraði verknámið á B-6 og skilaði ritgerðinni, hef ekki fengið til baka úr henni og er nokkuð sama því ég er veit ég hef alla vega náð áfanganum. Núna er ég byrjuð að vinna og mikið rosalega er það gott að hafa ekki eitthvað hangandi yfir höfðinu eins og t.d. lærdóm.
Annað skemmtilegt í maí var afmælið hennar Júlíu ömmu, hún var 85 ára 29. maí og hittist stórfjölskyldan í Hveró. Við komum með þessa rosalegu súkkulaði köku með rjóma, marengs, jarðaberjum og smá súkkulaði yfir, þarf varla að taka það fram að hún vakti mikla athygli :o) Við parið vorum svo bara róleg yfir helgina, ég fór með Ástu til Stebba og Heiðu að hitta hann Fróða litla sem er ekkert smá sætt barn og ekkert smá góður líka....til hamingju með það Stebbi og Heiða. Svo um kvöldið fengum ég og Binni heimsókn frá Ingu og Gumma, það var víst eitthvað afmæli hjá unglingnum á heimilinu og eins og venjan er þá er gamla settinu vinsamlegast hent út í smá tíma ;o)
Ég og Binni nýttum svo daginn í dag í smá carpediem og qualititime sama. Við fórum að veiða í Kleifarvatni (eða Binni gerði það) og ég tók myndir af hinu og þessu. Það veiddist ekki mikið þetta skiptið en bara gaman sameina áhugamál okkar beggja, munum örugglega gera þetta nokkru sinnum aftur í sumar.
Svo er það sumarið:
Sjóarinn síkáti í Grindavík á næstu helgi - þar verðum við síkát með móðufjölskyldunni hans Binna.
Sumarbústaður í Húsafelli 27-28 júní. - Ásta og Gunni verða þar með bústað og við ætlum að kíkja svona rétt aðeins milli vakta hjá mér (þetta er svolítil tarnavika hjá mér)
Skaptafell 2-5 júní - lööööng helgi hjá mér í vinnunni og ákváðum við því að fara eitthvað út fyrir suðurlandið og gætum jafnvel farið alla leið á Höfn í Hornafirði á Humarhátíðina þar.
Meira hefur ekki verið ákveðið þar sem vaktaplanið hjá mér er ekki komið lengra en 16.júlí.
Haði það gott í sumar og njótið dagsins...hvort sem það er sól&logn eða rigning&rok
kv.
Apríl Eik
2 ummæli:
Til lukku með að vera laus við lærdómsbölina í bili... hihihi
Hlakka til að hitta ykkur hjónaleysurnar aftur - orðið allt of langt síðan síðast!
já það er orðið langt síðan...eru þið eitthvað á leið í bæinn?!
Skrifa ummæli